Málsnúmer 1912004

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 208. fundur - 04.12.2019

Landsnet óskar eftir verkleyfi v/tilfærslu á endamastri sem tengir nýtt tengivirki við 66 kV loftlínu skammt vestan við Kverná.
Landsnet hefur áhuga á að fara í verkið nú þegar og ljúka fyrir lok ársins 2019.
Landsnet óskar því eftir framkvæmdarleyfi til að hefja verkið.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi til Landsnets að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.