Málsnúmer 1903038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 526. fundur - 27.03.2019

Lagt er til að skoðaðir verði möguleikar á frekari opnun leikskóla yfir sumartíma frá og með árinu 2020 og að metinn verði sá kostnaður sem því fylgir. Slíkt fyrirkomulag miði að því að foreldrar leikskólabarna og starfsfólk leikskóla hafi aukið val um hvenær þeir taki sumarfrí en börn fengju að lágmarki fjögurra vikna samfellt sumarfrí.

Samþykkt samhljóða að óska eftir kostnaðarmati bæjarskrifstofu og leita umsagnar skólanefndar og leikskólastjóra.


Skólanefnd - 148. fundur - 13.05.2019

Anna Rafnsdóttir leikskólastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn hafði vísað til umsagnar skólanefndar og leikskólastjóra tillögu um fjögurra vikna sumarlokun í stað fimm vikna lokunar, frá og með árinu 2020 og að bæjarskrifstofa legði mat á þann kostnað sem því fylgir. Slíkt fyrirkomulag ætti að miða að því að foreldrar leikskólabarna og starfsfólk leikskóla hefði aukið val um hvenær þeir taki sumarfrí en börn fengju þó að lágmarki fjögurra vikna samfellt sumarfrí.

Fyrir fundinum lá kostnaðarmat skrifstofustjóra og leikskólastjóra vegna tillögunnar, með fylgigögnum.

Rætt var um málið. Til frekari skoðunar.


Skólanefnd - 149. fundur - 29.05.2019

Bæjarráð óskaði eftir umsögn skólanefndar um þá hugmynd að leikskólinn verði lokaður í 4 vikur í stað 5 vikur yfir sumartímann frá og með árinu 2020. Kostnaður hefur verið metinn og umsögn leikskólastjóra liggur fyrir.
Farið var yfir gögn sem fyrir liggja í málinu og það rætt út frá ýmsum sjónarhornum.
Út frá umræðum sem fram hafa farið í nefndinni, reynslu síðustu ára og gögnum sem fyrir liggja hallast meirihluti skólanefndar að því að ekki sé ástæða til að breyta sumarlokun leikskólans. Ragnar Smári er fylgjandi 4ra vikna sumarlokun.

Gestir

  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir fulltrúi foreldra

Bæjarráð - 535. fundur - 26.08.2019

Vísað er í tillögu sem samþykkt var í bæjarstjórn fyrr á árinu um að skoða möguleika á frekari opnun leikskóla yfir sumartíma frá og með árinu 2020 og að meta þann kostnað sem því fylgdi.

Bæjarráð óskar eftir því að kannaður verði áhugi foreldra leikskólabarna til þeirrar hugmyndar sem felst í framlagðri tillögu, þ.e. hvort og hvernig foreldrar myndu nýta sér aukna sumaropnun ef hún stæði til boða.

Samþykkt samhljóða.