Málsnúmer 1908013

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 535. fundur - 26.08.2019

Tillaga lögð fram frá skólastjóra um breytt fyrirkomulag tónlistarnáms (kennslustunda) hjá yngstu nemendunum.

Samþykkt samhljóða. Gjaldskrá verður breytt til samræmis við þetta.

Bæjarráð - 536. fundur - 30.09.2019

Bæjarráð hafði áður samþykkt nýtt tónlistarnám, þar sem boðið verður upp á nám í 20 mín. fyrir yngstu nemendur skólans, þ.e. 1. og 2. bekk grunnskólans. Lögð fram drög að gjaldskrá tónlistarskólans þar sem gjaldi vegna nýja námsins hefur verið bætt við.

Breyting á gjaldskrá samþykkt samhljóða.