Málsnúmer 1911021

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 205. fundur - 01.11.2019

Umsókn Grundarfjarðarbæjar um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku í Lambakróarholti.



Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, f.h. bæjarins, leggur fram umsókn um framkvæmdaleyfi, skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna 140.000 m3 efnistöku af tæplega 29.000 m2 svæði, í Lambakróarholti í Grundarfjarðarbæ.
Ráðgert er til að byrja með að nýta 70.000 m3 af klapparefni úr námunni í brimvörn og fyllingarefni vegna lengingar á Norðurgarði sem hafin er, en efnið verður allt nýtt þar sem þörf er á klapparefni.

Sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir efnistöku úr Lambakróarholti fyrir 140.000 m3 efnis á grunni staðfestrar breytingar dags. 1.11.2019 á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015 vegna lengingar Norðurgarðs og efnistökusvæðis í Lambakróarholti.









Skipulags- og umhverfisnefnd hefur kynnt sér fylgigögn sem vísað er til í umsókn um framkvæmdaleyfi. Það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt, að framkvæmdin sé í samræmi við ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu og gildandi skipulagsáætlun, sbr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Samræmi er á milli þeirrar framkvæmdar sem lýst er í tilkynningu framkvæmdar til Skipulagsstofnunar og umsóknar um framkvæmdaleyfi, ásamt þeim gögnum sem lögð eru fram með henni.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í námu í Lambakróarholti í samræmi við fyrrnefnda umsókn með tilvísan í 15. gr. skipulagslaga. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.