Málsnúmer 2003001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 239. fundur - 11.06.2020

Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með gott skipulag á breyttum tímum í samkomubanni og þakkar framlag stjórnenda og starfsmanna bæjarins.

  • Gestir fundarins undir þessum lið voru þær Anna Rafnsdóttir leikskólastjóri, María Rún Eyþórsdóttir fulltrúi starfsfólks og Karítas Eiðsdóttir, fulltrúi foreldra.

    Skólanefnd - 153 Anna, María Rún og Karítas voru boðnar velkomnar á fundinn.

    Fyrir lágu gögn frá leikskólastjóra; greinargerð um starfsemina, drög leikskólastjóra að skóladagatali og vinnuskjal leikskólastjóra og bæjarstjóra að umbótastarfi, sem alltaf er í gangi.

    Nemendur leikskólans eru nú 46, en fjögur börn voru að byrja í leikskólanum. Starfsfólk er í um 17 stöðugildum, einn starfsmaður er að koma til baka úr fæðingarorlofi. Um 17 börn eru í árgangi 2019, sem koma flest inn á þessu ári, en 10 börn fara úr leikskólanum og yfir á leikskóladeildina Eldhamra.

    Leikskólastjóri sagði frá því að hún hefði tekið starfsmannaviðtöl og að sérstök starfsmannakönnun hefði verið gerð, sem hefði komið afar vel út.
    Leikskólastjóri sagði frá þrískiptingu starfseminnar, en þriðja deildin hefði verið formuð til að skipta 30 barna hópi yngri barna upp, m.a. til að skapa meiri ró og uppá hljóðvist að gera.
    Mynduð hafa verið tvö teymi starfsfólks, til undirbúnings; annars vegar um verkefnið "Heilsueflandi leikskóli" sem Leikskólinn Sólvellir er farinn af stað með, og svo verkefnið "Uppeldi til ábyrgðar". Hún sagði frá námskeiðum fyrir stjórnendur, til að styrkja innra starf. Auk þess eru námskeið fyrirhuguð á komandi skólaári, t.d. í barnavernd, sem eru reglulega á dagskrá.

    Leiskólastjóri sagði frá því að margvíslegur lærdómur hefði fengist út úr fyrirkomulagi skólastarfsins eins og það var útfært á Covid-tímabilinu, þ.e. þegar takmarkanir voru á skólastarfi, frá 16. mars til 4. maí sl. Starfsemi ugludeildar fór fram í samkomuhúsinu, sem tekið var undir leikskólann á þessu tímabili. Gríðarmikil vinna fór í aukaleg þrif á húsnæði, snertiflötum, leikföngum o.fl. Innkoma barna í leikskóla fór fram með aðstoð starfsfólks.
    Í kringum 10 börn tóku hlé, mislangt, frá leikskólastarfinu á þessu tímabili, en uppúr páskum fóru þau meira að tínast inn.
    Starfsemi leikskóla var haldið úti alla daga, fyrir öll börn sem vildu, á tímabilinu.

    Bæjarstjóri og leikskólastjóri fóru yfir þær verklegu framkvæmdir sem eru á dagskrá þessa árs, í leikskólanum og umhverfi hans.
    Hönnuður var fenginn til að vinna byggingarnefndarteikningu vegna skiptingar með færanlegum millivegg, sem skiptir nýrri hluta leikskólans í tvennt uppá starfsemina að gera. Nýr bakaraofn/eldunarofn var keyptur í vor og ofnalagnir í eldri hluta leikskólans verða endurnýjaðar í sumar. Gerðar voru endurbætur á leiktækjum fyrr í þessum mánuði, rennibraut og fleiru, og sumarstarfsfólk áhaldahúss hefur verið að þrífa leiktæki og umhverfi lóðar. Drenun á leikskólalóð sem unnin var í fyrra hefur haldið sér og pollar horfnir úr lóðinni.

    Farið var yfir drög að skóladagatali, en skólastjórar leik- og grunnskóla samræma skóladagatöl skólanna.
    Drögin voru samþykkt.

    Skólastjóra og starfsfólki leikskólans voru færðar þakkir fyrir gott starf á krefjandi Covid-tímabili liðins vetrar.

    Gestum fundarins var þökkuð koman.
    Hér viku þær Anna og María Rún af fundinum.



  • Gestir fundarins undir þessum lið voru Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri og Karítas Eiðsdóttir sem fulltrúi kennara grunnskóla.

    Skólanefnd - 153 Fyrir fundinum lágu ýmis gögn frá skólastjóra, m.a. drög að skóladagatali komandi skólaárs.

    Skólastjóri fór yfir skólastarfið síðustu mánuðina.
    Anna Kristín Magnúsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarskólastjóri, en Guðmundur Björgvin Sigurbjörnsson mun láta af störfum í sumar.
    Sigrún Hilmarsdóttir fer í námsleyfi á komandi vetri.
    Gréta Sigurðardóttir kennaranemi er ráðin í kennslu á komandi vetri.

    Starfsmannakönnun var gerð á vorönn og kemur vel út í heildina. Skólastjóri fór yfir úrvinnslu úr henni og það sem gefur tilefni til úrbóta.

    Bæjarstjóri og skólastjóri fóru yfir þær verklegu framkvæmdir sem eru á dagskrá þessa árs, í grunnskólanum. Gert verður við leka í norðausturhornstofu og stofan nýtt undir starfsemi á komandi vetri. Ennfremur verður farið í múrviðgerðir, viðgerðir á gluggum, málun utanhúss og klæðningu á suðurvegg elsta grunnskólahúss.

    Skóladagatal var afgreitt með fyrirvara, skv. beiðni skólastjóra.

    Skólastjórnendum og starfsfólki var þakkað fyrir gott starf á krefjandi tímum á liðnum vetri. Þeim var jafnframt þökkuð koman.

  • Gestir fundarins undir þessum lið voru Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri og Karítas Eiðsdóttir sem fulltrúi kennara grunnskóla.

    Skólanefnd - 153
    Sigurður Gísli fór yfir starfsemina. Nítján nemendur fara úr Eldhömrum í fyrsta bekk í haust og um 10 nemendur koma inn nýir, í haust.


  • Gestir fundarins undir þessum lið voru Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri og Linda María Nielsen aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans.
    Skólanefnd - 153 Fyrir lá ársskýrsla 2019-2020, þ.e. greinargerð Lindu Maríu um starfsemina á liðnu skólaári.

    Haustið 2019 voru skráðir 61 nemandi í skólann, en einhverjar breytingar urðu á nemendahópnum um áramót eins og alltaf er. Nú í vor luku 57 nemendur námi við skólann; 50 nemendur voru á grunnskólaaldri, 2 í framhaldsskóla og 5 fullorðnir eldri en 21 árs.
    Kennarar voru fjórir í 3,4 stöðugildum auk skólastjóra.

    Alexandra Zukhova kenndi á píanó, tréblásturshljóðfæri, tónfræði og sá auk þess um tónlistarstundir fyrir nemendur Eldhamra.
    Baldur Rafnsson kenndi á trommur og slagverk, málmblásturshljóðfæri og stjórnaði og hafði umsjón með skólahljómsveit.
    Bent Marinósson kenndi á gítar og bassa.
    Linda María Nielsen kenndi söng og tónfræði og hafði yfirumsjón með öllu faglegu starfi skólans, sem aðstoðarskólastjóri.

    Í haust var tekin upp sú nýjung að nemendur í 1. og 2. bekk fengu 20 mínútna tíma í stað 30 mínútna áður, sem Linda segir að hafi komið vel út.

    Eldhamrar komu einu sinni í viku í tónlistarstund, í litlum hópum 4-5 nemenda og kom hver hópur sex sinnum. Þetta gekk mjög vel og var áhuginn hjá krökkunum mikill.

    Söngur á sal var fimm sinnum í vetur og fóru tónlistarkennarar í grunnskóla og stjórnuðu fjöldasöng. Nemendur og allir starfsmenn skólans tóku vel undir.

    Jólatónleikar tónlistarskólans voru haldnir 4. desember í kirkjunni. Tónleikarnir gengu vel og voru vel sóttir.
    Hætt var við að halda vortónleika, í samræmi við tilmæli heilbrigðisyfirvalda, en skólaslit haldin fyrir nemendur. Fengnir voru tveir listamenn til að koma og skemmta og ræða við nemendur, þeir Jón Jónsson og Bergur Einar Dagbjartsson, sem er uppalinn hér í Grundarfirði.

    Linda María fór yfir reynsluna af starfsemi skólans á tímum Covid-19. Margvíslegar breytingar voru gerðar á starfsemi skólans, öllum stundaskrám var endurraðað, kennt var að hluta til í fjarkennslu, hóptímar féllu niður, þrif stóraukin og fleira mætti nefna.
    Ýmiss konar lærdómur fékkst úr skólastarfinu á þessu tímabili, sem nýtist áfram til áframhaldandi þróunar skólastarfs. Umræða varð um tækifæri til að nýta fjarkennslu sem viðbót og til frekari þróunar skólastarfs. Nefndin telur mikilvægt að vanda til verka þannig að fjarkennsla nýtist sem stuðningur og til aukinnar fjölbreytni og sveigjanleika í skólastarfinu, auk þess sem slíkur kostur yrði kynntur vel fyrir notendum.

    Farið var yfir drög að skóladagatali komandi skólaárs. Skólanefnd samþykkir skóladagatal 2020-2021.

    Starfsfólki tónlistarskóla voru færðar þakkir fyrir starfið á liðnu skólaári og sérstaklega fyrir starfið á tímum Covid.

    Lindu Maríu og Sigurði Gísla var þökkuð koman og viku þau hér af fundi.



  • Til kynningar og umræðu síðar.
    Skólanefnd - 153
  • .6 1809028 Skólastefna
    Skólanefnd - 153 Rætt um skólastefnu í tengslum við heildarstefnu bæjarstjórnar.
  • Lagt fram til kynningar. Skólanefnd - 153
  • Fundargerðir lagðar fram til kynningar. Skólanefnd - 153
  • Kynningarbréf lagt fram.
    Skólanefnd - 153