530. fundur 30. apríl 2019 kl. 10:00 - 13:03 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1901021Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2019

Málsnúmer 1904023Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greidda staðgreiðslu janúar-mars 2019. Skv. yfirlitinu hefur greidd staðgreiðsla hækkað um 3,3% miðað við sama tíma í fyrra.

3.SSV - Áfangastaðaáætlun Vesturlands

Málsnúmer 1902035Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá verkefnastjóra SSV til sveitarfélaga á Vesturlandi vegna áfangastaðavinnu og ósk um tilnefningu áfangastaðafulltrúa sveitarfélaga.

Lagt til að Björg Ágústsdóttir verði fulltrúi Grundarfjarðarbæjar við áfangastaðavinnu.

Samþykkt samhljóða.

4.N4 - Beiðni um samning vegna þáttagerðar

Málsnúmer 1904007Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá N4 með ósk um stuðning vegna þáttagerðar við þættina "Að vestan". Óskað er eftir 500.000 kr. framlagi frá Grundarfjarðarbæ.

Samþykkt samhljóða að veita 500.000 kr. framlag til N4, sem er í samræmi við áður samþykkta fjárhagsáætlun um framlag til markaðsmála.


5.Leikfélag Hólmavíkur - Umsókn um styrk

Málsnúmer 1904015Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Leikfélags Hólmavíkur þar sem óskað er eftir 55.000 kr. styrk frá Grundarfjarðabæ, til að dekka leigu á Samkomuhúsi Grundarfjarðar, vegna leiksýningar þann 25. apríl sl.

Samþykkt samhljóða að veita Leikfélagi Hólmavíkur endurgjaldslaus afnot af húsnæðinu.

6.Artak ehf.- Umsókn um styrk vegna gestavinnustofu

Málsnúmer 1904025Vakta málsnúmer

Lagt fram kynningarbréf Þóru Karlsdóttur, f.h. Artaks ehf. en félagið hefur fest kaup á íbúð að Grundargötu 26, sem ætluð er sem gestavinnustofa fyrir listamenn. Jafnframt felst í því erindi þar sem óskað er eftir afslætti á fasteignagjöldum fyrsta árið.

Samþykkt samhljóða að leggja verkefninu lið í formi fjárstyrks að fjárhæð 55.250 kr., vegna verkefnis sem felst í því að setja á laggirnar gestavinnustofu fyrir listamenn.

Bæjarráð fagnar framtakinu og óskar Þóru Karlsdóttur góðs gengis með verkefnið.

7.Svalan SH-121 - Forkaupsréttur

Málsnúmer 1904034Vakta málsnúmer

Lagt fram endindi frá Þjónustustofunni ehf. varðandi það hvort Grundarfjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt á vélbátnum Svölunni SH-121, skipaskráningarnúmer 1582, í samræmi við lög um forkaupsrétt, vegna kauptilboðs, sem borist hefur í bátinn. Fyrir liggur að enginn kvóti er á bátnum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt Grundarfjarðarbæjar á Svölunni SH-121.

8.Framkvæmdir 2019

Málsnúmer 1902049Vakta málsnúmer

Davíð Örn Jónsson, aðstoðarmaður skipulags- og byggingafulltrúa, sat fundinn undir þessum lið.

Farið yfir verklegar framkvæmdir, fyrirhuguð útboð og frágang á lóðum við Fellabrekku. Jafnframt rætt um umsóknir um styrki úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar.

9.SSV - Styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands 2019

Málsnúmer 1903045Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skjöl frá Uppbyggingarsjóði Vesturlands, þar sem veittir hafa verið styrkir til verkefnanna: Útiljósmyndasýningar í Grundarfirði, Kvikmyndasafn Bærings - varðveisluátak og Ljósmyndasafn Bærings - varðveisluátak.

10.Jöfnunarsjóður - Akstursþjónusta fyrir fatlað fólk 2019

Málsnúmer 1904004Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 4. apríl sl. varðandi akstursþjónustu fyrir fatlað fólk úr dreifbýli 2019.

Í samræmi við nýja reglugerð sem tók gildi um síðustu áramót vísar bæjarráð málinu til frekari vinnslu hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, þegar til umsóknar kemur hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, síðar á árinu.

Samþykkt samhljóða.

11.Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla - Fundargerð og ársskýrsla 2018

Málsnúmer 1904014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla frá 8. apríl sl. ásamt ársskýrslum.

12.Fullveldisafmælisnefnd - uppgjör hátíðarhalda 2018

Málsnúmer 1904016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar uppgjör fullveldisafmælisnefndar ásamt skýrslu um fullveldisafmæli þjóðarinnar.

13.Samband íslenskra sveitafélaga - Tilkynning til allra sveitarstjórna - ný lög um opinber innkaup og námskeið 6. maí

Málsnúmer 1904021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 17. apríl sl. vegna laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Þann 31. maí nk. taka lögin að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum. Frá þeim tíma gilda viðmiðunarfjárhæðir laganna um útboðsskyldu sveitarfélaga, sem eru innanlands sem hér segir:
Fyrir vöru og þjónustu: 15.500.000 - 28.752.099 kr.
Fyrir verkframkvæmdir: 49.000.000-721.794.799 kr.
Yfir þessum mörkum gildir útboðsskylda á EES-svæðinu.

Bæjarstjóra falið að uppfæra núgildandi innkaupareglur Grundarfjarðarbæjar í samræmi við þessar breytingar.

Samþykkt samhljóða.


14.Sögumiðstöðin

Málsnúmer 1804014Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar minnispunktar af fundi fulltrúa úr bæjarráði með eigendum Svansskála ehf. þann 4. apríl sl., um samning aðila varðandi rekstur kaffihúss í Sögumiðstöðinni.

15.LS - Arðgreiðsla 2019

Málsnúmer 1904028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga dags. 17. apríl sl. þar sem tilkynnt er um arðgreiðslu 2019. Útgreidd fjárhæð til Grundarfjarðarbæjar er 1.993.025 kr.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 13:03.