Málsnúmer 1911010

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 206. fundur - 13.11.2019

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmdar við endurbætur á þjóðvegi 54 á blindhæð við Kirkjufell og Kirkjufellsfoss.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur kynnt sér fylgigögn sem vísað er til í umsókn um framkvæmdaleyfi. Það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt, hönnunargögn séu fullnægjandi og að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag, sbr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi til Vegagerðarinnar að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.