Málsnúmer 2002003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 236. fundur - 12.03.2020

  • .1 1908016 Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 95 Áfram unnið í hugmyndum fyrir Þríhyrning.

    Ragnheiður Dröfn sýndi teikningar sem nemendur hennar í þriðja bekk grunnskólans unnu í náttúrufræði, þar sem farið var í útikennslu í Þríhyrning. Nemendum var skipt í hópa og hóparnir unnu hver sína tillögu að framtíðarfyrirkomulagi í Þríhyrningi. Það er athyglisvert að í hugmyndunum koma fram mikið af þeim atriðum sem komið hafa uppá borðið í hugmyndavinnu með íbúum, um Þríhyrninginn. Engu að síður eru einnig skemmtilegar hugmyndir til viðbótar við það sem þegar er komið fram.
    Myndir af hugmyndunum eru lagðar undir málið sem málsgögn, og verða nýttar í vinnunni.

    Ragnheiður Dröfn hafði rætt við formann UMFG um hugmyndir um samstarf og var tekið jákvætt í það.

    Rætt um vinnuna framundan og næstu skref skipulögð. Sett niður í minnisblað sem Björg mun bæta undir málið.


  • .2 2003010 Frisbígolf
    Formaður bauð gesti velkomna, þá Hafstein Mar og Loft Árna.

    Nefndin hafði óskað eftir að fá þá til fundar við sig til að ræða um möguleika á því að koma upp aðstöðu fyrir frisbígolf í Grundarfirði.
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 95 Rætt var um aðstöðu fyrir frisbígolf.
    Hafsteinn og Loftur fóru yfir það hvernig aðstöðu þarf fyrir frisbígolf, en fyrir nokkrum árum höfðu þeir félagar komið upp einni heimatilbúinni körfu í Paimpolgarði í þessu skyni.

    Skoðaðar voru myndir og rætt um hvernig þessi íþrótt fer fram. Ennfremur farið yfir kort af bænum og rætt um heppilega staðsetningu á körfum. Paimpolgarður og svæði ofan byggðar koma helst til greina, en æskilegt er að það sé þokkalegt landrými í kringum körfurnar og ennfremur að landslag og umhverfi sé aðlaðandi fyrir útivist og hreyfingu.

    Nefndin er mjög áhugasöm um að hægt sé að koma upp heilsársaðstöðu til að stunda frisbígolf. Nefndin telur að það sé til þess fallið að ýta undir hreyfingu og útivist hjá fólki á öllum aldri.

    Ákveðið var að hefja undirbúning að því að þetta geti orðið að veruleika.
    Hafsteinn og Loftur munu leita tiltekinna upplýsinga sem snúa að búnaði og aðstöðu, auk þess að skoða betur staðsetningu fyrir körfur.

    Nefndin mun sömuleiðis vinna nánar í hugmyndinni, m.a. byrja að ræða hugmyndina við hagsmunaaðila.

    Gestunum var þakkað fyrir komuna og fyrir að taka vel í óskir nefndarinnar um samstarf við að þróa þetta áfram.

  • .3 1903009 Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ
    Fyrir liggja drög Capacent að heildarstefnu, út úr stefnumótunarvinnu bæjarstjórnar sem nefndir hafa tekið þátt í. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 95 Drögin lögð fram til kynningar og nefndin mun fara vel yfir þau atriði sem falla undir málefnasvið nefndarinnar.
    Til umræðu á næsta fundi.
  • .4 2003008 Sumarnámskeið fyrir börn 2020
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 95 Nefndin fór yfir greinargerð umsjónarmanns sumarnámskeiða 2019, einkum um þau atriði sem ástæða er til að vinna betur í.

    Samþykkt að félagasamtökum verði skrifað bréf, þar sem leitað verði samstarfs um ákveðna þætti á svipuðum nótum og í fyrra, auk þess sem allar góðar hugmyndir eru vel þegnar. Bæjarstjóra falin framkvæmd þess.

    Stefnt að því að fá fulltrúa UMFG sérstaklega til samtals við nefndina, vegna skipulags sumarnámskeiðanna, til að hægt sé að tryggja góða samfellu í sumarnámskeiðum og íþróttastarfi UMFG yfir sumarið.

    Til frekari vinnslu á næsta fundi.