Málsnúmer 1903001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 227. fundur - 11.04.2019

 • .1 1903039 Malbik 2019
  Davíð Örn Jónsson, aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa, sat fundinn undir þessum lið.
  Bæjarráð - 526 Lagt var fram yfirlit verkstjóra áhaldahúss og aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa um áætlaða þörf fyrir endurbætur (yfirlögn) á malbiki.
  Fyrir liggur tilboð frá Malbikun Akureyrar, sem mun setja upp malbikunarstöð á Snæfellsnesi í sumar.
  Farið var yfir yfirlitið og rætt um framkvæmdir, sem reiknaðar hafa verið til verðs, m.v. fyrirliggjandi tilboð.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í malbikun á allt að 5500 m2 af götum með viðgerðaryfirlögn innanbæjar, með fyrirvara um nánari skoðun á m2-fjölda einstakra verka. Undirbúin verði tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun á næsta bæjarstjórnarfundi.

  Varðandi yfirborðsfrágang nýrrar götu milli Nesvegar og Sólvalla ("Framnesvegar") liggur fyrir verðsamanburður á malbiki og steypu. Með vísan í það að álag og þungaumferð um götuna verður mikil, þá samþykkir bæjarráð að gatan verði steypt. Bæjarstjóra falið að koma því verki í útboð.
  Bókun fundar Vísað til tillögu um gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins, sbr. lið nr. 9 á dagskrá þessa fundar.


 • Bæjarráð - 526 Fyrir liggur tillaga frá SSV um kostnaðarskiptingu vegna ráðningar í tímabundið starf verkefnisstjóra Almannavarnanefndar Vesturlands, frá 1. júní 2019 til 31. maí 2020.
  Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) ráða verkefnisstjóra til starfa. Sveitarfélögin á Vesturlandi greiða hluta kostnaðar, eða samtals kr. 3.500.000. Sveitarfélögin skipta launakostnaði á milli sín þannig:
  Hvert sveitarfélag greiðir kr. 150.000 í fasta greiðslu, en kostnaði að upphæð kr. 2.000.000 verður skipt á milli sveitarfélaganna á Vesturlandi eftir íbúafjölda þeirra þann 1. janúar 2019.

  Samþykkt samhljóða.

 • Lögð fram verkefnistillaga og verðtilboð frá Capacent.
  Bæjarráð - 526 Farið yfir fyrirliggjandi verkefnistillögu Capacent að vinnu með bænum að því að móta mótun heildarstefnu.
  Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga hjá Capacent um tillöguna.

 • Bæjarráð - 526 Lagt er til að skoðaðir verði möguleikar á frekari opnun leikskóla yfir sumartíma frá og með árinu 2020 og að metinn verði sá kostnaður sem því fylgir. Slíkt fyrirkomulag miði að því að foreldrar leikskólabarna og starfsfólk leikskóla hafi aukið val um hvenær þeir taki sumarfrí en börn fengju að lágmarki fjögurra vikna samfellt sumarfrí.

  Samþykkt samhljóða að óska eftir kostnaðarmati bæjarskrifstofu og leita umsagnar skólanefndar og leikskólastjóra.


 • Bæjarráð - 526 Fyrir liggur hugmynd Golfklúbbsins Vestarrs um að taka að sér rekstur tjaldsvæðis Grundarfjarðarbæjar sumarið 2019.
  Ennfremur voru lagðar fram niðurstöður úr rekstri tjaldsvæðis sl. þrjú sumur.
  Í sumar verður tjaldsvæðið með í Útilegukortinu. Tekjumódel svæðisins verður með breyttu sniði þess vegna, auk þess sem það getur þýtt breytingar á þjónustuþyngd á svæðinu.
  Bæjarráð tekur jákvætt í að hugmyndin verði skoðuð fyrir sumarið 2020.

  Samþykkt samhljóða.


 • .6 1902049 Framkvæmdir 2019
  Davíð Örn Jónsson, aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa, sat fundinn undir þessum lið.

  Bæjarráð - 526 Davíð sagði frá því að foktjón hefði orðið á þaki verknámshúss sl. mánudag, 25. mars sl. og sýndi myndir af því. Tjónið hefur verið tilkynnt til tryggingarfélags bæjarins. Skemmdir og áætlun um viðgerðir verður metin þegar færi gefst.


 • Lagt fram til kynningar. Bæjarráð - 526 Bæjarráð mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar um að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitafélaga á árinu 2020 um 2,8 milljarða.
  Þessi mikla skerðing mun hafa mikil áhrif á tekjur sveitarfélaga sem nú þegar eiga undir högg að sækja.

  Bæjarráð hvetur ríkisstjórnina til þess að endurskoða áform sín um að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
  Bókun fundar Allir tóku til máls.

  Bæjarstjórn tekur undir ályktun bæjarráðs.
 • Lagt fram til kynningar. Bæjarráð - 526
 • Lagt fram til kynningar.
  Bæjarráð - 526
 • Lagt fram til kynningar.
  Bæjarráð - 526
 • Lagt fram til kynningar. Bæjarráð - 526
 • Lagt fram til kynningar.
  Bæjarráð - 526 Bókun fundar Til máls tóku JÓK og HK.
 • Lagt fram til kynningar. Bæjarráð - 526
 • Lagt fram til kynningar. Bæjarráð - 526
 • Lagt fram til kynningar. Bæjarráð - 526