225. fundur 12. febrúar 2019 kl. 16:30 - 21:41 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
 • Garðar Svansson (GS)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Lokaður dagskrárliður.

Boð hefur borist frá SSV um fræðsluferð sveitarstjórnarmanna til Danmerkur 23.-26. apríl nk. Lagt til að Grundarfjarðarbær sendi þrjá fulltrúa í ferðina.

Samþykkt samhljóða.

Jafnframt var kynnt að Lánasjóður ísl. sveitarfélaga óskar eftir tilnefningum í stjórn sjóðsins.

Þá var rætt um fyrirhugaðar stofnana- og fyrirtækjaheimsóknir á næstunni.

2.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Lokaður dagskrárliður.

Rætt m.a. um fjölgun á komum skemmtiferðaskipa til Grundarfjarðar, en bókaðar eru 53 komur skemmtiferðaskipa á þessu ári í Grundarfjarðarhöfn. Jafnframt rætt um tækifæri sem því fylgja.

3.Menningarnefnd - 20

Málsnúmer 1812001FVakta málsnúmer

 • Menningarnefnd - 20 Á síðasta fundi nefndarinnar var rætt um að mikilvægt væri að ná utan um það hvað fælist í safni Bærings. Bæjarstjóri fól Sunnu Njálsdóttur, forstm. Bókasafns, að taka saman yfirlit um það efni sem safn Bærings inniheldur. Gögn frá Sunnu voru lögð fram á fundinum.
  Nefndin fór yfir og ræddi um yfirlitið. Nefndin fagnar fram komnu yfirliti og þakkar fyrir það. Yfirlitið nýtist nefndinni og öðrum til að ná yfirsýn yfir efni Bæringssafnsins og við að greina brýnustu viðfangsefnin. Nefndin mun vinna með þetta áfram og nýta, til að ákveða næstu skref við að gera ljósmyndir Bærings aðgengilegar almenningi.
  Bókun fundar Allir tóku til máls.
 • Menningarnefnd - 20 Erindi lagt fram frá síðasta ári. Haft til hliðsjónar við afgreiðslu á lið nr. 1.
  Bæjarstjóri er í sambandi við málsaðila.

 • Menningarnefnd - 20 Nefndin ræddi um möguleg verkefni sem hægt væri að sækja um í Uppbyggingarsjóð Vesturlands, sbr. einnig fyrri umræður á vettvangi nefndarinnar. Nefndin hefur haft samband við ýmsa aðila sem gætu nýtt sér að sækja um í sjóðinn.

  Bæjarstjóri heldur utan um umsóknir frá menningarnefnd í sjóðinn.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK og BÁ.

 • Menningarnefnd - 20 Á aðventudegi Kvenfélagsins þann 2. des. sl. voru afhent verðlaun fyrir bestu ljósmyndir í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2018. Fyrstu verðlaun hlaut Mateusz M., önnur og þriðju verðlaun hlaut Kristín Halla Haraldsdóttir.
  Nefndin ræddi um reynslu af keppninni 2018 og að hverju þurfi að huga fyrir keppnina 2019.
  - Ákveðið var á síðasta fundi að tímabil samkeppninnar væri 1. des. 2018 til 1. nóv. 2019.
  - Þemað er "fegurð".
  - Sömu skilmálar gildi og verið hefur, en áréttað verði að myndin sé tekin á umræddu tímabili og innan sveitarfélagsins.
  - Nefndin mun skipa dómnefnd, sem kynnt verður snemma á árinu.
  - Nauðsynlegt er að minna á keppnina reglulega yfir árið.
  - 10 efstu myndirnar verða sýndar á aðventudeginum, þegar verðlaun verða veitt. Auk þess verði þær birtar á vef bæjarins.

 • Menningarnefnd - 20 Erindi frá grunnskólanum í Paimpol um sjálfboðaliðastarf í Erasmus-verkefni sem skólinn tekur þátt í. Lagt fram til kynningar.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK og BÁ.

 • Menningarnefnd - 20 Lagt fram erindi frá Sirkus Íslands sem leitar samstarfs hjá bæjarfélögum um aðstöðu fyrir sirkusráðstefnu sem mögulega verði haldin á komandi hausti. Einkum er leitað eftir aðstoð við að finna svefn-og æfingaaðstöðu fyrir ráðstefnugesti.
  Nefndin er tilbúin til samstarfs, en vill gjarnan frekari upplýsingar. Til skoðunar.

 • 3.7 1901017 Hönnunar Mars 2019
  Menningarnefnd - 20 Lagt fram erindi Hönnunarmiðstöðvar Íslands ehf. um Hönnunarmars, sem fram fer 28.-30. mars nk. Lokafrestur umsókna fyrir þátttöku í HönnunarMars er 25.janúar, en fyrra umsóknarferli lauk í nóvember. Nefndin hvetur hönnuði til að kynna sér möguleika á þátttöku, þá einkum með næsta ár í huga, og hvetur fólk til að mæta á viðburði Hönnunarmars.

4.Hafnarstjórn - 3

Málsnúmer 1901002FVakta málsnúmer

 • Hafnarstjórn - 3 Rætt var um opnun tilboða í sjófyllingu, fyrsta áfanga lengingar Norðurgarðs Grundarfjarðarhafnar, sem fram fór í gær, 22. janúar 2019.
  Eitt tilboð barst, frá Björgun, og Vegagerðin yfirfer nú tilboðsgögn.
  Málið kemur til afgreiðslu hjá hafnarstjórn þegar niðurstöður liggja fyrir.


  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og GS.
 • Hafnarstjórn - 3 Kynnt drög að verkefnalista vegna framkvæmdar við lengingu Norðurgarðs, sem hafnarstjóri hafði tekið saman.

 • Hafnarstjórn - 3 Lagt fram erindi SH 55 slf. um að felldir verði niður tveir reikningar vegna álagðra farþegagjalda á tvo útsýnisbáta fyrirtækisins á árinu 2018. Fyrirtækið telur að höfnin hafi ekki stoð í gjaldskrá sinni til gjaldtökunnar og hefur hafnað greiðslu reikninganna.
  Bæjarstjóra falið að leggja frekari upplýsingar fyrir næsta fund hafnarstjórnar, í samræmi við umræður fundarins.

 • Hafnarstjórn - 3 Lagt fram og farið yfir yfirlit yfir fjárhag hafnarsjóðs, tekjur og gjöld 2018.
  Hafnarstjóra þakkað fyrir gott utanumhald í rekstri og starfsemi hafnarinnar.

 • Hafnarstjórn - 3 Hafnarstjóri sagði frá markaðs- og kynningarstarfi hafnarinnar. Hafnarstjórn ræddi áform um starf ársins.
  Hafnarstjóri sagði frá því að þegar séu bókaðar 53 komur skemmtiferðaskipa í Grundarfjarðarhöfn á komandi sumri. Síðastliðið sumar voru komur skemmtiferðaskipa samtals 28.

 • Hafnarstjórn - 3 Umhverfisstofnun hefur staðfest endurskoðaða áætlun Grundarfjarðarhafnar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og framleifa frá skipum, sbr. 6. gr. rglg. nr. 1200/2014.
  Bréf stofnunarinnar um staðfestinguna lagt fram til kynningar.
  Endurskoða þarf áætlunina á þriggja ára fresti.

 • Hafnarstjórn - 3 Þinggerð frá síðasta hafnasambandsþingi lögð fram til kynningar.

 • Hafnarstjórn - 3 Ályktun 41. hafnasambandsþings, 2018, um öryggi í höfnum lögð fram til kynningar.
  Grundarfjarðarhöfn hefur unnið öryggisáætlun sína, sem er reglulega endurskoðuð. Hafnarstjórn ræddi hvernig höfnin getur gert enn betur í öryggismálum.

 • Hafnarstjórn - 3 Fundargerð lögð fram til kynningar.

 • Hafnarstjórn - 3 Lagt fram til kynningar.

 • Hafnarstjórn - 3 Lagt fram til kynningar minnisblað hafnarstjóra Faxaflóahafna um stöðu landtenginga í höfnum landsins.

5.Bæjarráð - 524

Málsnúmer 1812003FVakta málsnúmer

 • Bæjarráð - 524 Hildur Sæmundsdóttir, Patricia Laugesen og Anna Júlía Skúladóttir, f.h. Fellaskjóls sátu fundinn undir þessum lið. Í upphafi var þeim þakkað fyrir vel unnin störf við rekstur heimilisins.

  Umræður um framkvæmdir við stækkun dvalarheimilisins og fjármögnun þeirra. Stjórn Dvalarheimilisins Fellaskjóls og Grundarfjarðarbær munu skoða betur möguleika á auknu framlagi til framkvæmdanna frá ríkinu.

  Fellaskjól hefur sótt um heimildir fyrir þremur nýjum hjúkrunarrýmum til heilbrigðisyfirvalda, en verið hafnað. Þörfin er mikil þar sem átta manns eru á biðlista fyrir hjúkrunarrými.

  Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar lýsir yfir áhyggjum af þessari stöðu og augljósum skorti á viðbótarhjúkrunarrýmum. Með hækkandi aldri bæjarbúa hefur skapast aukin þörf á slíkum úrræðum.

  Rætt um fjárframlag bæjarins til Fellaskjóls, en Grundarfjarðarbær mun veita styrk til heimilisins sem nemur afborgunum húsnæðislána vegna viðbyggingarinnar. Auk þess liggur fyrir samþykkt um fjárstyrk vegna byggingaleyfisgjalda nýbyggingarinnar.

  Bæjarráð leggur til að veittur sé styrkur til Fellaskjóls vegna gatnagerðargjalda nýbyggingarinnar.

  Samþykkt samhljóða.

  Bæjarstjóra falið að endurskoða samning við Fellaskjól um matarsendingar til eldri borgara, í samráði við forstöðumann heimilisins.

  Samþykkt samhljóða.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, SÞ, HBÓ, HK, GS og BÁ.
 • 5.2 1901021 Lausafjárstaða
  Bæjarráð - 524 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
 • 5.3 1804051 Greitt útsvar 2018
  Bæjarráð - 524 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-desember 2018. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar í Grundarfirði hækkað um 10,4% milli áranna 2017 og 2018.
 • Bæjarráð - 524 Lagt fram yfirlit sem sýnir samþykkta launaáætlun 2018, raunlaun ársins og mismun áætlunar og raunlauna niður á deildir. Launagreiðslur ársins voru 3,2 millj. kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir.
 • Bæjarráð - 524 Launakrafa fv. skipulags- og byggingafulltrúa, krafa um lausnarlaun í kjölfar starfsloka.

  Bókað í trúnaðarmálabók.
 • Bæjarráð - 524 Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV), dags. 3. janúar sl. ásamt drögum að velferðarstefnu Vesturlands. Óskað er umsagnar um velferðarstefnuna fyrir 15. febrúar nk.

  Bæjarráð fagnar því að unnin sé velferðarstefna fyrir Vesturland sameiginlega. Umræður urðu um stefnudrögin. Bæjarráð felur bæjarstjóra að birta stefnudrögin á vefsíðu bæjarins og gefa íbúum og öðrum hagsmunaaðilum kost á að senda inn ábendingar og athugasemdir. Afgreiðslu vísað til febrúarfundar bæjarstjórnar.

  Samþykkt samhljóða.

 • Bæjarráð - 524 Lögð fram til kynningar ársskýrsla Persónuverndar 2017.

 • Bæjarráð - 524 Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna breytinga á kjarasamningi Skólastjórafélags Íslands og Samninganefndar sveitarfélaga.
 • Bæjarráð - 524 Lagður fram til kynningar samningur við Útilegukortið ehf.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS og BÁ.
 • Bæjarráð - 524 Lagt fram til kynnningar fundarboð Uppbyggingarsjóðs EES sem haldinn verður 25. janúar nk.
 • Bæjarráð - 524 Lagt fram til kynningar bréf Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 21. janúar sl. varðandi áður sent svarbréf bæjarins um fjárhagsáætlun ársins 2016.

6.Skólanefnd - 146

Málsnúmer 1811008FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK og GS.
 • Leikskólastjóri og fulltrúar foreldra og starfsfólks voru boðnar velkomnar á fundinn.
  Fyrir fundinum lágu ýmis gögn frá leikskólastjóra.

  Skólanefnd - 146 Leikskólastjóri sagði frá helstu þáttum í starfsemi skólans, m.a. hvað varðar starfsmannamál, fjölda nemenda o.fl. Hún sagði að ný námsskrá væri að verða tilbúin og sagði frá breytingum á dvalarsamningi o.fl. vegna persónuverndarlaga.
  Matráðar voru á námskeiði í síðustu viku, og fyrir dyrum stendur skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk. Verið er að skipuleggja námskeið fyrir deildarstjóra. Starfsdagur verður í maí hjá Leikskóla og Eldhömrum - ætlunin er að fara í kynnisferð á leikskólana í Borgarbyggð.
  Rætt var um að inntökureglur bæjarins fyrir Leikskólann Sólvelli verði jafnframt látnar ná yfir Eldhamra.
  Leikskólastjóri lagði fram drög að starfsreglum um sérkennslu, sem skilgreina fjóra flokka til grundvallar sérkennslustundum. Nefndin fagnaði framlögðum drögum leikskólastjóra og mun taka þær til afgreiðslu síðar.
  Rætt um sumarleyfi í leikskólanum og um Dag leikskólans 6. febrúar nk.
  Leikskólastjóra var þökkuð greinargóð yfirferð og gögn.

 • Fyrir fundinum lágu gögn frá skólastjóra grunnskólans.

  Skólanefnd - 146 Rætt um ýmis mál, m.a. út frá upplýsingum skólastjóra.

 • Skólanefnd - 146 Rætt um efni fjölskyldustefnu og gagnsemi hennar, í tengslum við endurskoðun hennar. Nefndin mun á næsta fundi setja niður helstu áherslur sínar vegna endurskoðunarinnar.


 • 6.4 1809028 Skólastefna
  Skólanefnd - 146 Fyrir fundinum lá vinnuskjal sem formaður nefndarinnar hafði tekið saman. Skjalið gefur yfirlit um hlutverk og skyldur nefndarinnar og þær upplýsingar sem nefndin þarf að óska eftir frá skólunum, í samræmi við lög um þá.
  Fram kom að bæjarstjóri og formaður hittu leik- og grunnskólastjóra um miðjan desember sl. og fóru yfir gátlista Sambands ísl. sveitarfélaga um lagalega eftirlitsþætti í leik- og grunnskólastarfi. Skólastjórar munu gefa upplýsingar um stöðu þessara þátta í skólastarfinu og nefndin mun í framhaldinu leggja mat á þessa þætti.


 • Starfsskýrsla skólastjóra lá fyrir fundinum.

  Skólanefnd - 146
 • Lagt fram til kynningar.
  Skólanefnd - 146
 • Lagt fram til kynningar.

  Skólanefnd - 146
 • Lagt fram til kynningar.

  Skólanefnd - 146
 • Lagt fram til kynningar. Einnig rætt undir liðum 1 og 2.

  Skólanefnd - 146
 • Lagt fram til kynningar.

  Skólanefnd - 146

7.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 88

Málsnúmer 1901003FVakta málsnúmer

 • 7.1 1810008 Markmið íþrótta- og æskulýðsnefndar
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 88 Áframhaldandi umræða var um markmið og verkefni nefndarinnar.
  Undir þessum lið var m.a. rætt um forvarnir og var skólastjóri grunnskólans gestur undir þeim lið. Grunnskólinn mun taka undir boð forvarnafulltrúa FSN um að sameinast um að fá fyrirlesara í heimsókn, fyrir nemendur FSN og nemendur á unglingastigi grunnskólans.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, UÞS og BÁ.
 • 7.2 1810006 Samskipti og kynning íþróttafélaga hjá íþr. og æskulýðsnefnd
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 88 Fyrirhugaður er fundur nefnda bæjarins með félagasamtökum í íþrótta-, félags- og menningarstarfi. Rætt um framkvæmd, en unnið er að undirbúningi.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS og BÁ.

 • 7.3 1902015 Sumarnámskeið fyrir börn 2019
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 88 Rætt um fyrirkomulag á sumarnámskeiðum fyrir börn og nýbreytni í framkvæmd þeirra.
  Nefndin leggur til að í ár verði námskeið í tvær vikur eftir skólalok, þ.e. 3. -14. júní, og tvær vikur í ágúst, þ.e. 6. til 14. ágúst. Æskilegt er að námskeið séu bæði fyrir og eftir hádegi, þ.e. frá 9-12 og 13-16.
  Nefndin leggur til eftirfarandi hugmyndir sem vinna mætti með:
  - Leitast verði við að hafa námskeiðin fjölbreytt og fræðandi
  - Leitað verði eftir samvinnu við félagasamtök um aðkomu og umsjón með ákveðnum þáttum
  - Leitast verði við að finna einstaklinga sem hafa áhuga á að leggja námskeiðunum lið, t.d. með kennslu, fræðslu eða afþreyingu.
  - Ennfremur að leita eftir samstarfi við félag eldri borgara og áhugasama einstaklinga, sbr. umræður fundarins - til nánari útfærslu.

  Bæjarstjóri sjái um að koma undirbúningi af stað.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK og GS.
 • 7.4 1808016 Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 88 Áframhaldandi umræða varð um áherslur og skilaboð nefndarinnar við endurskoðun fjölskyldustefnu. Rætt var um forvarnir í víðu samhengi, um gæði í samfélagi, mikilvægi þess að kynslóðir eigi samskipti og miðli hver til annarrar, um að allir hafi hlutverk í samfélaginu, o.fl. Efnið mun nýtast við undirbúning fundar með félagasamtökum og inní frekari umræðu um fjölskyldustefnu.

  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, UÞS og BÁ.
 • 7.5 1901008 SSV - Velferðarstefna Vesturlands
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 88 Drög að velferðarstefnu Vesturlands eru í kynningar- og umsagnarferli hjá sveitarfélögum á Vesturlandi. Bæjarstjórn auglýsti drögin og bauð uppá umsagnir eða ábendingar.
  Nefndin hefur farið yfir stefnudrögin og lýsir ánægju með efni þeirra. Nefndin telur að margt í stefnudrögunum eigi samhljóm með t.d. fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar og markmiðum nefndarinnar, t.d. hvað varðar forvarnir. Ýmis markmið og leiðir í stefnunni nýtist því vel í starfi íþrótta- og æskulýðsnefndar. Nefndin mun fylgjast með framhaldinu og nýta sér stefnuna þegar hún verður fullbúin.

 • 7.6 1902013 ÍSÍ - Viðburðir 2019
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 88 Lagt fram til kynningar og rætt yfirlit ÍSÍ og UMFÍ 2019 um viðburði sem ýta undir hreyfingu almennings.

 • 7.7 1902014 HSH - Verndum þau, námskeið 13. feb. 2019
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 88 Lagt fram til kynningar boð um þátttöku á námskeiði fyrir fólk sem vinnur með börnum, þann 13. febrúar nk. í húsnæði FSN.

 • 7.8 1901018 Ráðstefna um ofbeldi í íþróttum 30. janúar
  Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 88 Lagt fram til kynningar.

8.SSV, fundargerð 140. stjórnarfundar

Málsnúmer 1902019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 140. fundar stjórnar SSV frá 20. september 2018.

9.SSV, fundargerð 141. stjórnarfundar

Málsnúmer 1902020Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 141. fundar stjórnar SSV frá 7. nóvember 2018.

10.SSV, fundargerð 142. stjórnarfundar

Málsnúmer 1902021Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 142. fundar stjórnar SSV frá 12. desember 2018.

11.SSV - Velferðarstefna Vesturlands

Málsnúmer 1901008Vakta málsnúmer


SSV hefur óskað eftir umsögn um drög að Velferðarstefnu Vesturlands, sem starfshópur á vegum samtakanna hefur útbúið.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni með framkomin drög að velferðarstefnu Vesturlands. Bæjarstjórn telur að stefnan nýtist vel í samstarfi sveitarfélaga á Vesturlandi, í starfi bæjarins og nefnda hans.

Bæjarstjórn leggur til að áréttað verði í markmiðum að tryggt sé öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Ennfremur að bætt verði við ákvæði um samstarf HVE og sveitarfélaga um framtíðarsýn og þróun við útfærslu heilsugæsluþjónustu á svæðinu. 

Samþykkt samhljóða.

12.Alþingi - Umsögn um heilbrigðisstefnu til 2030

Málsnúmer 1902016Vakta málsnúmer

Nefndasvið Alþingis óskar eftir umsögnum um Heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Umsagnir skal senda fyrir 1. mars nk.

Eftir umræður felur bæjarstjórn bæjarráði að senda inn umsögn um heilbrigðisstefnuna.

Samþykkt samhljóða.

13.Alþingi - Frumvarp um breytingar á sveitarstjórnarlögum (kosningaaldur)

Málsnúmer 1902023Vakta málsnúmer

Nefndasvið Alþingis óskar eftir umsögnum um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna. Umsagnir skal senda eigi síðar en 21. febrúar nk.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn er hlynnt þeirri breytingu sem frumvarpið boðar um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna í 16 ár. Meginrökin fyrir breytingunni séu þau að frá sama aldri þurfi ungmenni að greiða tekjuskatt af tekjum sínum líkt og fullorðnir. Ákveðið samræmi sé því tryggt milli skattskyldu og kosningaréttar.

Að gefnu tilefni skorar bæjarstjórn jafnframt á flutningsmenn frumvarpsins að tryggja það í lögum, að íbúar sveitarfélaga eigi þess kost að kjósa til sveitarstjórna utan kjörfundar í sinni heimabyggð.

14.Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1808016Vakta málsnúmer


Umræður fóru fram um vinnuna framundan við endurskoðun fjölskyldustefnu, við stefnu um menningarmál, vinnu með íþróttafélögum við að skoða uppbyggingu íþróttamannvirkja til framtíðar, skólastefnu o.fl. Rætt um hvort og hvernig mætti samþætta bæði vinnu og framsetningu á þessum stefnum.

Allir tóku til máls.

Frekari umræðu og úrvinnslu vísað til bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

15.Starfsreglur um ráðningu starfsmanna

Málsnúmer 1902022Vakta málsnúmer

Lagðar fram og ræddar starfsreglur bæjarstjórnar Grundarfjarðar við ráðningu starfsmanna frá 2014 m.t.t. endurskoðunar reglnanna.

Til máls tóku JÓK, BÁ, UÞS, SÞ, GS, BS og HK.

Bæjarstjóra falið að gera tillögur að breytingum á reglunum, sem síðan yrðu lagðar fyrir bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

16.Reykjavíkurborg - Samstarf um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa

Málsnúmer 1901039Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar frá 15. janúar sl., þar sem óskað er samstarfs um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa. Þar kemur fram að sett hafi verið gjaldskrá sem gildir frá 1. janúar 2019, fyrir gistingu í skýlunum fyrir íbúa annarra sveitarfélaga en Reykjavíkur.

Jafnframt lögð fram drög að samningi velferðarsviðs og bæjarins.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að ganga frá samningnum.

Samþykkt samhljóða.

17.Rekstrarleyfi Samkomuhúss Grundarfjarðar

Málsnúmer 1902004Vakta málsnúmerLagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 18. janúar 2019 þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar um umsókn Samkomuhúss Grundarfjarðar, Sólvöllum 3, um rekstur veitingastaðar í flokki III. Jafnframt lagt fram starfsleyfi Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

18.Boðun XXXIII. landþings Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1901042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð á 33. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldið verður föstudaginn 29. mars nk. Í tengslum við landsþingið verður aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga haldinn.

19.Byggðastofnun - Skýrsla um hagvöxt landshluta 2008-2016

Málsnúmer 1901043Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Byggðastofnunar um hagvöxt landshluta 2008-2016.

20.Byggðastofnun - Orkukostnaður

Málsnúmer 1901044Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla Byggðastofnunar um samanburð á orkukostnaði heimila 2018.

21.SSV - Fundur oddvita, bæjar- og sveitarstjóra á Vesturlandi

Málsnúmer 1902005Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar oddvita, bæjar- og sveitarstjóra á Vesturlandi, sem haldinn var 28. janúar sl.

22.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1901020Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 21:41.