Málsnúmer 1903039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 526. fundur - 27.03.2019

Davíð Örn Jónsson, aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa, sat fundinn undir þessum lið.
Lagt var fram yfirlit verkstjóra áhaldahúss og aðstoðarmanns skipulags- og byggingarfulltrúa um áætlaða þörf fyrir endurbætur (yfirlögn) á malbiki.
Fyrir liggur tilboð frá Malbikun Akureyrar, sem mun setja upp malbikunarstöð á Snæfellsnesi í sumar.
Farið var yfir yfirlitið og rætt um framkvæmdir, sem reiknaðar hafa verið til verðs, m.v. fyrirliggjandi tilboð.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði í malbikun á allt að 5500 m2 af götum með viðgerðaryfirlögn innanbæjar, með fyrirvara um nánari skoðun á m2-fjölda einstakra verka. Undirbúin verði tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun á næsta bæjarstjórnarfundi.

Varðandi yfirborðsfrágang nýrrar götu milli Nesvegar og Sólvalla ("Framnesvegar") liggur fyrir verðsamanburður á malbiki og steypu. Með vísan í það að álag og þungaumferð um götuna verður mikil, þá samþykkir bæjarráð að gatan verði steypt. Bæjarstjóra falið að koma því verki í útboð.

Bæjarráð - 533. fundur - 15.07.2019

Farið yfir verkefnalista og ákvörðun tekin um malbiksframkvæmdir.

Bæjarráð - 535. fundur - 26.08.2019

Tillaga um viðbót við fyrri ákvarðanir um malbiksframkvæmdir, þ.e. stangarstökksatrennubraut á íþróttavelli, gangstéttarbút við Sólvelli 2 og viðgerð á kafla á Sólvöllum.

Samþykkt samhljóða.