Málsnúmer 2001006F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 235. fundur - 13.02.2020

 • .1 2001026 Ártún 3 - Byggingarleyfi
  Vélsmiðja Grundarfjarðar sendir inn umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við húsnæði vélsmiðju við Ártún 3. Skipulags- og umhverfisnefnd - 211 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið en bendir á að umrædd framkvæmd fellur ekki undir skilmála samþykkts deiliskipulags frá 2015.

  Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við framkvæmdaraðila.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK og UÞS.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .2 2001027 Sæból 30 - Byggingarleyfi
  Sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga utanhúss ásamt breytingu á burðarvegg.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 211 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

  Unnur Þóra Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
  Bókun fundar UÞS vék af fundi undir þessum lið.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  UÞS tók aftur sæti sitt á fundinum.
 • .3 2001025 Grundarfjarðarhöfn, vigtarhús - Byggingarleyfi
  Hafnarstjórn leggur inn teikningar vegna fyrirhugaðrar breytingar á þaki á vigtarhúsi við höfnina þar sem núverandi þak lekur. Hafnarstjórn leggur til að tillaga 1 verði valin og samþykkt. Skipulags- og umhverfisnefnd - 211 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu Hafnarstjórnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .4 1707004 Fellasneið / Fellabrekka - Götufrágangur
  Grundarfjarðarbær sækir um framkvæmdarleyfi vegna frágangs götu við Fellasneið ofan Fellabrekku. Vísað er í bókun 204. fundar skipulags- og umhverfisnefndar um þessa framkvæmd undir máli nr. 1902007. Til stendur að senda út verðkönnun og óska eftir verktaka í verkið á næstu vikum og gert er ráð fyrir að vinnu verði lokið í byrjun júni 2020.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 211 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi til Grundarfjarðarbæjar að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .5 1903035 Soffanías Cecilsson hf. - Byggingarleyfi
  Soffanías Cecilsson hf. sækir um leyfi til að styrkja glugga í húsi sínu að Borgarbraut 1 með því að setja þverpósta í opnanlegu fögin. Skipulags- og umhverfisnefnd - 211 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .6 1902044 Bongó slf - Stöðuleyfi
  Sótt er um stöðuleyfi frá 20.05.2020 til 20.08.2020 fyrir matarvagn á auðu svæði á Grundargötu 33 líkt og áður hefur verið. Skipulags- og umhverfisnefnd - 211 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum.  Bókun fundar Rætt var um framtíð miðbæjarreitsins.

  Til máls tóku JÓK, HK, UÞS, BS og BÁ.