Málsnúmer 1904025

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 530. fundur - 30.04.2019

Lagt fram kynningarbréf Þóru Karlsdóttur, f.h. Artaks ehf. en félagið hefur fest kaup á íbúð að Grundargötu 26, sem ætluð er sem gestavinnustofa fyrir listamenn. Jafnframt felst í því erindi þar sem óskað er eftir afslætti á fasteignagjöldum fyrsta árið.

Samþykkt samhljóða að leggja verkefninu lið í formi fjárstyrks að fjárhæð 55.250 kr., vegna verkefnis sem felst í því að setja á laggirnar gestavinnustofu fyrir listamenn.

Bæjarráð fagnar framtakinu og óskar Þóru Karlsdóttur góðs gengis með verkefnið.