Bæjarstjórn samþykkti á 232. fundi sínum þann 28. nóvember sl. að leggja lóðina að Grundargötu 31 inn til úthlutunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd. Húseign á lóðinni sé víkjandi þegar til úthlutunar kemur.
Lagt til að skipulags- og umhverfisnefnd samþykki að lóðin verði hluti af stærri byggingarreit í miðbæ sem auglýstur verði laus til úthlutunar með fyrirvara um deiliskipulag.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að Grundargata 31 verði hluti af miðbæjarreit sbr. Aðalskipulagstillögu.
Miðbæjarreitur er því laus til úthlutunar með fyrirvara um deiliskipulag.