Málsnúmer 1906008

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 229. fundur - 13.06.2019

Lagt fram til kynningar bréf Þórðar Runólfssonar f.h. Ferðamálasamtaka Snæfellsness til Svæðisgarðsins Snæfellsness, afrit sent sveitarstjórnum á Snæfellsnesi.

Bæjarstjórn telur að nokkurs misskilnings gæti í bréfi Ferðamálasamtaka Snæfellsness. Vísað er til þess að Svæðisgarðurinn Snæfellsnes og Eyja- og Miklaholtshreppur, sem eigandi félagsheimilisins Breiðabliks, gerðu með sér samning um afnot Svæðisgarðsins af hluta húsnæðisins. Ákvörðun um hvernig Svæðisgarðurinn nýtir þann hluta sem hann hefur til afnota samkvæmt samningnum er alfarið á ábyrgð Svæðisgarðsins og vísar bæjarstjórn til hans um svör.
Bæjarstjórn er sannfærð um að með opnun Gestastofunnar muni ferðaþjónustan á öllu Snæfellsnesi eflast til muna. Upplýsingagjöf til ferðamanna verði markvissari og stýring á þá staði sem tilbúnir eru að taka við ferðamönnum. Auk þess muni starfsemi Gestastofunnar létta upplýsingamiðstöðvum á Snæfellsnesi verulega sitt starf og stuðla að auknu öryggi ferðamanna.