Málsnúmer 1911045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 540. fundur - 03.12.2019

Bæjarráð samþykkir að auglýsa hleðslustöð bæjarins til úthlutunar. Stöðin skal vera staðsett innan þéttbýlis bæjarins. Sæki fleiri en einn um, skiptir staðsetning og opnunartími stöðvar máli við úthlutun.

Bæjarstjóra falin framkvæmd þessarar ákvörðunar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 544. fundur - 30.04.2020

Í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar í lok ársins 2019 var auglýst eftir umsóknum um rafhleðslustöð sem bærinn fékk að gjöf.

Ein umsókn barst um rafhleðslustöðuna, frá Bjargarsteini - mathúsi.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta Bjargarsteini rafhleðslustöðinni til uppsetningar og felur bæjarstjóra að gera samning þar að lútandi í samræmi við umræður á fundinum.