536. fundur 30. september 2019 kl. 14:00 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Bæjarráð fór í byrjun fundar í heimsókn til grunnskóla, tónlistarskóla og íþróttahúss/sundlaugar.

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1901021Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2019

Málsnúmer 1904023Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-ágúst 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 2,6% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra.

Bæjarráð ítrekar áhyggjur sínar af stöðu útsvarsgreiðslna. Útsvarstekjur í ágúst 2019 lækka um 32,8% frá ágúst 2018.

Bæjarráð felur skrifstofustjóra að leita skýringa á þessari lækkun.

3.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1909023Vakta málsnúmer

Undirbúningur og umræður um fjárhagsáætlun 2020. Farið yfir forsendur fyrir fjárhagsáætlun.

Í fjárhagsáætlun 2020 verður bæjarráð útvíkkað, þannig að við bætast tveir bæjarfulltrúar, einn frá hvorum lista.

Næsti fundur bæjarráðs verður haldinn mánudaginn 7. október nk.

4.Fasteignagjöld 2020

Málsnúmer 1909034Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur fyrir álagningu fasteignagjalda 2020, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

5.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 1909035Vakta málsnúmer

Farið yfir gjaldskrár og lagðar línur að breytingum á þeim. Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

6.Álagning útsvars 2020

Málsnúmer 1909036Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að álagningarprósentu útsvars árið 2020.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta útsvars verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

7.Tónlistarskóli Grundarfjarðar - nýtt nám

Málsnúmer 1908013Vakta málsnúmer

Bæjarráð hafði áður samþykkt nýtt tónlistarnám, þar sem boðið verður upp á nám í 20 mín. fyrir yngstu nemendur skólans, þ.e. 1. og 2. bekk grunnskólans. Lögð fram drög að gjaldskrá tónlistarskólans þar sem gjaldi vegna nýja námsins hefur verið bætt við.

Breyting á gjaldskrá samþykkt samhljóða.

8.Málefni leikskóla - leikskólapláss

Málsnúmer 1909039Vakta málsnúmer

Erindi fært í trúnaðarmálabók.

Afgreiðsla samþykkt samhljóða.

9.Íbúafundur 2019

Málsnúmer 1909028Vakta málsnúmer

Umræður um fyrirkomulag og efni íbúafundar, sem haldinn verður 15. október nk.

10.Ferðamálastofa - Umsóknir vegna ársins 2020, undirbúningur

Málsnúmer 1909037Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar frétt Ferðamálastofu varðandi undirbúning fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða.

Rætt um mögulegar umsóknir og áherslur.

11.Ársfundur Jöfnunarsjóðs 2. október n.k.

Málsnúmer 1909032Vakta málsnúmer

Lagt fram fundarboð ársfundar Jöfnunarsjóðs sem haldinn verður 2. október nk.

Jósef Ó. Kjartansson, forseti bæjarstjórnar, sækir fundinn í stað bæjarstjóra, sem kemst ekki.

12.Samband íslenskra sveitafélaga - Uppbyggingarsjóður EES - Svæðaáætlunin í Póllandi

Málsnúmer 1909033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi Uppbyggingarsjóð EES og svæðisáætlun í Póllandi.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið.