Málsnúmer 2002008

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 235. fundur - 13.02.2020

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi, þar sem óskað er umsagnar um umsókn MG gistingar um endurnýjun á rekstrarleyfi í flokki II.

Fyrir liggur jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra, frá 12. febrúar 2020.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, enda liggi fyrir jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.