533. fundur 15. júlí 2019 kl. 09:00 - 13:57 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
 • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1901021Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2019

Málsnúmer 1904023Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-júní 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 5,3% fyrstu sem mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra.

3.Launaáætlun janúar-júní 2019

Málsnúmer 1907020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum fyrstu sex mánuði ársins 2019. Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.

4.Jöfnunarsjóður sveitarfélaga - Framlög 2019

Málsnúmer 1907004Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar uppfærð áætlun Jöfunarsjóðs sveitarfélaga vegna þriggja framlaga sjóðsins auk yfirlits sem sýnir breytingu á milli upphaflegrar áætlunar og þeirrar uppfærðu. Skv. því er gert ráð fyrir að greiðslur til Grundarfjarðarbæjar hækki samtals um 11,3 millj. kr.

5.Menningarnefnd - 22

Málsnúmer 1905006FVakta málsnúmer

 • Menningarnefnd - 22 Bæjarstjóri kynnti fyrirhugaða vinnu við stefnumótun, sem einkum snýr að því að endurskoða fjölskyldustefnu bæjarins, taka fyrir íþróttamál og skólamál, og þar sem ætlunin er að marka stefnu í menningarmálum.
  Rætt var um hvernig vinnan færi fram. Ætlunin er að úr þessari vinnu komi praktískar ákvarðanir og vinnuplagg sem nýtist í starfsemi á vegum bæjarins og í menningarmálum samfélagsins almennt.

  Umræða fór fram um hvernig virkja megi grasrótina og efla enn frekar menningarstarf, ekki síst tengt sögu svæðisins.
  Bæjarstjóri sagði frá samtölum við fulltrúa Eyrbyggja-hollvinasamtaka og fleiri.

  Menningarnefnd stefnir að því að funda fljótlega með fulltrúum Eyrbyggja-hollvinasamtaka og Átthagafélags Grundarfjarðar - auk þess sem fundinn verði flötur á því að heimamenn komi öflugir að starfi með þessum aðilum.

 • 5.2 1801048 Sögumiðstöðin
  Menningarnefnd - 22 Nefndin ræddi um hlutverk Sögumiðstöðvar og starfsemi til framtíðar í húsinu, m.a. í tengslum við almenna stefnumótun um menningarmálin (lið 1).

  Nefndin telur að "saga sveitarfélagsins eigi heimili í Sögumiðstöð" og það eigi að vera útgangspunktur í umræðum um starfsemi í húsinu og notkun þess. Við sem samfélag erum að vinna að því að byggja upp söguna og því eigi ekki að "taka söguna úr húsinu".
  Nefndin telur einnig að tryggja eigi félagasamtökum aðgengi að húsinu í ríkari mæli.

  Rætt var um bátinn Brönu og telur nefndin að finna þurfi Brönunni betri stað, mögulega með viðbyggingu við Sögumiðstöðvarhúsið. Nefndin mun óska eftir samstarfi við hagsmunaaðila/Brönufélagið um bátinn.

 • Menningarnefnd - 22 Framhald fyrri umræðu. Sigurrós Sandra og Unnur Birna hafa skoðað gögn málsins.

  Grundarfjarðarbær fékk styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands, út á hluta þeirrar umsóknar sem sótt var um til sjóðsins. Umsókn gerði ráð fyrir 5 skiltum, hönnun, prentun og uppsetningu þeirra. Styrkur fékkst uppá 400.000 kr. Samið var við sjóðinn um að minnka umfang verkefnisins frá umsókn, í samræmi við styrkveitinguna. Styrkurinn er miðaður við hönnun skilta og skiltastefnu fyrir Snæfellsnes, í samvinnu við Svæðisgarðinn. Hönnuð voru þrjú söguskilti á árinu 2018. Skiltastefna liggur fyrir.

  Hér þurfti Björg að yfirgefa fundinn.


  Nefndin telur að stytta ætti texta á skiltum, m.v. framkomna hugmynd, og óskar eftir nánari útfærslu til skoðunar.

  Styrkurinn sem fékkst 2018 er þegar fullnýttur og ekki fékkst styrkur í ár til áframhaldandi vinnu og uppsetningar skilta. Nefndin hyggst vinna áfram að þessu máli og skoða betur.

 • Menningarnefnd - 22 a) Bæringsstofa - ljósmyndasafn: Eygló kannaði verð í skönnun á ljósmyndum safnsins, sbr. umræður á síðasta fundi. Hún gerði grein fyrir niðurstöðum úr þeirri könnun. Nefndin telur að taka eigi hagstæðasta tilboðinu, en það miðast við að skönnunin fari fram á rólegum tíma í september nk. Nefndin óskar eftir því að fá umboð bæjarráðs til að vinna að því að ljúka skönnun ljósmynda Bærings. Nefndin er tilbúin að vinna í málinu og vill fara að gera þetta klárt fyrir haustið.

  b) Sýningarstandur fyrir útilistsýningar: Nefndin leggur til að leitað verði til Lavalands um hugmyndir og tilboð á þessu verki og útfærslu sýningarstands, í samræmi við það sem nefndin hefur í huga.
  Nefndin óskar eftir því að útbúnir verði að lágmarki 3 standar til að byrja með, svo framarlega sem Grundarfjarðarbær muni taka þátt í þessu verkefni.

  Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða að lokið verði við skönnun ljósmynda Bærings.

  Bæjarráð telur hugmyndir um sýningastanda fyrir útilistaverk áhugaverðar og kallar eftir upplýsingum um útfærslu og verð.
 • 5.5 1905015 17. júní 2019
  Menningarnefnd - 22 Farið yfir hvernig til tókst með hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn, en UMFG hafði umsjón með þeim skv. samkomulagi við bæinn.

  Menningarnefnd fannst vel takast til með hátíðarhöldin í ár, en vill koma því á framfæri að passa þurfi eftirlit með leiktækjum, s.s. hoppuköstulum, þar sem að hætta getur skapast ef of margir eru í einu.

  Nefndin lýsir mikilli ánægju með endurkomu sundmóts sem haldið hefur verið á 17. júní.

6.Menningarnefnd - 23

Málsnúmer 1907001FVakta málsnúmer

 • 6.1 1907026 Svæði í Torfabót fyrir listaverk ofl.
  Menningarnefnd - 23 Eygló B. Jónsdóttir fulltrúi í menningarnefnd var í sambandi inná fundinn gegnum síma undir þessum lið, en hún hafði setið fund með Lúðvík þann 28. júní sl.

  Rætt var um hugmyndir Lúðvíks Karlssonar, Listons, um að fá afmarkað svæði í Torfabót undir listaverk og fleira, sbr. viðræður af hálfu bæjarins við hann. Torfabótin er opið útivistarsvæði og listaverkin yrðu þá sett niður með það í huga.

  Nefndin er jákvæð fyrir hugmyndum Lúðvíks um að hann fái að setja niður verk sín á umræddu svæði, en telur rétt að skilmálar þar að lútandi séu skýrir. Nefndin mun leggja til við skipulags- og umhverfisnefnd að nefndin fjalli um hugmyndir Lúðvíks og heimili að hann fái að setja listaverk þar niður, í samráði við bæinn.

  Samþykkt samhljóða.


 • 6.2 1807025 Söguskilti, tillaga
  Menningarnefnd - 23 Framhald umræðu á síðasta fundi nefndarinnar.
  Rætt var um söguskilti, verkefni sem unnið var á síðasta ári. Unnur Birna og Sigurrós Sandra höfðu kynnt sér gögn málsins. Hluti verkefnisins var að vinna samræmda skiltastefnu í samvinnu við Svæðisgarðinn Snæfellsnes.
  Samþykkt að leita upplýsinga hjá framkvæmdastjóra Svæðisgarðsins um niðurstöðu þess hluta verkefnisins, áður en lengra er haldið.


 • 6.3 1903009 Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ
  Menningarnefnd - 23 Umræða um að endurvekja grasrótarstarf v. félagastarfsemi.
  Á síðasta fundi nefndarinnar var rætt um hvernig virkja mætti grasrótina og efla enn frekar menningarstarf, ekki síst tengt sögu svæðisins.

  Nefndin bauð gestum fundarins til viðræðna um þetta viðfangsefni, vegna áhuga þeirra á að endurvekja starf á grunni félagasamtaka sem áður hafa starfað að menningar- og sögutengdum verkefnum svæðisins.

  Áhugi er á því að byggja upp öflugt grasrótarstarf á grunni starfsemi sem áður var haldið úti, þannig að heimamenn og brottfluttir Grundfirðingar myndu leggja saman krafta sína. Vísað er í starf Eyrbyggja-hollvinasamtaka, sem legið hefur niðri um skeið, Átthagafélagsins, sem gengist hefur fyrir ýmsu félagsstarfi, m.a. sólarkaffi Grundfirðinga á höfuðborgarsvæðinu og starfsemi á grunni Sögumiðstöðvarinnar á árum áður.
  Rætt var um möguleika á samstarfi í menningarstarfi, einkum sögutengdu starfi, sem gæti farið fram í einum samtökum eða félagi, sem sameinaði krafta heimamanna og brottfluttra. Einnig rætt um aðferð við að koma slíku starfi af stað og halda félag utan um það.

  Samþykkt var að boða til stofnfundar slíks félags í tengslum við hátíðina Á góðri stund í lok júlí nk.
  Unnur Birna, Sigurrós Sandra, Gísli Karel og Ingi Hans, auk bæjarstjóra, munu undirbúa "ramma" fyrir slíkan stofnfund.

7.Skipulags- og umhverfisnefnd - 201

Málsnúmer 1906002FVakta málsnúmer

 • Sótt er um leyfi til að klæða íbúðarhús, steypa stétt og gera nýja girðingu.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

  Bókun fundar RG vék af fundi undir þessum lið og HK sá um stjórn hans.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Sótt er um leyfi til að loka gluggum á atvinnuhúsnæði, breyta gluggum og fjarlægja kantstein framan við hús. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

  Bókun fundar RG vék af fundi undir þessum lið.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Óskað er eftir leyfi til þess að styrkja skjólvegg með sperrum. Einnig á að setja bárujárn að ofan til þess að framkvæmd falli betur að húsi. Fyrir liggur samþykki nágranna. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.  Hér yfirgaf Signý Gunnarsdóttir fundinn og Helena María Jónsdóttir tók sæti í hennar stað.


  Bókun fundar RG stýrði þessum lið.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Sótt er um leyfi til að byggja skýli (veggir á tvo vegu) fyrir fiskiskör norðan við nýtt fiskvinnsluhús, út við nýju götuna. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

  Bókun fundar RG vék af fundi undir þessum lið og HK sá um stjórn hans.

  Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  RG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.
 • Umsókn um byggingarleyfi vegna breytinga utan og innan húss að Nesvegi 19. Það er að setja upp 48 m2 milliloft og glugga á efri hæð þar sem á að vera kaffistofa og geymsluloft. Á neðri hæð er gert ráð fyrir skrifstofu og salernisaðstöðu.
  Einnig er sótt um leyfi til þess að setja innkeyrsluhurð að framanverðu, setja upp varmadælur og steypa vegg á lóðarmörkum Nesvegar 19 og 21.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

  Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Sótt er um byggingarleyfi vegna framkvæmda sumarsins á leikskólanum Sólvöllum.
  Sótt er um leyfi til þess að setja upp pall, laga jarðveg og staðsetja nýjan geymsluskúr á leikskólalóðinni.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.


  Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Sótt er um byggingarleyfi vegna framkvæmda sumarsind á húsi grunnskólans og íþróttahúss.
  Sótt er um leyfi til þess að laga þakkant, breyta og endurnýja glugga á ýmsum stöðum ásamt breytingu á múrklæðningu.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

  Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • 7.8 1902007 Fellabrekka 7-21
  Endurbætt lóðarblöð að Fellabrekku lögð fram til kynningar. Málið er í vinnslu í samvinnu við íbúa götunnar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags og byggingarfulltrúa að vinna áfram að málinu.
  Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða að unnið verði áfram að málinu en kallar eftir frekari útfærslu ásamt kostnaði á frágangi ofanvert við lóðirnar, þ.e. í Fellasneið.
 • Fyrirspurn um byggingarleyfi vegna byggingar sumarhúss í landi Mýrarhúsa.

  Mýrarhús er deiliskipulagt sem frístundarbyggð í samræmi við núgildandi Aðalskipulag. Umræddur byggingarreitur er ekki skilgreindur á núgildandi deiliskipulagi.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd bendir umsækjanda á að breyta þurfi núgildandi deiliskipulagi.
 • Beiðni um hraðalækkun við golfvöll í Suður-Bár. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og leggur til við bæjarstjórn að óskað verði eftir hraðalækkun í samræmi við framkomna ábendingu.
  Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða tillöguna og óskar eftir því við Vegagerðina að leyfður umferðarhraði verði lækkaður í 70 km./klst. á Framsveitarvegi, frá ferðaþjónustunni, Setbergi að golfvelli.

  Bæjarráð felur bæjarstjóra úrvinnslu málsins.

  Samþykkt samhljóða.
 • Fyrirspurn vegna byggingar smáhýsis á lóð. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna málið betur í ljósi upplýsinga sem fram komu á fundinum.
 • Sótt er um stöðuleyfi fyrir matvagn á lóð Bjargarsteins. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum.
  Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Menningarnefnd hefur eftir fund sinn þann 4. júlí sl. óskað eftir því við nefndina að tekið verði frá svæði í Torfabót fyrir útilistaverk ofl. eftir umræðu um hugmyndir Lúðvíks Karlssonar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir nánari hugmyndum um útfærslu fyrir svæðið og vill í framhaldi koma á fundi með listamanninum.
  Bókun fundar Bæjarráð tekur vel í hugmyndir Listons um svæði fyrir listaverk, en leggur áherslu á að svæðið sé skipulagt og snyrtilegt.
 • Óskað er eftir áliti nefndar um uppsetningu listaverks í landi Vindáss. Meðfylgjandi er uppkast af fyrihuguðu listaverki. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið enda er fyrirhugað listaverk gert í samráði við landeiganda.
 • Afgreiðsla til kynningar. Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Lagt fram.
  Bókun fundar Bæjarráð óskar eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd skoði ákvæði í tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi um lendingarstað fyrir þyrlur í þéttbýli.

 • 7.16 1905027 Umhverfisrölt 2019
  Fyrir liggur samantekt um umhverfisrölt 2019, sbr. einnig 2018.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 201 Lagt fram til umræðu síðar.

8.Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1903009Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar minnispunktar bæjarstjóra af fyrsta fundi stýrihóps um heildarstefnumótun fyrir Grundarfjarðarbæ, frá 5. júlí 2019.

9.Kosning fulltrúa í sameiginlega svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi

Málsnúmer 1806016Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um að Bjarni Sigurbjörnsson verði fulltrúi Grundarfjarðarbæjar í sameiginlegri svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi í stað Unnar Þóru Sigurðardóttur, en að Unnur Þóra verði varamaður Bjarna.

Samþykkt samhljóða.

10.Umhverfisvottun Snæfellsness - Framkvæmdaáætlun 2019-2023 Drög

Málsnúmer 1907028Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun umhverfisvottunar Snæfellsness fyrir árin 2019-2023.

Bæjarráð telur að endurskoða þurfi forgangsröðun verkefna næstu ára og leggur til að umræðu um það verði vísað til Byggðasamlags Snæfellinga, sbr. einnig lið 11 á dagskrá þessa fundar.

Samþykkt samhljóða.

11.Náttúrustofa Vesturlands - um fyrirkomulag í fæðingarorlofi 2019-2020

Málsnúmer 1906016Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Vesturlands dags. 13. apríl sl., varðandi fyrirkomulag verkefna í fæðingarorlofi verkefnastjóra. Jafnframt lögð fram tillaga um að málinu sé vísað til Byggðasamlags Snæfellinga til frekari skoðunar.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að málinu sé vísað til Byggðasamlags Snæfellinga.

12.Rekstrarleyfi - Álfasteinn, Mýrar

Málsnúmer 1907012Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar um umsókn Grásteinsholts sf. um rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki II, frístundabyggð, að Álfasteini á Mýrum.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

13.Haukaberg SH-20 - Forkaupsréttur

Málsnúmer 1907013Vakta málsnúmer


Lagt fram erindi frá Haukaberg Útgerð ehf. varðandi það hvort Grundarfjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt á fiskiskipinu Haukaberg SH-20, skipaskráningarnúmer 2867, í samræmi við lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, vegna kauptilboðs, sem borist hefur í bátinn. Fyrir liggur að enginn kvóti er á bátnum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt Grundarfjarðarbæjar á Haukabergi SH-20.

14.Hátíðarfélag Grundarfjarðar - Tímabundið tækifærisleyfi

Málsnúmer 1907005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hátíðarfélags Grundarfjarðar vegna tækifærisleyfis á bæjarhátíðinni Á góðri stund sem mun hefjast þann 25. júlí nk.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

15.Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, Kirkjufellsfoss, styrkur 2018

Málsnúmer 1803061Vakta málsnúmer

Lagður fram samningur milli Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða og Grundarfjarðarbæjar frá árinu 2018 um styrk vegna verkefnis við framkvæmdir við áningarstað við Kirkjufellsfoss.

Bæjarstjóri sagði frá viðræðum við landeigendur um mögulegar breytingar á samningnum, með aðkomu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða.

Bæjarráð veitir bæjarstjóra umboð til að óska breytinga á samningnum í samráði við landeigendur.

Samþykkt samhljóða.

16.Malbik 2019

Málsnúmer 1903039Vakta málsnúmer

Farið yfir verkefnalista og ákvörðun tekin um malbiksframkvæmdir.

17.Framkvæmdir 2019

Málsnúmer 1902049Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri kynnti stöðu verklegra framkvæmda sumarsins. Jafnframt rætt um starfsmannamál.

18.Steypt gata milli Nesvegar og Sólvalla - Verksamningur

Málsnúmer 1907018Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar niðurstöður verðkönnunar sem gerð var vegna framkvæmdar við að steypa nýja götu milli Nesvegar og Sólvalla. Einnig lagður fram verksamningur á grunni lægra tilboðs af tveimur, við Þ.G. Þorkelsson ehf.

19.Styrkvegir - umsóknir vegna Kolgrafafjarðar og Eyrarfjalls 2019

Málsnúmer 1907011Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Vegagerðarinnar dags. 26. júní sl. vegna umsóknar Grundarfjarðarbæjar í Styrkvegasjóð. Úthlutað er styrkjum til framkvæmda í Kolgrafafirði og austan Eyrarfjalls, alls 2 millj. kr.

20.Ársskýrsla Bókasafns Grundarfjarðar 2018

Málsnúmer 1907015Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Bókasafns Grundarfjarðar 2018.

Rætt um aðsókn og útlán safnsins, sbr. upplýsingar í skýrslunni. Í tengslum við stefnumótun bæjarins sem nú er hafin verður staða og starfsemi bókasafnsins rædd í samhengi við framtíðsýn fyrir Sögumiðstöð.

21.Tómas Freyr Kristjánsson - Samningur um ljósmyndun 2019

Málsnúmer 1906022Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar samningur um ljósmyndun 2019 við Tómas Frey Kristjánsson.

22.CreditInfo - Fjölmiðlaumfjöllun um Grundarfjörð jan-júní 2019

Málsnúmer 1907016Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla CreditInfo með fjölmiðlaumfjöllun um Grundarfjörð fyrstu sex mánuði ársins 2019.

23.Jafnréttisstofa - Boð á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 1907019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar boð Jafnréttisstofu á landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga 2019 sem haldinn verður 4.-5. september 2019.

24.Samband ísl. sveitarfélaga - Fundarboð vegna fundar um ráðstöfun aflaheimilda 15. ágúst 2019

Málsnúmer 1907017Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fundar um ráðstöfun aflaheimilda sem haldinn verður þann 15. ágúst nk.

Grundarfjarðarbær mun senda fulltrúa á fundinn.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 13:57.