Málsnúmer 1912004FVakta málsnúmer
21.1
1808034
Málefni grunnskólans
Skólanefnd - 152
Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskólans sat fundinn undir þessum lið.
Fulltrúi kennara hafði boðað forföll.
Sigurður fór yfir fyrirliggjandi gögn sem send höfðu verið nefndarfólki.
Eftirfarandi kom m.a. fram:
Innra mat á skólastarfi:
Innra mat er liður í lögbundnu eftirlitsstarfi skóla og skólayfirvalda sem hefur þann tilgang að tryggja réttindi nemenda og stuðla að skólaumbótum. Skólinn sjálfur sér um innra mat, en á nokkurra ára fresti lætur menntamálaráðuneytið fara fram ytra mat á skólastarfinu.
Markmið innra mats og eftirlits er einkum þríþætt. Í fyrsta lagi að fylgjast með að starfsemi skóla sé í samræmi við ákvæði laga, reglugerða og aðalnámskráa. Í öðru lagi að auka gæði skólastarfsins og stuðla að umbótum, tryggja að réttindi nemenda séu virt og að þeir fái þá þjónustu sem þeir eiga rétt á samkvæmt lögum. Í þriðja lagi að veita upplýsingar um skólastarfið, árangur þess og þróun.
Innra mat byggir m.a. á viðhorfskönnunum nemenda, kennara og foreldra, t.d. gegnum Skólapúlsinn og smærri kannanir, foreldaviðtöl, starfsmannaviðtöl og nemendaviðtöl, sem eru nýtt til innra mats eins og kostur er hverju sinni.
Sigurður fór yfir niðurstöður úr Skólapúlsinum, könnun meðal nemenda sem gerð var síðasta haust. Niðurstöður verða kynntar á vef skólans, auk þess sem þær eru nýttar við þróun og umbætur í skólastarfi.
Úttekt ytra mats grunnskólans lauk 2019 og fengu bæjarstjóri, skólaráð og skólinn staðfestingu þess efnis.
Almennt um skólastarfið
Skólastarf hefur gengið vel undanfarið.
Unnið hefur verið að endurskoðun á vinnureglum um Mentor og er litið til annarra sveitarfélaga í þeirri vinnu, m.a. vegna persónuverndarlöggjafar.
Í nóvember fór skólastjóri ásamt tveimur kennurum í skólaheimsókn til Kinvara á Írlandi. Er þetta þáttur í KA2 Erasmus verkefni sem skólinn tekur þátt í með skólum á Írlandi, Spáni, Póllandi og Noregi. Heimsóttir voru nokkrir skólar og unnið að verkefnum er snúa að sjálfbærni. Í mars er stefnan tekin á Spán og í tökum við á móti kennurum frá þátttökulöndunum. Mikil vinna fer í þetta verkefni, nemendur vinna verkefni og deila með nemendum frá hinum þátttökulöndunum.
Haldið var Menningarmót þann 18. október sl. undir handleiðslu Kristínar Vilhjálmsdóttur en Menningarmót er haldið til að vekja athygli á mismunandi menningu; matarmenningu, íþróttamenningu, trúarbrögðum o.s.frv. Mikil vinna var lögð í þetta verkefni og ljóst er að það er komið til að vera.
Forseti Íslands kom í opinbera heimsókn í lok október og skoðaði grunnskóla og Eldhamra, en nemendur sýndu honum í máli og myndum afrakstur Menningarmótsins, skólann sinn og fleira.
Einn kennari hefur fengið vilyrði frá Námsleyfasjóði um launað námsleyfi fyrir komandi skólaár 2020-2021.
Bæjarstjóri og skólastjóri fóru yfir þær viðhaldsframkvæmdir sem fram fóru á síðasta ári og það sem fyrirhugað er á þessu ári.
Skólastjóri lýsti ánægju með framkvæmdirnar sem fram fóru á síðasta ári.
Bókun fundar
Til máls tóku JÓK og HK.
21.2
1808036
Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra
Skólanefnd - 152
Sigurður Gísli sat fundinn áfram undir þessum lið.
Í fyrirliggjandi minnispunktum hans kom m.a. fram:
Starfið á Eldhömrum gengur vel. Nemendur þar taka þátt í alls konar verkefnum í skólanum. Þeir hafa nýlega verið að vinna verkefni í tónlistarskólanum með Alexöndru og einnig hafa þeir verið í nokkurri íþróttakennslu í íþróttahúsi.
Í janúar fer starfsfólk á námskeið í "Uppeldi til ábyrgðar" sem Leikskólinn Sólvellir ætlar að innleiða.
Að öðru leyti er vísað til umræðu undir liðum 1 og 3 á dagskránni.
21.3
1808035
Málefni tónlistarskólans
Skólanefnd - 152
Sigurður Gísli sat fundinn áfram undir þessum lið og gerði grein fyrir starfinu.
Í fyrirliggjandi minnispunktum hans kom m.a. fram:
Haustönnin síðasta gekk vel fyrir sig. Skráður var 61 nemandi, flestir í hálft nám, en það er að aukast aftur að nemendur fari í heilt nám og eru skólastjórnendur ánægðir með það. Aldursbil nemenda er mjög breitt, yngstu í 1. bekk og elstu 52 ára. Fjórir kennarar starfa við tónlistarskólann. Kennt var á öll helstu hljóðfæri, ásamt söngkennslu. Einnig tók skólahljómsveitin aftur til starfa. Í henni eru nemendur á unglingastigi sem hafa náð góðu valdi á hljóðfæri.
Söngur á sal var á sínum stað einu sinni í mánuði sem endaði með jólaþema 11.desember. Nemendur á öllum stigum eru duglegir að taka undir í söng.
Nemendur Eldhamra hafa fengið tónlistartíma, 4-5 í hóp einu sinni í viku í 6 vikur.
Elstu nemendur leikskólans komu í heimsókn í nóvember og skoðuðu tónlistarskólann og fræddust um starfið og fengu kynningu á hljóðfærum. Slík heimsókn verður aftur í vor.
Nemendur komu fram á aðventudegi kvenfélagsins 1. desember í samkomuhúsinu og fóru á dvalarheimilið 16. desember, spiluðu og sungu fyrir íbúa, starfsmenn og gesti. Jólatónleikar tónlistarskólans voru 4. desember í Grundarfjarðarkirkju og voru vel sóttir.
16. desember var síðasti kennsludagur fyrir jólafrí.
Á árinu 2019 var bætt við hljóðfærakostinn og ýmsa fylgihluti. Keyptur var saxófónn, rafmagnstrommusett, bassamagnari, gítarmagnari og “tuner? fyrir gítar og bassa.
Viðhald húsnæðis hefur verið mikið, en allur tónlistarskólinn var málaður í lok síðasta árs, skipt um loftljós og fleira.
Umræða varð í skólanefnd um tónleika Tónlistarskólans, hvort tvískipta ætti tónleikum til að gefa fleiri nemendum kost á að koma fram, eða hvort fjölga megi viðburðum á vegum skólans. Til frekari umræðu síðar.
21.4
2001003
Samband íslenskra sveitarfélaga - Niðurstöður skólaþings 2019
Skólanefnd - 152
Forseti setti fund.
Forseti lagði til að tekinn verði á dagskrá með afbrigðum dagskrárliðurinn; Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Endurnýjun á rekstrarleyfi - Ferðaþjónustan í Suður-Bár, sem yrði 17. liður á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.
Samþykkt samhljóða.
Gengið var til dagskrár.