Málsnúmer 1910006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 234. fundur - 16.01.2020

  • Skólanefnd - 151 Anna Rafnsdóttir skólastjóri Leikskólans Sólvalla mætti á fundinn.
    Ennfremur Rut Rúnarsdóttir, áheyrnarfulltrúi af hálfu foreldra og var hún boðin velkomin á sinn fyrsta fund.

    Fyrir fundinum lá greinargerð leikskólastjóra þar sem hún gerði grein fyrir starfsemi skólans. Leikskólastjóri sagði frá helstu þáttum í starfsemi skólans, m.a. hvað varðar starfsmannamál, fjölda nemenda o.fl. Hún sagði frá undirbúningi og innleiðingu á hugmyndafræði "Uppeldi til ábyrgðar", sem leikskólinn, Eldhamrar og grunnskólinn munu taka upp.
    Uppeldi til ábyrgðar hefur það markmið að ýta undir sjálfstjórn og ábyrgðarkennd barna. Aðferðin styður einnig við starfsfólk í starfi sínu og hjálpar þeim að móta stefnu í samskipta- og agamálum.

    Ennfremur var rætt um minnispunkta starfshóps um leikskólalóð, sbr. lið 2 á þessum fundi.
  • Skólanefnd - 151 Anna Rafnsdóttir skólastjóri Leikskólans Sólvalla og Rut Rúnarsdóttir fulltrúi foreldra sátu fundinn einnig undir þessum lið.
    Starfshópur sem bæjarstjórn skipaði til að fara yfir fyrirkomulag tengt lóð leikskóla og gera tillögu um framkvæmdir, hefur skilað niðurstöðum og liggja nú fyrir minnispunktar um það. Minnispunktarnir lagðir fram til kynningar.

    Farið yfir tillögur starfshópsins og rætt um framkvæmdir. Skólanefnd lýsir ánægju með niðurstöður starfshópsins.

    Hér vék Rut af fundi og var henni þökkuð koman.
  • Skólanefnd - 151 Anna Rafnsdóttir leikskólastjóri sat fundinn undir þessum lið.
    Anna sagði frá skólamálaþinginu, sem Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga stóð fyrir í október sl.

    Skólanefnd hvetur skólastjórnendur til að nýta þann góða efnivið sem fyrir liggur, eftir skólamálaþingið, og mun ræða áfram við skólastjórnendur um hvernig afrakstur þingsins verður tekinn áfram og nýttur í skólastarfinu.

    Hér yfirgaf Anna fundinn og var henni þökkuð koman.
  • Skólanefnd - 151 Lagt fram til kynningar.
  • Skólanefnd - 151 Lagt fram til kynningar.