Málsnúmer 1908017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 535. fundur - 26.08.2019

Lögð fram til kynningar drög að stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis, áreitni og ofbeldis sem til mótunar er, í samræmi við lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980 og reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
Samkvæmt lögunum þarf Grundarfjarðarbær að staðfesta slíka stefnu og gildir hún fyrir allar stofnanir og starfsfólk bæjarins.
Til stendur að kynna drögin fyrir starfsfólki bæjarins og að skipa öryggisnefnd úr hópi starfsmanna.
Í tengslum við þetta verður unnið að gerð áhættumats, með aðstoð ráðgjafarfyrirtækisins Attentus.
Vinnunni á að ljúka á næstu 2-3 mánuðum.

Bæjarráð - 543. fundur - 27.02.2020

Lögð fram til kynningar uppfærð stefna Grundarfjarðarbæjar varðandi einelti, kynferðisleg eða kynbundin áreiti og ofbeldi á vinnustað, ásamt viðbragðsáætlun.