235. fundur 13. febrúar 2020 kl. 15:30 - 18:44 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG)
  • Garðar Svansson (GS)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
  • Guðni Ágústsson v / oneSystems
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún sagði frá því að Ungmennaráð Vesturlands hafi verið stofnað og Grundarfjarðarbær á þar sinn fulltrúa, Tönju Lilju Jónsdóttur.

Vegagerðin hefur svarað erindi bæjarstjóra um merkingar á þjóðvegi 54 og mun á næstunni setja upp skilti, í tengslum við nýja áningarstaðinn við Kirkjufellsfoss.

Bæjarstjóri hefur unnið að undirbúningi samningsgerðar við trúnaðarlækni fyrir sveitarfélagið.

Hún sagði frá samtölum við þingmenn sem fundað hafa á svæðinu í kjördæmaviku þingsins.

Þá sagði hún frá því að íþrótta- og æskulýðsnefnd hefði fengið styrk til hönnunar á söguskilti í Þríhyrninginn, úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands, en úthlutunarhátíð var haldin þann 7. febrúar sl.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Rætt um snjómokstur og snjómokstursþjónustu á þjóðvegum. Jafnframt rætt um næstu fundi bæjarstjórnar, bæjarráðs, skipulags- og umhverfisnefndar og með fulltrúum Capacent.

Bæjarstjóri sagði frá ferð til Finnlands á vegum Svæðisgarðsins Snæfellsness vegna lokafundar í evrópsku verkefni. Fram kom að bæjarstjóri sótti ráðstefnu og fundi á vegum Svæðisgarðsins Snæfellsness, ásamt fleirum, í Juensuu í Finnlandi, dagana 4.-6. febrúar sl.

3.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer

Forseti sagði frá fundi á Snæfellsnesi með nýjum bankastjóra Arion banka.

Bæjarstjórn ræddi bókanir stjórnar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) á fundi stjórnar þann 5. febrúar sl. um opinber störf á landsbyggðinni. Bæjarstjórn tekur undir eftirfarandi, sem sagt er í bókun SSV:

„Í nýjum hagvísi SSV um opinber störf kemur fram að þau eru hlutfallslega hvergi færri en á Vesturlandi. Það skiptir mikil máli að opinber þjónusta ríkisins sé með þeim hætti að hægt sé að veita íbúum allra landshluta góða þjónustu og opinberar stofnanir og fyrirtæki í opinberri eigu hafi þann mannauð sem til þarf. Jafnframt er afar mikilvægt að ríkið dreifi starfsemi sinni um landið og treysti með þeim hætti atvinnulíf um allt land. Með því móti er stuðlað að fjölbreyttara atvinnulífi sem og atvinnumöguleikum kvenna og ungs og menntaðs fólks. Stjórn SSV leggur á það þunga áherslu að nú þegar móti stjórnvöld skýra stefnu um staðsetningu opinberra starfa á landsbyggðinni og þar verði sérstaklega horft til svæða þar sem opinberum störfum hefur fækkað undanfarin ár og þau eru hlutfallslega færri en í öðrum landshlutum.“

„Stjórn SSV fagnar frumkvæði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um fjölgun starfa á landsbyggðinni frá 2020 fram til 2025 og að hann og forstöðumenn þeirra stofnana sem um er fjallað hafi sett sér mælanleg markmið um fjölgun starfa. Það vekur hins vegar furðu að Vesturlands sé hvergi getið í skýrslunni, það er engu líkara en landshlutinn sé ekki lengur hluti af landsbyggðinni og þar sé ekki þörf á fjölgun opinberra starfa. Í nýjum Hagvísi SSV um opinber störf kemur skýrt fram að þau eru hlutfallslega hvergi færri en á Vesturlandi."

Samþykkt samhljóða.

4.Bæjarráð - 542

Málsnúmer 1912007FVakta málsnúmer

  • Bæjarráð - 542 Fulltrúar stjórnar sjálfseignarstofnunarinnar Fellaskjól dvalarheimilis; Hildur Sæmundsdóttir, Kristján Guðmundsson og Ágúst Jónsson, sátu fundinn undir þessum lið.

    Umræður um málefni heimilisins.

    Þann 30. nóvember sl. var vígð ný viðbygging við húsnæði heimilisins. Með viðbyggingunni hefur skapast svigrúm fyrir fjögur ný hjúkrunarrými og bætta aðstöðu fyrir starfsemina. Farið var yfir þörf fyrir hjúkrunar- og dvalarrými. Nú eru 12 íbúar á heimilinu, en 14 manns á biðlista. Farið var yfir þá vinnu sem nú er unnið að til að fá aukið framlag til viðbyggingarinnar. Auk þess var rætt um byggingarkostnað.

    Fram kom að stjórn heimilisins hefur áhuga á að stofna virknisetur fyrir þau sem glíma við minnistap. Slíkt úrræði myndi gagnast öllum sem þurfa og einnig fólki á biðlista.

    Stjórn Fellaskjóls vinnur alla sína vinnu í þágu heimilisins í sjálfboðaliðastarfi. Var stjórnarmönnum þakkað fyrir sín mikilvægu störf.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK, RG, BÁ, SÞ og UÞS.

    Rætt um stöðu Fellaskjóls út frá efni umræðunnar í bæjarráði, annars vegar um kostnaðarhlutdeild ríkisins vegna viðbyggingar og hins vegar um ný hjúkrunarrými og þörf fyrir viðbótarrými.

    Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að undirrita skjal sem kynnt var á fundinum til stuðnings Fellaskjóli vegna samskipta við Arion banka.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 542 Stjórnarmenn úr Skotgrund, Skotfélagi Snæfellsness, þeir Jón Pétur Pétursson og Birgir Guðmundsson, sátu fundinn undir þessum lið.

    Fulltrúar stjórnar Skotfélags Snæfellsness ræddu um starfsemi og uppbyggingu á skotsvæði Snæfellsness. Formaður félagsins var með glærukynningu og fór yfir sögu félagsins, starfsemi, umhverfi og framkvæmdir. Félagið var stofnað árið 1987, og er þriðja elsta skotfélag landsins. Nú eru um 160 félagsmenn í félaginu, en félögum hefur fjölgað mikið síðustu ár.

    Umhverfi klúbbsins í Kolgrafafirði er einstakt og aðstaða góð. Klúbburinn er með samning við bæinn um aðstöðu á svæðinu, en bærinn á landið í Hrafnkelsstaðabotni. Klúbburinn er með nýlega riffilskotbraut, sem verið er að klára og eldri leirdúfuskotvöll, sem til stendur að endurnýja fljótlega og verður honum snúið, en þá verður svæðið með bestu keppnisskotvöllum á landinu. Þá á félagið með 20 ferm. félagsheimili, sem er of lítið fyrir starfsemi félagsins og ætlunin er að endurnýja á næstu árum. Næstu uppbyggingarverkefni eru að klára framkvæmdir við riffilvöll og að endurbyggja leirdúfuskotvöllinn.
    Öll uppbygging hefur byggst á sjálfboðaliðastarfi. Á svæðinu er hvorki vatn né rafmagn og háir það frekari uppbyggingu.

    Rætt var um starfsemi félagsins, um uppbyggingu á félagssvæðinu í Kolgrafafirði, um aðstöðu til skotæfinga innanhúss, sbr. umræður í bæjarráði/bæjarstjórn um aðstöðu til slíks í samkomuhúsinu.

    Stjórnarmönnum Skotfélagsins var þakkað fyrir góða kynningu og umræður.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og GS.
  • Bæjarráð - 542 Stjórnarmenn Golfklúbbsins Vestarrs, Garðar Svansson, Jófríður Friðgeirsdóttir og Anna María Reynisdóttir, sátu fundinn undir þessum lið.

    Stjórnarmenn golfklúbbsins ræddu um starfsemi og uppbyggingu Golfklúbbsins Vestarrs.
    Fram kom að klúbburinn er ekki með langtímaleigusamning vegna aðstöðunnar eins og er. Áætlun næstu 10 ára gerir ráð fyrir kaupum á traktor, brautarvél, röffvél, flatarvél, skemmu og vallarhúsi. Þá er þörf á þökuskiptingu á brautum á næstu árum. Klúbburinn hefur verið duglegur að sækja um styrki til uppbyggingar. Mikið starf er unnið í sjálfboðaliðastarfi.

    Nú eru um 90 félagsmenn í klúbbnum. Auk þess eru 70-80 aukameðlimir gegnum annan klúbb (Golfklúbbinn Skjöld). Á sumrin nýta börn, unglingar og ungmenni aðstöðuna til æfinga. Klúbburinn er með fjölskyldugjald. Ef hjón eru í klúbbnum, er frítt fyrir börn yngri en 20 ára.

    Þau sögðu frá hugmyndum sem uppi eru um samstarf golfklúbbanna á Snæfellsnesi.

    Klúbburinn á 80 ferm. félagshús, sem er of lítið. Æskilegt væri að hafa um 140 ferm. hús með fjórum salernum. Þá vantar aðstöðu fyrir geymslu og viðgerðir á vélum og tækjum, og væri skemma undir það forgangsatriði.

    Rætt um starfsemi og uppbyggingu.

    Stjórnarmönnum var þakkað fyrir góða kynningu og umræður.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK og GS.
  • 4.4 2001004 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 542 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • 4.5 1904023 Greitt útsvar 2019
    Bæjarráð - 542 Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-desember 2019. Skv. yfirlitinu hækkaði greitt útsvar ársins 2019 um 5% frá árinu áður.
  • 4.6 1907020 Launaáætlun 2019
    Bæjarráð - 542 Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum fyrir árið 2019. Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.
  • Bæjarráð - 542 Lögð fram beiðni Skíðadeildar UMFG um styrk vegna uppbyggingar og reksturs á skíðasvæði Snæfellsness í Grundarfirði.

    Ekki er unnt að veita beinan fjárstyrk, þar sem fjárhagsáætlunargerð ársins 2020 er lokið. Hins vegar er tekið vel í þá beiðni félagsins að skoða með aðkomu starfsmanns af hálfu bæjarins vegna viðveru á opnunartíma skíðalyftunnar. Bæjarstjóra falið að ræða við fulltrúa Skíðadeildarinnar um framkvæmd og útfærslu á slíkri aðkomu.

    Að auki leggur bæjarráð til að veittur verði styrkur fyrir fasteignaskatti sem lagður er á skíðalyftu og tilheyrandi mannvirki.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 542 Lagðir fram minnispunktar frá skólastjóra grunnskóla um framkvæmdina á haustönn varðandi hafragraut sem nemendum býðst á morgnana. Jafnframt lagt fram yfirlit yfir kostnað við morgunmatinn á haustönn og áætlun um kostnað við ávaxtaáskrift, sem til stendur að bjóða upp á.

    Bæjarráð samþykkir að halda áfram að bjóða uppá hafragraut á vorönn. Auk þess er nú í undirbúningi að koma á ávaxtaáskrift. Bæjarráð samþykkir að gjald vegna hennar verði 3.400 kr. á mánuði. Gjald vegna ávaxtaáskriftar verði endurskoðað fyrir haustönn, að fenginni reynslu.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Vísað er í sérstakan lið sem er á dagskrá þessa bæjarstjórnarfundar, um breytingu á áskriftargjaldi frá því sem hér kemur fram og var samþykkt af bæjarráði.

  • Bæjarráð - 542 Lagt til að íbúðin að Grundargötu 65 verði sett í sölumeðferð, sem er í samræmi við umræður í bæjarráði og bæjarstjórn í lok síðasta árs, við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 542 Lögð fram drög að skilmálum um tímabundinn afslátt á gatnagerðargjöldum. Í skilmálunum kemur m.a. fram að veittur verði 50% afsláttur vegna nýbyggingar íbúðarhúsnæðis á tilteknum eldri íbúðarlóðum og af atvinnuhúsnæði á tilteknum iðnaðar- og athafnalóðum.

    Hægt verður að sækja um lóðir til nýbyggingar með 50% afslætti gatnagerðargjalds frá 1. mars til 1. september 2020.

    Drög að skilmálum samþykkt samhljóða og bæjarstjóra falinn lokafrágangur þeirra fyrir næsta bæjarstjórnarfund.
  • Bæjarráð - 542 Lögð fram beiðni Félags heyrnarlausra um styrk vegna gerðar táknmálsapps, sögustundar á táknmáli í símanum fyrir heyrnarlaus börn, en bæjarstjórn vísaði afgreiðslu málsins til bæjarráðs.

    Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

    Samþykkt samhljóða.
  • 4.12 1801023 Nesvegur 13
    Bæjarráð - 542 Lögð fram til kynningar gögn vegna málaloka v/Nesvegar 13 og deiliskipulags á Sólvallareit, sbr. fyrri bókanir um málið. Gerð var réttarsátt í málinu og er því lokið.
  • Bæjarráð - 542 Lögð fram til kynningar gögn vegna sölu hlutabréfa Þróunarfélags Snæfellinga til Svæðisgarðsins Snæfellsnes. Áður hafði stjórn Þróunarfélagsins fært Fjölbrautaskóla Snæfellinga fjáreign félagsins, þar sem félagið hafði hætt starfsemi.
  • Bæjarráð - 542 Lögð fram til kynningar boðun á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 26. mars nk.
  • Bæjarráð - 542 Lagt fram til kynningar boð á umhverfisráðstefnu Gallup 2020 sem haldin verður 19. febrúar nk.
  • Bæjarráð - 542 Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 17. janúar sl. um viðmiðunarreglur um fjárframlög til stjórnmálaflokka, ásamt stefnu sambandsins um samfélagslega ábyrgð.
  • Bæjarráð - 542 Lagt fram til kynningar erindi forsætisráðuneytisins um tekjur vegna þjóðlendna árið 2019 ásamt svari bæjarins við erindinu.

5.Skipulags- og umhverfisnefnd - 210

Málsnúmer 2001001FVakta málsnúmer

  • Farið yfir umsögn Ívars Pálssonar hrl. og tillögu að afgreiðslu sem hann vann fyrir skipulags- og byggingarfulltrúaembættið vegna grenndarkynningar á Grundargötu 12 og 14.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 210 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög Landslaga, Ívars Pálssonar hrl., að umsögn um athugasemdir sem bárust í grenndarkynningu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara umsagnaraðilum.

    Lóðunum Grundargötu 12 og 14 var úthlutað til lóðarhafa með ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar á 185. fundi þann 1. febrúar 2018, eftir að samþykkt var í bæjarstjórn að fella tímabundið niður gatnagerðargjöld á íbúðarhúsalóðum. Umsókn lóðarhafa um byggingarleyfi, sem lögð var fyrir nefndina þann 29. júlí 2019. ásamt teikningum, og samþykkt var á þeim fundi að grenndarkynna, gerði ráð fyrir 9 íbúðum á umræddum tveimur íbúðarhúsalóðum. Ekki var sótt um gististarfsemi í húsnæðinu þó nefndinni væri kunnugt um áhuga umsækjanda á að fá mögulega leyfi til slíkrar starfsemi síðar.
    Á fundi bæjarstjórnar þann 12. apríl 2018 hafði bæjarstjórn tekið fyrir erindi lóðarhafa sem óskaði eftir heimild til að starfrækja gistingu fyrir ferðamenn í húsnæðinu „ef húsin hvorki seljast né leigjast á almennum markaði“ eins og sagði í erindinu. Í afgreiðslu bæjarstjórnar sagði að bæjarstjórn teldi sér ekki fært að verða við erindinu, en benti á að í nýju aðalskipulagi yrði sett fram stefna um rekstur gistingar í íbúðarbyggð.
    Í grenndarkynningunni sem fram fór í október-nóvember sl. vildi nefndin hins vegar upplýsa hagsmunaaðila um áhuga umsækjanda á mögulegri gististarfsemi í húsnæðinu, þó ekki stæði til að grenndarkynna slíka starfsemi. Umsækjandi bætti þeirri fyrirætlan sinni inn á hina kynntu aðaluppdrætti, án samþykkis nefndarinnar.



    Fyrirliggjandi athugasemdir lúta að langmestu leyti að starfseminni en ekki húsinu sem slíku. Skipulags- og umhverfisnefnd er því, þrátt fyrir athugasemdir, tilbúin til að samþykkja byggingu íbúðarhúss í samræmi við hina kynntu uppdrætti en tekur ekki afstöðu til heimildar til umsóknar um gististarfsemi. Er það í samræmi við fyrri afgreiðslu nefndarinnar. Nefndin fellst á umsóknina fyrir sitt leyti en án nokkurrar heimildar til gististarfsemi, enda er umsókn um slíkt háð leyfi sýslumanns, að fenginni umsögn bæjarstjórnar. Bæjarstjórn hefur mótað sér stefnu um grenndarkynningu rekstrarleyfa í nýju, ósamþykktu en auglýstu aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar.


    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsókn Hafnaríbúða ehf. og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi vegna íbúðarhúss með 9 íbúðum á lóðunum Grundargötu 12 og 14, berist honum lagfærðir uppdrættir þar sem eingöngu er gert ráð fyrir íbúðum í húsinu og að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur endurútgefið byggingarleyfi vegna byggingar sumarhúss að Mýrarhúsum 6.

    Lagt fram til staðfestingar nefndarinnar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 210 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lagt fram erindi framkvæmdaraðila dags. 26. júní 2019, þar sem sveitarstjórn Grundarfjarðarbæjar er tilkynnt um áformaða skógrækt á jörðinni Spjör, á grundvelli 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum til ákvörðunar um hvort framkvæmdirnar skuli háðar mati skv. lögunum, en fyrirhugaðar framkvæmdir falla í flokk C skv. 1. viðauka laganna. Jafnframt óskar framkvæmdaraðili eftir framkvæmdaleyfi fyrir skógræktinni sbr. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Málið var áður til umfjöllunar á fundum skipulags- og umhverfisnefndar 15.11.2019 og 16.1.2019.

    Framlögð gögn eru:
    1. Greinargerð framkvæmdaraðila um möguleg umhverfisáhrif skógræktar í landi Spjarar í Grundarfjarðarbæ, dags. 5.12.2019. Áður til umfjöllunar á fundi nefndarinnar þann 16. janúar 2020.

    2. Eyðublaðið „Ákvörðun um framkvæmd í flokki C“, útfyllt af framkvæmdaraðila.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 210 Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið framlögð gögn og telur, með vísan í framlögð gögn og fyrri umfjöllun, ekki líklegt að áformuð skógrækt muni valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000.

    Að fengnu samþykki bæjarstjórnar samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd framkvæmdarleyfi fyrir skógræktinni að Spjör og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi, sbr. reglugerð nr. 772/2012, eins og henni er lýst í framlögðum gögnum.

    Mælst er til að stefna í fyrirliggjandi tillögu að nýju aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar, s.s. hvað varðar minjar, ásýnd og landslag og fjarlægð frá vatnsbökkum, veitum og samgönguæðum, verði höfð til hliðsjónar við frekari útfærslu skógræktarframkvæmdanna og við deiliskipulagsgerð fyrirhugaðrar frístundabyggðar.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, GS og UÞS.

    Fyrir skipulags- og umhverfisnefnd var lagt fram erindi framkvæmdaraðila, landeigenda Spjarar, þar sem tilkynnt er um áformaðar framkvæmdir við skógrækt í landi jarðarinnar, sbr. framlögð gögn. Auk þess var lögð fram ósk um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna framkvæmdarinnar.

    Framkvæmdin er C-framkvæmd og fellur undir flokk V, lið 1.07 í viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2000.

    Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag.

    Framkvæmdin er tilkynningarskyld til leyfisveitanda, þ.e. Grundarfjarðarbæjar, sem ákvarðar hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum áður en framkvæmdarleyfi verður veitt.

    Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulags- og umhverfisnefnd farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila á fundi sínum 22. janúar 2020. Niðurstaða nefndarinnar var að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

    Nefndin fór jafnframt yfir framlögð gögn vegna framkvæmdarinnar, sem er í samræmi við samþykkt aðalskipulag og samþykkti útgáfu framkvæmdarleyfisins.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og mun auglýsa hana í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Kærufrestur verði ákveðinn, sbr. 14. gr. sömu laga, og verði rúmar 4 vikur frá þeim degi sem auglýsing birtist í bæjarblaði og á vef.

    Samþykkt samhljóða.

  • Á 200. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 16. maí 2019 var veitt tímabundið stöðuleyfi fyrir frístundahús í Látravík 2. Ennfremur var farið yfir stöðu máls vegna umsóknar um byggingarleyfi frístundahúss. Í umsókninni er sótt um að staðsetja frístundahús nær vatni heldur en skipulagsreglugerð gerir ráð fyrir, eða í um 40 m fjarlægð frá Lárvaðli. Skipulagsreglugerð gerir ráð fyrir 50 m fjarlægð.
    Skipulags- og byggingarfulltrúi og formaður nefndarinnar áttu fund með umsækjanda um umsóknina þann 10. maí 2019, sbr. minnispunkta af þeim fundi. Þar óskaði framkvæmdaraðili eftir því að sótt yrði um undanþágu vegna staðsetningar frístundahúss, til umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna 5.3.2.14 gr. skipulagsreglugerðar þar sem fjallað er um fjarlægðir frá vötnum og sjó.

    Í framhaldi af því og afgreiðslu málsins á 200. fundi nefndarinnar þann 16. maí 2019, skrifaði skipulags- og byggingarfulltrúi bréf til umhverfis- og auðlindaráðuneytis og óskaði eftir slíkri undanþágu, vegna staðsetningar frístundahúss í um 40 m fjarlægð frá Lárvaðli. Eftir meðferð málsins þar og umsögn Skipulagsstofnunar um erindið, óskaði ráðuneytið eftir því við Grundarfjarðarbæ að fá senda tilvísun í skýra bókun eða umsögn sveitarfélagsins um beiðni umsækjanda um slíka undanþágu. Auk þess vakti ráðuneytið athygli á, eftir ábendingu Skipulagsstofnunar, að staðsetning frístundahúss, skv. umsókn, sé ekki í samræmi við d-lið 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar, sem segir til um fjarlægð frístundahúsa frá stofnvegi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 210 Með vísan í ofangreint er málið tekið aftur fyrir að því er snýr að beiðni til ráðuneytisins um undanþágu frá ákvæði 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd óskar því eftir staðfestingu bæjarstjórnar á því að sótt verði um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna byggingar frístundahúss í landi Látravíkur 2, landnúmer 223871, í 40 m fjarlægð frá Lárvaðli. Rétt er að taka fram að umrætt hús er utan helgunarsvæðis Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið, að fengnu samþykki bæjarstjórnar, að rita umhverfis- og auðlindaráðuneyti erindi að nýju.

    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    Bæjarstjórn samþykkir að sótt verði um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna byggingar frístundahúss í landi Látravíkur 2, í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar.
  • Lögð fram til samþykktar uppfærð lóðarblöð að lóðunum Fellabrekka 7-21 með hnitum og hæðarsetningum.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 210 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð lóðarblöð.

6.Skipulags- og umhverfisnefnd - 211

Málsnúmer 2001006FVakta málsnúmer

  • 6.1 2001026 Ártún 3 - Byggingarleyfi
    Vélsmiðja Grundarfjarðar sendir inn umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við húsnæði vélsmiðju við Ártún 3. Skipulags- og umhverfisnefnd - 211 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið en bendir á að umrædd framkvæmd fellur ekki undir skilmála samþykkts deiliskipulags frá 2015.

    Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við framkvæmdaraðila.




    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, HK og UÞS.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 6.2 2001027 Sæból 30 - Byggingarleyfi
    Sótt er um byggingarleyfi vegna breytinga utanhúss ásamt breytingu á burðarvegg.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 211 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

    Unnur Þóra Sigurðardóttir vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar UÞS vék af fundi undir þessum lið.

    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

    UÞS tók aftur sæti sitt á fundinum.
  • 6.3 2001025 Grundarfjarðarhöfn, vigtarhús - Byggingarleyfi
    Hafnarstjórn leggur inn teikningar vegna fyrirhugaðrar breytingar á þaki á vigtarhúsi við höfnina þar sem núverandi þak lekur. Hafnarstjórn leggur til að tillaga 1 verði valin og samþykkt. Skipulags- og umhverfisnefnd - 211 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir tillögu Hafnarstjórnar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 6.4 1707004 Fellasneið / Fellabrekka - Götufrágangur
    Grundarfjarðarbær sækir um framkvæmdarleyfi vegna frágangs götu við Fellasneið ofan Fellabrekku. Vísað er í bókun 204. fundar skipulags- og umhverfisnefndar um þessa framkvæmd undir máli nr. 1902007. Til stendur að senda út verðkönnun og óska eftir verktaka í verkið á næstu vikum og gert er ráð fyrir að vinnu verði lokið í byrjun júni 2020.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 211 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi til Grundarfjarðarbæjar að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 6.5 1903035 Soffanías Cecilsson hf. - Byggingarleyfi
    Soffanías Cecilsson hf. sækir um leyfi til að styrkja glugga í húsi sínu að Borgarbraut 1 með því að setja þverpósta í opnanlegu fögin. Skipulags- og umhverfisnefnd - 211 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • 6.6 1902044 Bongó slf - Stöðuleyfi
    Sótt er um stöðuleyfi frá 20.05.2020 til 20.08.2020 fyrir matarvagn á auðu svæði á Grundargötu 33 líkt og áður hefur verið. Skipulags- og umhverfisnefnd - 211 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi að uppfylltum skilyrðum.



    Bókun fundar Rætt var um framtíð miðbæjarreitsins.

    Til máls tóku JÓK, HK, UÞS, BS og BÁ.

7.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 1909035Vakta málsnúmer

Lagður fram samanburður á gjaldskrám vegna gatnagerðargjalda hjá tíu sveitarfélögum. Jafnframt lögð fram tillaga að breytingu á gjaldskrá gatnagerðargjalda.

Lagt er til að gatnagerðargjald vegna nýs íbúðarhúsnæðis sem byggt er við þegar lagðar götur, lækki sem hér segir:

Einbýlishús með eða án bílgeymslu fari úr 9 í 8%
Par- og raðhús með eða án bílgeymslu pr. íbúð fari úr 8,50 í 7%
Fjölbýlishús með eða án bílgeymslu, pr. íbúð fari úr 7 í 6%.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra verði falið að ganga frá breytingu á gjaldskrá í samræmi við þetta.

Samþykkt samhljóða.

8.Tímabundinn afsláttur á gatnagerðargjöldum

Málsnúmer 2001011Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga sem unnin var af bæjarráði, um tímabundinn afslátt af gatnagerðargjöldum. Gefinn verður tímabundinn 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum af tilgreindum íbúðar- og atvinnulóðum, sem eru eftirfarandi:

Íbúðarlóðir:
Fellabrekka 1
Fellabrekka 5
Fellabrekka 7
Fellabrekka 9
Fellasneið 3
Grundargata 63
Grundargata 82
Grundargata 90
Hellnafell 1
Hlíðarvegur 7
Ölkelduvegur 17
Ölkelduvegur 19
Ölkelduvegur 23
Ölkelduvegur 29

Iðnaðarlóðir:
Ártún 18
Hjallatún, metralóðir, sbr. kort.

Lágmarksgjald skv. gjaldskránni er aftengt á tímabilinu, en hámarksgjald heldur sér. Tillagan gildir fyrir tímabilið frá 1. mars til 31. ágúst nk.

Samþykkt samhljóða.

9.Steinprent - stuðningur við dreifingu Jökuls, bæjarblaðs

Málsnúmer 1912012Vakta málsnúmer


Bæjarstjóri kynnti niðurstöðu úr samtali sínu við útgefanda Jökuls, bæjarblaðs, en bæjarstjóra hafði verið falin úrlausn málsins. Grundarfjarðarbær mun til reynslu, styðja útgáfu Jökuls vegna dreifingar blaðsins í Grundarfirði.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn sat hjá (HK).

10.Ávaxtaáskrift í grunnskóla

Málsnúmer 1905008Vakta málsnúmer

Lögð fram uppfærð tillaga skólastjóra grunnskólans um gjald fyrir ávaxtaáskrift.

Lagt til að gjald fyrir ávaxtaáskrift verði 2.000 kr. á mánuði og verði endurskoðað fyrir haustönn, að fenginni reynslu.

Samþykkt samhljóða.

11.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Endurnýjun rekstrarleyfis - MG gisting vegna Hrannarstígs 3

Málsnúmer 2002008Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi, þar sem óskað er umsagnar um umsókn MG gistingar um endurnýjun á rekstrarleyfi í flokki II.

Fyrir liggur jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra, frá 12. febrúar 2020.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

12.Könnun á stöðu lífríkis Melrakkaeyjar vegna friðlýsingar

Málsnúmer 2002011Vakta málsnúmer

Árið 2005 birtist ítarleg grein eftir dr. Ævar Petersen um náttúrufar Melrakkaeyjar í 6. hefti ritraðarinnar „Fólkið, fjöllin, fjörðurinn, safn til sögu Eyrarsveitar. Þar fer Ævar yfir allar heimildir um náttúrufarið í eyjunni, bæði birtar og óbirtar, þar á meðal upplýsingar frá ábúendum á Setbergi og frá þeim sem önnuðust skráningu fuglalífs í eyjunni á árum áður. Áhersla er á fuglalífið í samantektinni. Þar er farið yfir að sögusagnir séu um að fuglalífinu hafi hrakað eftir friðlýsinguna. Höfundur rekur það og kemst að þeirri niðurstöðu að það sé ekki rétt. Fuglalífið var ein af aðalástæðum þess að eyjan var friðlýst á sínum tíma en samantekt Ævars bendir til að verndargildi hennar hafi ekki minnkað.

Til máls tóku: JÓK, HK, BS, UÞS og SÞ.

Lagt til að skipulags- og umhverfisnefnd sé falið að skoða þær heimildir, gögn og rannsóknir sem til eru um þróun og stöðu lífríkis Melrakkaeyjar vegna friðlýsingar eyjunnar árið 1971. Kallað verði sérstaklega eftir því hvaða úttektir hafi verið gerðar á stöðu lífríkis í eyjunni og hvort vöktun fuglalífs í eyjunni sé viðunandi.

Samþykkt samhljóða.

13.Deloitte ehf. - Ráðningarbréf um endurskoðun 2020

Málsnúmer 2001024Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar ráðningarbréf við Deloitte ehf. vegna endurskoðunar ársreiknings 2019.

14.Umhverfisstofnun - Endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu

Málsnúmer 2001016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar dags. 21. janúar sl. varðandi endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu árið 2018.

Bæjarstjóri hefur framsent þessi gögn til Íslenska gámafélagsins, sem er sorpverktaki bæjarins, og óskað viðbragða þeirra.

15.Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga

Málsnúmer 2001028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 27. janúar sl. varðandi skil á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga sem skal skila fyrir 1. mars 2020. Jafnframt lagt fram svar bæjarstjóra.

16.Ríkislögreglustjórinn - Óvissustig vegna kórónaveiru

Málsnúmer 2002006Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar stöðuskýrslur Ríkislögreglustjóra vegna kórónaveirunnar 2019-nCoV frá 4. febrúar og 10. febrúar sl. þar sem lýst er óvissustigi vegna veirunnar.

17.Félagsmálanefnd Snæfellinga - Fundargerð 186. fundar

Málsnúmer 2002007Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 186. fundar félagsmálanefndar Snæfellinga frá 4. febrúar sl.

18.Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - Glugginn, fréttabréf

Málsnúmer 2002009Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar 1. tbl. Gluggans, fréttabréfs Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).

19.Jafnréttisráð - Jafnréttisþing 20. feb. 2020

Málsnúmer 2002010Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar dagskrá Jafnréttisþings 2020 sem haldið verður 20. febrúar nk. og fjalla mun um samspil jafnréttis- og umhverfismála og heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:44.