Málsnúmer 2002039

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 543. fundur - 27.02.2020

RG vék af fundi undir þessum lið. HK tók við stjórn fundarins.

Lagt fram erindi frá Guðmundi Runólfssyni hf. varðandi það hvort Grundarfjarðarbær muni nýta sér forkaupsrétt á fiskiskipinu Helga SH-235, skipaskráningarnúmer 2017, í samræmi við lög um stjórn fiskveiða nr. 116/2006, vegna kauptilboðs, sem borist hefur í bátinn. Fyrir liggur að enginn kvóti er á bátnum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að nýta ekki forkaupsrétt Grundarfjarðarbæjar á Helga SH-235.

RG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.