Málsnúmer 2002018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 564. fundur - 22.02.2021


Jón Frantzson og Gunnar Jónsson frá Íslenska gámafélaginu ehf. (ÍGF) sátu fundinn undir þessum lið.

Lagður fram sorphirðusamningur frá 1. september 2016 ásamt yfirliti um kostnað við sorphirðu síðustu 10 ár.

Umræður við Jón og Gunnar um ýmis mál sem snerta sorphirðu í Grundarfirði. Bæjarráð vill hvetja íbúa til frekari flokkunar á sorpi. Rætt um aukna kynningu á flokkun. Fulltrúar ÍG munu koma með tillögur hvernig draga megi úr kostnaði bæjarins vegna gámastöðvar og sorphirðu.

Jóni og Gunnari var þökkuð koman á fundinn.

Gestir

  • Gunnar Jónsson - mæting: 16:45
  • Jón Frantzson - mæting: 16:45

Bæjarráð - 568. fundur - 02.06.2021

Unnur fór yfir ýmis atriði sem snúa að skoðun á kostnaðarliðum vegna sorpsamnings. Bæjarráð ræddi ýmis atriði samningsins, úrvinnslu og eftirfylgni þeirra.

Vísað til áframhaldandi vinnu í bæjarráði.