Málsnúmer 1905005F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 229. fundur - 13.06.2019

 • .1 1808034 Málefni grunnskólans
  Skólanefnd - 149 Lagt var fram endurskoðað skóladagatal grunnskólans, í framhaldi af umræðu síðasta fundar.
  Skóladagatal 2019-2020 samþykkt samhljóða.


 • .2 1808035 Málefni tónlistarskólans
  Skólanefnd - 149 Endurskoðað skóladagatal lagt fram, í framhaldi af umræðu síðasta fundar.
  Inní dagatalið bætist starfsdagur 2. október en þann dag verður skólamálaþing skóla á Snæfellsnesi. Starfsdagar verða samtals þrír yfir veturinn.
  Skóladagatal Tónlistarskólans 2019-2020 samþykkt samhljóða.


 • .3 1808036 Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra
  Skólanefnd - 149 Endurskoðað skóladagatal lagt fram, í framhaldi af umræðu síðasta fundar. Sú breyting gerð á framlagðri útgáfu að starfsdagur 1. nóvember er tekinn út - starfsdagar verða samtals fimm yfir skólaárið.
  Skóladagatal Eldhamra 2019-2020 samþykkt samhljóða.


 • .4 1808033 Málefni leikskólans
  Skólanefnd - 149 Skóladagatal lagt fram, óbreytt frá síðasta fundi. Starfsdagar eru fimm skólaárið ágúst 2019-júlí 2020.
  Skóladagatal leikskólans 2019-2020 samþykkt samhljóða.

 • .5 1903038 Leikskólinn Sólvellir - Frekari opnun leikskóla yfir sumartíma
  Skólanefnd - 149 Bæjarráð óskaði eftir umsögn skólanefndar um þá hugmynd að leikskólinn verði lokaður í 4 vikur í stað 5 vikur yfir sumartímann frá og með árinu 2020. Kostnaður hefur verið metinn og umsögn leikskólastjóra liggur fyrir.
  Farið var yfir gögn sem fyrir liggja í málinu og það rætt út frá ýmsum sjónarhornum.
  Út frá umræðum sem fram hafa farið í nefndinni, reynslu síðustu ára og gögnum sem fyrir liggja hallast meirihluti skólanefndar að því að ekki sé ástæða til að breyta sumarlokun leikskólans. Ragnar Smári er fylgjandi 4ra vikna sumarlokun.

  Bókun fundar Til máls tóku UÞS, GS, BÁ og HK.

  Málinu vísað til bæjarráðs til afgreiðslu.


 • .6 1905037 Starfshópur leikskólalóðar
  Skólanefnd - 149 Skólanefnd tilnefnir Valdísi Ásgeirsdóttur sem fulltrúa nefndarinnar til að taka þátt í vinnuhópi um skólalóð leikskólans.