Málsnúmer 1902023

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 225. fundur - 12.02.2019

Nefndasvið Alþingis óskar eftir umsögnum um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna. Umsagnir skal senda eigi síðar en 21. febrúar nk.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn er hlynnt þeirri breytingu sem frumvarpið boðar um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna í 16 ár. Meginrökin fyrir breytingunni séu þau að frá sama aldri þurfi ungmenni að greiða tekjuskatt af tekjum sínum líkt og fullorðnir. Ákveðið samræmi sé því tryggt milli skattskyldu og kosningaréttar.

Að gefnu tilefni skorar bæjarstjórn jafnframt á flutningsmenn frumvarpsins að tryggja það í lögum, að íbúar sveitarfélaga eigi þess kost að kjósa til sveitarstjórna utan kjörfundar í sinni heimabyggð.