227. fundur 11. apríl 2019 kl. 16:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
 • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
 • Signý Gunnarsdóttir (SG)
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Jónas Gestur Jónasson, lögg. endurskoðandi og Marinó Mortensen, frá Deloitte, sátu fundinn undir lið 7.

Forseti setti fund og bauð Runólf J. Kristjánssson velkominn á sinn fyrsta bæjarstjórnarfund.

Gengið var til dagskrár.

1.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Lokaður dagskrárliður.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Lokaður dagskrárliður.

3.Skólanefnd - 147

Málsnúmer 1902004FVakta málsnúmer

 • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskólans sat fundinn undir þessum lið. Auk hans sat fundinn Anna Kristín Magnúsdóttir fulltrúi kennara.
  Skólanefnd - 147 Skólastjóri gerði grein fyrir málefnum grunnskólans. Hann fór yfir niðurstöður úr Skólapúlsinum, könnun sem gerð er tvisvar á ári meðal nemenda og einu sinni á ári meðal foreldra og starfsfólks grunnskóla. Könnunin er hluti af innra mati grunnskólans og endurspeglar sýn svarenda á ýmsa þætti í skólastarfinu, s.s. virkni nemenda í skólanum, líðan og heilsu (í og utan skóla), skóla- og bekkjaranda, heimastuðning, foreldrasamstarf, aðstöðu og þjónustu og opin svör.

  Nefndin telur æskilegt að íþrótta- og æskulýðsnefnd skoði þá þætti í könnuninni sem snúa að hreyfingu og heilsu.

  Rætt var um ýmis atriði sem fram koma í könnuninni. Auk þess rætt um málefni og aðstöðu heilsdagsskóla.

  Rætt var um reglur Grundarfjarðarbæjar um námsleyfi (grunnnám), sbr. lið nr. 4 á dagskránni, en skólanefnd hefur verið falið að gera tillögu að endurskoðun reglnanna. Grunnskólinn er með sérstakar reglur um stuðning við kennara í framhaldsnámi. Nefndin mun taka þær reglur og sameina við reglurnar um námsleyfi.

 • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskólans sat fundinn undir þessum lið.

  Skólanefnd - 147 Skólastjóri gerði grein fyrir málefnum Eldhamra, m.a. breytingum á nemendafjölda.

 • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskólans sat fundinn undir þessum lið.

  Skólanefnd - 147 Minnispunktar skólastjóra um málefni Tónlistarskólans lágu fyrir fundinum.

 • Bæjarstjórn hefur samþykkt að endurskoða Reglur um styrki til kennaranema og hefur óskað eftir tillögu frá skólanefnd. Skólanefnd - 147 Umræða fór fram um reglurnar, sbr. einnig umræðu undir lið nr. 1 þar sem skólastjóri gerði grein fyrir framkvæmd reglnanna.
  Nefndin mun afla upplýsinga frá leikskólastjóra um framkvæmd reglnanna í leikskólanum. Nefndin telur rétt að bíða með að gera tillögu að endurskoðuðum reglum þar til fyrir liggja tillögur sem menntamálaráðherra hefur boðað um stuðning við kennaranema í grunnnámi.

 • Skólanefnd - 147 Lagt fram til kynningar.

 • Skólanefnd - 147 Lagt fram til kynningar.

4.Bæjarráð - 526

Málsnúmer 1903001FVakta málsnúmer

 • 4.1 1903039 Malbik 2019
  Davíð Örn Jónsson, aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa, sat fundinn undir þessum lið.
  Bæjarráð - 526 Lagt var fram yfirlit verkstjóra áhaldahúss og aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa um áætlaða þörf fyrir endurbætur (yfirlögn) á malbiki.
  Fyrir liggur tilboð frá Malbikun Akureyrar, sem mun setja upp malbikunarstöð á Snæfellsnesi í sumar.
  Farið var yfir yfirlitið og rætt um framkvæmdir, sem reiknaðar hafa verið til verðs, m.v. fyrirliggjandi tilboð.

  Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í malbikun á allt að 5500 m2 af götum með viðgerðaryfirlögn innanbæjar, með fyrirvara um nánari skoðun á m2-fjölda einstakra verka. Undirbúin verði tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun á næsta bæjarstjórnarfundi.

  Varðandi yfirborðsfrágang nýrrar götu milli Nesvegar og Sólvalla ("Framnesvegar") liggur fyrir verðsamanburður á malbiki og steypu. Með vísan í það að álag og þungaumferð um götuna verður mikil, þá samþykkir bæjarráð að gatan verði steypt. Bæjarstjóra falið að koma því verki í útboð.
  Bókun fundar Vísað til tillögu um gerð viðauka við fjárhagsáætlun ársins, sbr. lið nr. 9 á dagskrá þessa fundar.


 • Bæjarráð - 526 Fyrir liggur tillaga frá SSV um kostnaðarskiptingu vegna ráðningar í tímabundið starf verkefnisstjóra Almannavarnanefndar Vesturlands, frá 1. júní 2019 til 31. maí 2020.
  Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) ráða verkefnisstjóra til starfa. Sveitarfélögin á Vesturlandi greiða hluta kostnaðar, eða samtals kr. 3.500.000. Sveitarfélögin skipta launakostnaði á milli sín þannig:
  Hvert sveitarfélag greiðir kr. 150.000 í fasta greiðslu, en kostnaði að upphæð kr. 2.000.000 verður skipt á milli sveitarfélaganna á Vesturlandi eftir íbúafjölda þeirra þann 1. janúar 2019.

  Samþykkt samhljóða.

 • Lögð fram verkefnistillaga og verðtilboð frá Capacent.
  Bæjarráð - 526 Farið yfir fyrirliggjandi verkefnistillögu Capacent að vinnu með bænum að því að móta mótun heildarstefnu.
  Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga hjá Capacent um tillöguna.

 • Bæjarráð - 526 Lagt er til að skoðaðir verði möguleikar á frekari opnun leikskóla yfir sumartíma frá og með árinu 2020 og að metinn verði sá kostnaður sem því fylgir. Slíkt fyrirkomulag miði að því að foreldrar leikskólabarna og starfsfólk leikskóla hafi aukið val um hvenær þeir taki sumarfrí en börn fengju að lágmarki fjögurra vikna samfellt sumarfrí.

  Samþykkt samhljóða að óska eftir kostnaðarmati bæjarskrifstofu og leita umsagnar skólanefndar og leikskólastjóra.


 • Bæjarráð - 526 Fyrir liggur hugmynd Golfklúbbsins Vestarrs um að taka að sér rekstur tjaldsvæðis Grundarfjarðarbæjar sumarið 2019.
  Ennfremur voru lagðar fram niðurstöður úr rekstri tjaldsvæðis sl. þrjú sumur.
  Í sumar verður tjaldsvæðið með í Útilegukortinu. Tekjumódel svæðisins verður með breyttu sniði þess vegna, auk þess sem það getur þýtt breytingar á þjónustuþyngd á svæðinu.
  Bæjarráð tekur jákvætt í að hugmyndin verði skoðuð fyrir sumarið 2020.

  Samþykkt samhljóða.


 • 4.6 1902049 Framkvæmdir 2019
  Davíð Örn Jónsson, aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa, sat fundinn undir þessum lið.

  Bæjarráð - 526 Davíð sagði frá því að foktjón hefði orðið á þaki verknámshúss sl. mánudag, 25. mars sl. og sýndi myndir af því. Tjónið hefur verið tilkynnt til tryggingarfélags bæjarins. Skemmdir og áætlun um viðgerðir verður metin þegar færi gefst.


 • Lagt fram til kynningar. Bæjarráð - 526 Bæjarráð mótmælir harðlega áformum ríkisstjórnarinnar um að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitafélaga á árinu 2020 um 2,8 milljarða.
  Þessi mikla skerðing mun hafa mikil áhrif á tekjur sveitarfélaga sem nú þegar eiga undir högg að sækja.

  Bæjarráð hvetur ríkisstjórnina til þess að endurskoða áform sín um að skerða framlög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
  Bókun fundar Allir tóku til máls.

  Bæjarstjórn tekur undir ályktun bæjarráðs.
 • Lagt fram til kynningar. Bæjarráð - 526
 • Lagt fram til kynningar.
  Bæjarráð - 526
 • Lagt fram til kynningar.
  Bæjarráð - 526
 • Lagt fram til kynningar. Bæjarráð - 526
 • Lagt fram til kynningar.
  Bæjarráð - 526 Bókun fundar Til máls tóku JÓK og HK.
 • Lagt fram til kynningar. Bæjarráð - 526
 • Lagt fram til kynningar. Bæjarráð - 526
 • Lagt fram til kynningar. Bæjarráð - 526

5.Bæjarráð - 527

Málsnúmer 1904001FVakta málsnúmer

 • 5.1 1806016 Kosning í nefndir og stjórnir skv. C. lið 47. gr. samþykkta um stjórn Grundarfjarðarbæjar.
  Bæjarráð - 527 Kjör fulltrúa á aðalfund Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi. Breyting frá 218. fundi bæjarstjórnar.
  Samkvæmt lögum SSV ber að kjósa fulltrúa til eins árs í senn og er kjörtímabil frá 1. júlí ár hvert.
  Fyrir tímabilið 1. júlí 2018 til 30. júní 2019 hafa verið kosin:

  Aðalmenn:
  Jósef Ó. Kjartansson
  Hinrik Konráðsson
  Unnur Þóra Sigurðardóttir

  Varamenn:
  Rósa Guðmundsdóttir
  Sævör Þorvarðardóttir
  Heiður Björk Fossberg Óladóttir

  Vegna vorfundar sem fer fram 3. apríl 2019 er samþykkt að Björg Ágústsdóttir verði fulltrúi í stað Jósefs Kjartanssonar.

  Samþykkt samhljóða.

6.Bæjarráð - 528

Málsnúmer 1904002FVakta málsnúmer

 • 6.1 1902049 Framkvæmdir 2019
  Bæjarráð - 528 Davíð Örn Jónsson aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa sat fundinn undir þessum lið.

  Fyrir bæjarráð eru lagðar nokkrar ákvarðanir sem snerta verklegar framkvæmdir á árinu, skv. fyrirliggjandi fylgiskjölum.

  A. Klæðning á suðurhlið elsta hluta grunnskólahúss, sem snýr út í sundlaugargarð.
  Fyrir lágu hugmyndir um nokkrar tegundir klæðningar og var farið yfir mismunandi kosti. Samþykkt að velja álklæðningu og var Davíð falið að afla frekari upplýsinga um liti og samsetningu. Gert er ráð fyrir því að val á klæðningu á þennan vegg verði síðan ráðandi fyrir frekari klæðningu á útveggjum skólans á næstu árum.

  B. Gluggar á suðurhlið íþróttahúss
  Fyrir lá tillaga um að loka gluggum á suðurhlið íþróttahússins. Gluggarnir leka og skapa vandamál. Rými innanhúss eru með góða lýsingu og því ekki talin þörf á að halda í gluggana. Rætt um að málning á suðurhliðinni muni hins fela í sér uppbrot á þessum fleti.
  Samþykkt tillaga um lokun glugga á suðurhlið íþróttahúss, efri og neðri.

  C. Verðkannanir á verklegum framkvæmdum
  Rætt um fyrirkomulag á verðkönnunum sem eru í undirbúningi fyrir verklegar framkvæmdir bæjarins á árinu.


  Bókun fundar Allir tóku til máls.


7.Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar 2018 - Fyrri umræða

Málsnúmer 1904001Vakta málsnúmer

Jónas Gestur Jónasson, lögg. endurskoðandi og Marinó Mortensen, frá Deloitte, sátu fundinn undir þessum lið. Þeir fóru yfir helstu tölur í ársreikningi 2018 við fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Allir tóku til máls.

Rekstrartekjur samstæðunnar voru 1.140,8 millj. kr., þar af voru 988,9 millj. kr. vegna A-hluta.

Rekstrarniðurstaða samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 43,5 millj. kr. en rekstarafkoma A hluta var jákvæð um 22,1 millj. kr.

Framlegðarhlutfall rekstrar af samanteknum ársreikningi var 13,1%.

Heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins voru 1.628,6 millj. kr. og skuldaviðmið 145,57% en var 135,64% árið áður.

Eigið fé sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi var 765,9 millj. kr. í árslok 2018 og eiginfjárhlutfall var 31,0% en var 32,5% árið áður.

Veltufé frá rekstri í samanteknum ársreikningi var 22,3 millj. kr. og handbært fé í árslok 107,6 millj. kr. en var 9,9 millj. kr. árið áður.

Tafla

Samþykkt samhljóða að vísa ársreikningi 2018 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

8.Jeratún ehf. - Beiðni um hlutafjáraukningu 2019

Málsnúmer 1903029Vakta málsnúmerLagt fram bréf dags. 19. mars sl. frá Jeratúni ehf. varðandi hlutafjáraukningu 2019. Hlutur Grundarfjarðarbæjar er 28% eða 1.120 þús. kr.

Samþykkt samhljóða umbeðin hlutafjáraukning í Jeratúni ehf., sem er í samræmi við áður samþykkta fjárhagsáætlun.

9.Fjárhagsáætlun 2019 - Viðauki

Málsnúmer 1809049Vakta málsnúmer

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2019, vegna malbiksframkvæmda, stefnumótunarvinnu og samnings Byggðasamlags Snæfellinga við Náttúrustofu Vesturlands vegna Earth Check.

Aukning fjárfestingar er 22 millj. kr. og hækkun kostnaðar í rekstri er 3.650 þús. kr., sem verður mætt með lántöku.

Allir tóku til máls.

Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2019 samþykktur samhljóða.

10.Beiðni um breytingu á aðalskipulagi

Málsnúmer 1904011Vakta málsnúmerLögð er fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015 vegna lengingar Norðurgarðs og tilheyrandi efnistöku í Lambakróarholti. Í breytingartillögunni eru lagðar til tvær breytingar; annars vegar að Norðurgarður verði lengdur til austurs um 130 metra með viðlegukanti og landfyllingu austan Nesvegar sem tengir Framnes og Norðurgarð; hins vegar að efnistökusvæði í Lambakróarholti verði stækkað um 29.000 m2 og heimilað að vinna um 70.000 m3 af lausu efni í lengingu á Norðurgarði og 70.000 m3 til viðbótar í hafnarframkvæmdir á næstu árum. Áætlað umfang efnistöku er því um 140.000 m3 alls.

Markmið með lengingu Norðurgarðs er að auka getu Grundarfjarðarhafnar til að taka á móti stórum skipum. Markmið með breytingu á efnistökusvæði í Lambakróarholti er að stytta flutningsvegalengdir á brimvarnar- og fyllingarefni úr námum og draga úr efnisflutningum í gegnum þéttbýlið í Grundarfirði og þar með draga úr útblæstri, rykmengun, kostnaði og slysahættu.

Framkvæmdirnar hafa hlotið málsmeðferð skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, annars vegar hjá Grundarfjarðarbæ og hins vegar hjá Skipulagsstofnun.

Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar fjallaði um lengingu Norðurgarðs í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 á fundi sínum 30. október 2017, sbr. skýrslu Vegagerðarinnar (2017) um lengingu Norðurgarðs og efnisnámur tengdar framkvæmdinni. Nefndin tók ákvörðun um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögunum. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu nefndarinnar á fundi sínum 1. nóvember 2017. Bæjarstjórn áréttar fyrri ákvörðun á grunni þess að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með vísan í það mat á umhverfisáhrifum sem kemur fram í skýrslu Vegagerðarinnar og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum.

Skipulagsstofnun fjallaði um efnistöku vegna lengingar Norðurgarðs á grundvelli 2. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum og var niðurstaða stofnunarinnar, sbr. ákvörðun dags. 11. apríl 2018 að efnistakan væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Bæjarstjórn hefur fjallað um framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi og telur að unnt sé að fara með hana á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga með þessum rökstuðningi:
- Breytingartillagan er í samræmi við það markmið í gildandi aðalskipulagi að „tryggja aðstöðu fyrir hafnsækna starfsemi án þess að skemma ásýnd hafnarinnar." Hún er jafnframt í samræmi við þá stefnu gildandi aðalskipulags að iðnaðarsvæði verði í Lambakróarholti þegar efnistöku lýkur þar.
- Breytingarnar sem tillagan felur í sér voru kynntar á vef Grundarfjarðarbæjar vorið 2018 og á opnu húsi í ágúst sama ár, sem hluti af nýju aðalskipulagi sem er í vinnslu. Kynningartími og athugasemdafrestur var frá 25.5.-10.9.2018. Tillagan var jafnframt send til umsagnaraðila á þessum tíma. Ekki bárust athugasemdir við vinnslutillöguna hvað þessar framkvæmdir varðar, ef frá er talin ábending Umhverfisstofnunar um að gera þurfi nánari grein fyrir umhverfisáhrifum landfyllingar við hafnargarð og hefur verið bætt úr því í framlagðri breytingartillögu.
- Framkvæmdirnar sem breytingartillagan tekur til, hafa hlotið málsmeðferð skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda og var niðurstaðan sú að þær væru ekki líklegar til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldu því ekki háðar mati á umhverfisáhrifum skv. lögunum.
- Um er að ræða lengingu hafnargarðs sem þegar er fyrir hendi.
- Um er að ræða efnistöku á svæði þar sem er opin náma og aðliggjandi er núverandi og framtíðariðnaðarsvæði sem stækkað verður yfir á efnistökusvæðið þegar efnistöku lýkur. Efnistakan verður vegna lengingar Norðurgarðs og svo aftur síðar vegna annarra tímabundinna hafnarframkvæma og áhrif hennar á íbúa eru því tímabundin. Í skipulagstillögunni eru sett skilyrði um tilhögun efnistöku þannig að hún valdi sem minnstum umhverfisáhrifum og ónæði fyrir íbúa og frekari skilyrði verða sett í framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni, s.s. hvað varðar vinnutíma og frágang, sbr. mótvægisaðgerðir sem koma fram í skýrslu Vegagerðarinnar frá 2017 um efnisnámur vegna lengingar á Norðurgarði í Grundarfirði á vegum Grundarfjarðarhafnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi á grundvelli 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga að því gefnu að Skipulagsstofnun fallist á framangreindan rökstuðning. Að öðrum kosti verði tillagan auglýst á grundvelli 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar í samræmi við 30. gr. skipulagslaga.

Til máls tóku JÓK, HK, UÞS og BÁ.

11.Samráðsgátt - Drög að rglg. um tímabundnar lokanir á veiðisvæðum á grunnslóð

Málsnúmer 1904013Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að reglugerð á kynningu í Samráðsgátt um tímabundnar lokanir veiðisvæða á grunnslóð við Ísland.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar mótmælir harðlega þeim fyrirætlunum sem fram koma í 7. gr. draga að reglugerð um tímabundnar lokanir á veiðisvæðum á grunnslóð við Ísland, sem auglýst voru í Samráðsgátt þann 2. apríl 2019. Greinin fjallar um bann við veiðum með línu og fiskibotnvörpu á tilgreindu svæði á norðanverðum Breiðafirði.

Breytingin kæmi sérlega illa niður á byggðarlaginu í Grundarfirði, þar sem hún snertir öll togskip sem gerð eru út héðan og önnur skip sem stunda veiðislóðina og hér landa.

Breytingin felur í sér stækkun á bannsvæði fyrir veiðar með línu og fiskibotnvörpu á norðanverðum Breiðafirði. Bæjarstjórn telur að lokunin eigi ekki við rök að styðjast hvað varðar veiðar með fiskibotnvörpu.

Tilgangur reglugerðarbreytingarinnar er að loka svæðum þar sem mest hefur verið um skyndilokanir eða smáfisk. Ekki verður séð að þessum tilgangi sé þjónað með útilokun veiða með fiskibotnvörpu, þar sem á rúmum áratug hefur einungis einu sinni komið til lokunar veiðisvæðisins vegna veiða með fiskibotnvörpu. Sú lokun var gerð árið 2008.

Bæjarstjórn leggur því til að orðin „og fiskibotnvörpu“ verði felld út úr texta 7. greinar reglugerðarinnar.

12.Jeratún ehf. - Fundargerð stjórnarfundar og ársreikningur 2018

Málsnúmer 1903028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Jeratúns ehf. sem haldinn var 14. mars sl. ásamt ársreikningi félagsins vegna ársins 2018.

13.Jeratún ehf. - Aðalfundarboð

Málsnúmer 1904012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Jeratúns ehf. um hluthafafund sem haldinn verður 29. apríl nk. í Ráðhúsi Grundarfjarðar.

Til máls tóku JÓK og HK.

Á fundi bæjarstjórnar þann 21. júní 2018 var bæjarstjóri kjörinn fulltrúi Grundarfjarðarbæjar í stjórn Jeratúns ehf. frá næsta hluthafafundi félagsins.

14.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 180. fundar

Málsnúmer 1903018Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 180. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga sem haldinn var 12. mars sl.

15.EBÍ - Eignarhaldsfélag Brunabótafélags Ísl. - Styrktarsjóður

Málsnúmer 1903042Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ), dags. 25. mars sl., varðandi styrktarsjóð EBÍ 2019.

16.Þjóðskjalasafn Íslands - Tilmæli vegna skjalavörslu og skjalastjórnar

Málsnúmer 1904003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Þjóðskjalasafns Íslands dags. 27. mars sl. varðandi skjalavörslu og skjalastjórn.

17.Minnispunktar bæjarstjóra

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið.