Málsnúmer 1904021

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 530. fundur - 30.04.2019

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 17. apríl sl. vegna laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Þann 31. maí nk. taka lögin að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum. Frá þeim tíma gilda viðmiðunarfjárhæðir laganna um útboðsskyldu sveitarfélaga, sem eru innanlands sem hér segir:
Fyrir vöru og þjónustu: 15.500.000 - 28.752.099 kr.
Fyrir verkframkvæmdir: 49.000.000-721.794.799 kr.
Yfir þessum mörkum gildir útboðsskylda á EES-svæðinu.

Bæjarstjóra falið að uppfæra núgildandi innkaupareglur Grundarfjarðarbæjar í samræmi við þessar breytingar.

Samþykkt samhljóða.