Málsnúmer 2001030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 542. fundur - 30.01.2020

Stjórnarmenn Golfklúbbsins Vestarrs, Garðar Svansson, Jófríður Friðgeirsdóttir og Anna María Reynisdóttir, sátu fundinn undir þessum lið.

Stjórnarmenn golfklúbbsins ræddu um starfsemi og uppbyggingu Golfklúbbsins Vestarrs.
Fram kom að klúbburinn er ekki með langtímaleigusamning vegna aðstöðunnar eins og er. Áætlun næstu 10 ára gerir ráð fyrir kaupum á traktor, brautarvél, röffvél, flatarvél, skemmu og vallarhúsi. Þá er þörf á þökuskiptingu á brautum á næstu árum. Klúbburinn hefur verið duglegur að sækja um styrki til uppbyggingar. Mikið starf er unnið í sjálfboðaliðastarfi.

Nú eru um 90 félagsmenn í klúbbnum. Auk þess eru 70-80 aukameðlimir gegnum annan klúbb (Golfklúbbinn Skjöld). Á sumrin nýta börn, unglingar og ungmenni aðstöðuna til æfinga. Klúbburinn er með fjölskyldugjald. Ef hjón eru í klúbbnum, er frítt fyrir börn yngri en 20 ára.

Þau sögðu frá hugmyndum sem uppi eru um samstarf golfklúbbanna á Snæfellsnesi.

Klúbburinn á 80 ferm. félagshús, sem er of lítið. Æskilegt væri að hafa um 140 ferm. hús með fjórum salernum. Þá vantar aðstöðu fyrir geymslu og viðgerðir á vélum og tækjum, og væri skemma undir það forgangsatriði.

Rætt um starfsemi og uppbyggingu.

Stjórnarmönnum var þakkað fyrir góða kynningu og umræður.

Bæjarráð - 543. fundur - 27.02.2020



Lagður fram tölvupóstur frá Golfklúbbnum Vestarr dags. 7. febrúar sl. með ósk um viðræður við bæjarráð vegna byggingar vélaskemmu við Bárarvöll.

Bæjarráð þykir þetta spennandi hugmynd sem vert er að skoða og vísar erindinu til vinnu við fjárhagsáætlun 2021. Hafi stjórn golfklúbbsins hugmyndir að því hvernig unnt er að veita klúbbnum liðsinni að öðru leyti, er bæjarráð tilbúið til viðræðna.

Samþykkt samhljóða.