Hafnarstjórn - 9Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda og rætt var um næstu áfanga.
Framkvæmdir við lengingu Norðurgarðs; keyrsla á görðum hefur gengið mjög vel, en rekstur stálþils hefur gengið erfiðlega vegna óhagstæðs veðurfars síðustu vikurnar.
Framkvæmdir við gerð sjóvarnar á hafnarsvæði, austan við Nesveg, sem einnig er í gangi, hefur gengið vel.
Ofangreindir áfangar halda áfram, í samræmi við gerða verksamninga. Næsti áfangi er þekja, lagnir og raforkuvirki á lengdum Norðurgarði; áætlaður tími útboðs er í maí nk.
Vegna eðlis hafnarframkvæmdanna er lítið svigrúm til að breyta verkhraða, m.t.t. tekna og ástands í samfélaginu, sbr. m.a. lið nr. 3 á dagskrá fundarins.
Hafnarstjórn - 9Farið var yfir niðurstöður rekstrar og fjárfestinga árið 2019 og rekstrartölur fyrstu þrjá mánuði ársins 2020.
Tekjur hafnarinnar árið 2019 voru rúmar 111 millj. kr., sem er vel yfir áætlun ársins. Gjöld eru rúmar 57 millj. kr., eða um 9 millj. kr. umfram áætlun og skýrist að mestu af auknum launakostnaði vegna meiri umsvifa hafnarinnar og viðhalds. Afkoma eftir afskriftir og fjármagnsliði er 46,5 millj. kr. Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með þessa niðurstöðu.
Tekjur hafnarinnar fyrstu þrjá mánuði þessa árs eru nánast þær sömu og fyrstu þrjá mánuði ársins 2019. Það er ánægjulegt, þegar haft er í huga tíðarfar síðustu mánaða og ástandið í samfélaginu.
Rætt var um stöðu og horfur, hvað varðar tekjur hafnarinnar 2020. Búast má við lækkun tekna hafnarinnar á yfirstandandi ári, einkum þá af skemmtiferðaskipum, vegna áhrifa Covid-19. Enn er þó mikil óvissa um þróun mála. Hafnarstjóri sagði frá því að nokkrar afbókanir hefðu þegar borist frá skipafélögum, en þær stæðu ekki í beinu sambandi við áhrif vegna Covid-19.
Hafnarstjóri kynnti yfirlit um framkvæmdir, aðrar en lengingu Norðurgarðs, og viðhaldsverkefni sem brýn eru. Ástand þekju á Norðurgarði hefur farið hratt versnandi og er nú svo komið að viðgerð verður ekki slegið mikið lengur á frest. Farið yfir tölur um áætlaðan kostnað við endurbætur á þekju og á öðrum liðum, eins og t.d. þaki hafnarhúss sem er orðið brýnt að skipta um. Til nánari skoðunar og úrvinnslu hjá hafnarstjóra, tekið fyrir á næsta fundi hafnarstjórnar.