149. fundur 29. maí 2019 kl. 12:00 - 13:33 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ragnar Smári Guðmundsson (RSG)
  • Valdís Ásgeirsdóttir (VÁ)
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund. Gengið var til dagskrár.

1.Málefni grunnskólans

Málsnúmer 1808034Vakta málsnúmer

Lagt var fram endurskoðað skóladagatal grunnskólans, í framhaldi af umræðu síðasta fundar.
Skóladagatal 2019-2020 samþykkt samhljóða.


2.Málefni tónlistarskólans

Málsnúmer 1808035Vakta málsnúmer

Endurskoðað skóladagatal lagt fram, í framhaldi af umræðu síðasta fundar.
Inní dagatalið bætist starfsdagur 2. október en þann dag verður skólamálaþing skóla á Snæfellsnesi. Starfsdagar verða samtals þrír yfir veturinn.
Skóladagatal Tónlistarskólans 2019-2020 samþykkt samhljóða.


3.Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra

Málsnúmer 1808036Vakta málsnúmer

Endurskoðað skóladagatal lagt fram, í framhaldi af umræðu síðasta fundar. Sú breyting gerð á framlagðri útgáfu að starfsdagur 1. nóvember er tekinn út - starfsdagar verða samtals fimm yfir skólaárið.
Skóladagatal Eldhamra 2019-2020 samþykkt samhljóða.


4.Málefni leikskólans

Málsnúmer 1808033Vakta málsnúmer

Skóladagatal lagt fram, óbreytt frá síðasta fundi. Starfsdagar eru fimm skólaárið ágúst 2019-júlí 2020.
Skóladagatal leikskólans 2019-2020 samþykkt samhljóða.

5.Leikskólinn Sólvellir - Frekari opnun leikskóla yfir sumartíma

Málsnúmer 1903038Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskaði eftir umsögn skólanefndar um þá hugmynd að leikskólinn verði lokaður í 4 vikur í stað 5 vikur yfir sumartímann frá og með árinu 2020. Kostnaður hefur verið metinn og umsögn leikskólastjóra liggur fyrir.
Farið var yfir gögn sem fyrir liggja í málinu og það rætt út frá ýmsum sjónarhornum.
Út frá umræðum sem fram hafa farið í nefndinni, reynslu síðustu ára og gögnum sem fyrir liggja hallast meirihluti skólanefndar að því að ekki sé ástæða til að breyta sumarlokun leikskólans. Ragnar Smári er fylgjandi 4ra vikna sumarlokun.

Gestir

  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir fulltrúi foreldra

6.Starfshópur leikskólalóðar

Málsnúmer 1905037Vakta málsnúmer

Skólanefnd tilnefnir Valdísi Ásgeirsdóttur sem fulltrúa nefndarinnar til að taka þátt í vinnuhópi um skólalóð leikskólans.


Gestir

  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir fulltrúi foreldra
Fundurinn er síðasti fundur Sigríðar Arnardóttur sem setið hefur í 9 ár í nefndinni og verið formaður síðustu árin.
Sirrý voru færðar kærar þakkir fyrir gott og öflugt starf í nefndinni.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 13:33.