208. fundur 04. desember 2019 kl. 12:00 - 13:25 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
Starfsmenn
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulags- og byggingafulltrúi
Fundargerð ritaði: Unnur Þóra Sigurðardóttir formaður skipulags- og umhverfisnefndar
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Landsnet - Umsókn um framkvæmdaleyfi v. vatnsrás

Málsnúmer 1911029Vakta málsnúmer

Umsókn Landsnets hf. um framkvæmdaleyfi v. frágangs ofan iðnaðarsvæðis í framhaldi af byggingu nýs spennivirkis við Ártún.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi til Landsnets að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

2.Grundarfjarðarlína 1, jarðstrengur, beiðni um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 1912004Vakta málsnúmer

Landsnet óskar eftir verkleyfi v/tilfærslu á endamastri sem tengir nýtt tengivirki við 66 kV loftlínu skammt vestan við Kverná.
Landsnet hefur áhuga á að fara í verkið nú þegar og ljúka fyrir lok ársins 2019.
Landsnet óskar því eftir framkvæmdarleyfi til að hefja verkið.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi til Landsnets að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

3.Grundargata 31 - Lóð

Málsnúmer 1911044Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti á 232. fundi sínum þann 28. nóvember sl. að leggja lóðina að Grundargötu 31 inn til úthlutunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd. Húseign á lóðinni sé víkjandi þegar til úthlutunar kemur.
Lagt til að skipulags- og umhverfisnefnd samþykki að lóðin verði hluti af stærri byggingarreit í miðbæ sem auglýstur verði laus til úthlutunar með fyrirvara um deiliskipulag.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að Grundargata 31 verði hluti af miðbæjarreit sbr. Aðalskipulagstillögu.

Miðbæjarreitur er því laus til úthlutunar með fyrirvara um deiliskipulag.

4.Grundargata 12 og 14

Málsnúmer 1712013Vakta málsnúmer

Grundargata 12-14 - 5 Umsagnir v/grenndarkynningar sem bárust embætti skipulags- og byggingarfulltrúa.
Óskað er eftir að nefndin fari yfir umræddar umsagnir.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið umsagnir vegna grenndarkynningar sem lýtur að fyrirhuguðum byggingaráformum að Grundargötu 12-14.

Alls bárust fimm umsagnir.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að fela byggingarfulltrúa í samráði við skipulagslögfræðing bæjarins, að koma með tillögur að svörum til umsagnaraðila.

5.Byggingarleyfi og reyndarteikningar - TSC ehf. - Menningarhús að Sólvöllum 8.

Málsnúmer 1905024Vakta málsnúmer

TSC ehf sendir inn formlega umsókn um byggingarleyfi vegna Klifurhússins að Sólvöllum 8 með áorðnum breytingum.

Byggingarfulltrúi ásamt slökkviliðsstjóra fóru í úttekt á húsnæðinu í sumar og óskuðu eftir að umsókn um byggingarleyfi ásamt reyndarteikningum.

Á 200. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 16. maí síðastliðinn var erindið tekið fyrir þ.e. hvort starfsemi menningarhúss samræmdist skipulagi umhverfis. Nefndin lagði áherslu á að notkun húsnæðisins væri rétt skráð og að sótt yrði um þær breytingar sem áætlaðar yrðu ásamt teikningum.


Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingaleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

6.Lausar lóðir í Grundarfjarðarbæ.

Málsnúmer 1604026Vakta málsnúmer

Byggingarfulltrúi leggur fram teikningu að drögum að nýrri lóð í Fellasneið 3/5 auk breytts fyrirkomulags við aðliggjandi lóð.


Lagt fram til kynningar fyrir skipulags- og umhverfisnefnd, til umræðu síðar.

7.Björgunarsveitin Klakkur - Umsögn lóðareiganda vegna leyfis til skoteldasölu

Málsnúmer 1911031Vakta málsnúmer

Óskað var eftir samþykki bæjarins sem lóðareiganda, vegna umsóknar Bjsv. Klakks um leyfi til sölu á skoteldum kringum jól/áramót 2019/2020, í samræmi við 31. gr. reglugerðar um skotelda nr. 414/2017.
Grundarfjarðarbær hefur gefið jákvæða umsögn vegna leyfis til sölu skotelda.

Lagt fram til kynningar.

8.Landsnet - Verkefnis- og matslýsing Kerfisáætlunar 2020-2029

Málsnúmer 1911042Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar.

9.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið - Breytingar á samþykktum um stjórn

Málsnúmer 1912002Vakta málsnúmer


Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og umhverfisnefnd vekur athygli á breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum.

10.Skipulagsstofnun - Fréttabréf

Málsnúmer 1911035Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundargerð þessi er birt með fyrirvara um afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundi slitið - kl. 13:25.