568. fundur 02. júní 2021 kl. 16:30 - 21:54 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða 2021

Málsnúmer 2101039Vakta málsnúmer


Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2021

Málsnúmer 2101005Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-maí 2021. Skv. yfirlitinu hefur útsvar hækkað um 4,9% miðað við sama tímabil í fyrra.

Jafnframt rætt um breytingar á íbúafjölda bæjarins. Frá áramótum eru brottfluttir 37 talsins, en nýir íbúar eru 32 talsins, þar með fædd börn.

3.Launaáætlun 2021

Málsnúmer 2106001Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar janúar til maí 2021. Samkvæmt yfirlitinu eru raunlaun 5,9 millj. kr. undir áætlun.

Bæjarstjóra er heimilt að ráða tímabundið í starf við verklegar framkvæmdir, umsjón og eftirlit með hliðsjón af stöðu ráðningarmála skipulags- og byggingafulltrúaembættisins, enda rúmast það innan launaáætlunar embættisins.

Samþykkt samhljóða.

4.Rekstraryfirlit 2021

Málsnúmer 2105035Vakta málsnúmer

Lagt fram ársfjórðungsuppgjör janúar-mars 2021, ásamt rekstraryfirliti janúar-apríl 2021 og yfirliti yfir áætlun á rekstri málaflokka árið 2021.

Jafnframt kynnt samantekt bæjarstjóra á breytingum fasteignamats hjá Grundarfjarðarbæ og 20 öðrum sveitarfélögum árin 2015 og 2017-2022, með útreiknaðri meðaltalsbreytingu hvers sveitarfélags á tímabilinu. Samkvæmt samanburði hefur fasteignamat hækkað minnst í Grundarfirði af þessum sveitarfélögum.

Bæjarráð felur skrifstofustjóra að afla frekari upplýsinga hjá Þjóðskrá, um forsendur breytinga matsins og nánari útlistun á atriðum eins og fjölda kaupsamninga sem að baki búa ár hvert, skiptingu milli íbúðarhúsnæðis og atvinnuhúsnæðis, hlutföll gerðra kaupsamninga og samninga þar sem höfð eru eignaskipti og áhrif nýskráninga fasteigna. Upplýsingarnar verði lagðar fyrir fund bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

5.Rekstrar- og stjórnsýsluúttekt

Málsnúmer 2003021Vakta málsnúmer


Farið yfir rekstrarúttekt HLH ehf. sem bæjarráð hefur unnið með síðustu mánuði.

Bæjarráð óskar eftir því að forstöðumenn stofnana bæjarins komi með tillögur til hagræðingar í rekstri sínum í ljósi núverandi fjárhagsstöðu og fjárhagsáætlunar ársins sem sett var fram með 40 millj. kr. halla.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að leggja fram tillögurnar á fundi bæjarráðs í júlí.

Samþykkt samhljóða.

6.Motus - innheimtuárangur

Málsnúmer 2106002Vakta málsnúmer

Lögð fram greiningargögn Motus um innheimtuárangur. Skv. gögnunum eru 98% krafna greiddar áður en til milliinnheimtu kemur, sem er mjög góður árangur. Jafnframt lögð fram drög að nýjum samningi við Motus.

7.Beiðni um launað námsleyfi í leikskóla

Málsnúmer 2104007Vakta málsnúmer

Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri, sat fundinn undir liðum 7 og 8 gegnum fjarfundabúnað.

Lögð fram beiðni starfsmanns leikskólans um 50% launað námsleyfi næsta vetur. Jafnframt lagðar fram reglur um námsstyrki til starfsfólks Leikskólans Sólvalla og leikskóladeildarinnar Eldhamra, sem bæjarstjórn samþykkti árið 2020.

Ennfremur lagður fram útreikningur á áætluðum kostnaði við námsstyrki starfsfólks í námi á Leikskólanum Sólvöllum veturinn 2021-2022.

Bæjarráð þakkar fyrir erindið og tekur jákvætt í að skoða það með skírskotun til þess svigrúms sem gildandi reglur um námsstyrki veita.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið, ásamt leikskólastjóra, að afla upplýsinga um atriði sem fram komu í umræðunni og nauðsynlegt er að liggi fyrir við afgreiðslu erindisins.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Anna Rafnsdóttir - mæting: 18:00

8.Leikskólinn Sólvellir - beiðni um aukið stöðugildi

Málsnúmer 2106003Vakta málsnúmer


Leikskólastjóri ræddi mögulega þörf fyrir aukið stöðugildi í tengslum við erindi skv. lið nr. 7. Þar sem málið er til frekari skoðunar vísast til umræðu og niðurstöðu þess liðar.

Leikskólastjóra var þökkuð koman á fundinn.

Gestir

  • Anna Rafnsdóttir - mæting: 18:30

9.Framkvæmdir 2021

Málsnúmer 2104022Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu framkvæmda, m.a. um gangstéttarframkvæmdir, kostnaðaráætlun ýmissa framkvæmda og verkefna og bæjargirðingu austan þéttbýlis. Lagt til að þakviðgerðum á samkomuhúsi verði frestað. Einnig rætt um bæjarhátið sem haldin verður í lok júlí.

Samþykkt samhljóða.

10.Íslenska gámafélagið ehf.

Málsnúmer 2002018Vakta málsnúmer

Unnur fór yfir ýmis atriði sem snúa að skoðun á kostnaðarliðum vegna sorpsamnings. Bæjarráð ræddi ýmis atriði samningsins, úrvinnslu og eftirfylgni þeirra.

Vísað til áframhaldandi vinnu í bæjarráði.

11.Hesteigendafélag Grundarfjarðar - Nýr samningur og skilmálar hesthúsahverfis

Málsnúmer 1910014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hesteigendafélags Grundarfjarðar frá október 2019 um starfsemi í hesthúsahverfinu og umhverfisumbætur. Erindið var tvískipt og hefur áður komið til afgreiðslu.

Annars vegar var ósk um nýjan beitarsamning í Hellnafelli, sem búið er að afgreiða. Gengið var frá nýjum beitarsamningi á síðasta ári. Hins vegar var ósk um samning um leyfða starfsemi í hesthúsahverfinu, sem hér er til umfjöllunar með hliðsjón af frekara samtali um umhverfismál í hverfinu.

Bæjarstjóri sagði frá umhverfisrölti skipulags- og umhverfisnefndar um dreifbýlið, en gengið var um hesthúsahverfið 26. maí sl.

Farið var um hverfið og rætt við formann Hesteigendafélagsins. Möguleikar á samstarfi um umhverfisumbætur voru ræddir. Þeir snúast einkum um þrennt:

a) Almennur frágangur og ásýnd hverfis
b) Frágangur á haugstæðum eða hauggámum - fyrirkomulag til framtíðar og möguleg nýting/frágangur á taði
c) Nánari skilmálar fyrir hverfið, m.a. um starfsemi og umhverfisfrágang

Eftirfarandi rætt og samþykkt:

a) Bæjarstjóra falið að ræða áfram við fulltrúa Hesteigendafélagsins um mögulegan samstarfssamning, sem fæli í sér átak í hreinsun og bættri ásýnd svæðisins.

b) Í deiliskipulagi kemur eftirfarandi fram:
“Ef illa er staðið að hreinsun [haugstæði, tað] er hætta á lyktarmengun. Því er lagt til að við ný hús verði gengið frá lokuðum hauggámum eða haugstæði með dreni og smám saman verði gengið frá haugaðstöðu á sambærilegan hátt við eldri hús."

Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulags- ogumhverfisnefnd að skoða þennan þátt, sem lið í samtali við Hesteigendafélagið og sem hluta af umræðu um skilmála deiliskipulags og fyrirkomulag til framtíðar. Einnig með það í huga, að hrossatað má nýta sem áburð.

c) Í deiliskipulagi hesthúsahverfis segir ennfremur:
"Vegna nálægðar við þéttbýli er gert ráð fyrir að Grundarfjarðarbær setji strangari reglur um umgengni en gert er ráð fyrir í reglugerðum.?

Lagt til að þessu atriði verði einnig vísað til skoðunar í skipulags- og umhverfisnefnd, og til samtals við Hesteigendafélagið.

Samþykkt samhljóða.

12.Hrannarstígur 18 - uppsetning listaverks

Málsnúmer 2105031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf bæjarstjóra varðandi listaverk Sólrúnar Halldórsdóttur, sem hún afsalar til Grundarfjarðarbæjar. Verkið byggir á 112 íslenskum orðum um vind og veður. Verkið var upphaflega sett upp sumarið 2019, í tengslum við listsýningu á Snæfellsensi sem bar heitið Nr. 3 - Umhverfing.

Nú hafa verið byggðar varanlegar undirstöður undir verkið, sem stendur á eignarlóð Grundarfjarðarbæjar, sem tilheyrir íbúðum eldri borgara.

Vígsla verksins fer fram 4. júní 2021, kl. 15:30, og mun frú Eliza Reid afhjúpa verkið.

Bæjarráð þakkar höfðinglega gjöf til bæjarins.

13.Samband íslenskra sveitarfélaga - Um launaþróun sveitarfélaga, 28.05.2021

Málsnúmer 2105034Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga, ásamt tveimur minnisblöðum varðandi launaþróun sveitarfélaga.

14.Vinnumálastofnun - atvinnuleysistölur

Málsnúmer 2106004Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar um fjölda á atvinnuleysisskrá, sem hefur fækkað verulega undanfarna mánuði.

Samkvæmt svari Vinnumálastofnunar sem barst í dag við fyrirspurn bæjarins, eru nú 6 manns á atvinnuleysisskrá, jöfn kynjahlutföll.

15.Samband íslenskra sveitarfélaga - Skýrsla, úttekt á rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila Apríl 2021

Málsnúmer 2105029Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla sem verkefnastjórn heilbrigðisráðherra hefur skilað um rekstrarafkomu hjúkrunarheimila, apríl 2021. Einnig tilkynning um málþing sem haldið var 27. maí sl. um niðurstöðurnar.

Aflað var gagna um rekstur hjúkrunarheimila sem rekin eru fyrir daggjöld árin 2017-2019 og fyrri hluta árs 2020. Um er að ræða 19 heimili sem sveitarfélög reka og 21 sem rekið er í félagaformi.

Niðurstöður skýrslunnar eru sláandi, en langflest hjúkrunarheimili voru rekin með halla árið 2019 þegar tekið er tillit til greiðslna frá sveitarfélögum eða 87% þeirra, en 72% þegar horft er framhjá framlagi sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar skýrslunni jafnframt til kynningar fyrir bæjarstjórn á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.

16.Félagsmálaráðuneytið - Aukin stuðningur við fullorðið fatlað fólk sumarið 2021 vegna C-19

Málsnúmer 2105015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf félagsmálaráðuneytisins, dags. 12. maí sl., um aukinn stuðning við fullorðið fatlað fólk sumarið 2021 vegna Covid-19.

17.Ungmennafélag Grundarfjarðar - Ársreikningur 2020

Málsnúmer 2105021Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Ungmennafélags Grundarfjarðar fyrir árið 2020.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 21:54.