Málsnúmer 2003003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 238. fundur - 14.05.2020

  • .1 2001004 Lausafjárstaða
    Bæjarráð - 544 Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
  • Bæjarráð - 544 Lagt fram yfirlit yfir greitt úrsvar jan.-febr. 2020 og jan.-mars 2020. Skv. yfirlitinu eru útsvarsgreiðslur 1,9% lægri á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár miðað við árið á undan.
  • Bæjarráð - 544 Lagt fram minnisblað Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) um stöðu atvinnumála í Grundarfirði vegna Covid-19 ásamt drögum að Hagvísi Vesturlands sem SSV gefur út.
  • Bæjarráð - 544 Verkstjóri áhaldahúss og umsjónarmaður fasteigna sátu fundinn undir þessum lið.

    Rætt um helstu skilaboð sem fram komu á fundum með fulltrúum fyrirtækja í ferðaþjónustu í síðustu viku. Jafnframt lagðar fram til kynningar hugleiðingar um stöðuna sem Marteinn Njálsson sendi í tölvupósti í framhaldi af fundinum.

    Bæjarstjóri sagði frá fundum og vinnu stjórnar Svæðisgarðsins Snæfellsness.

    Rætt um viðbragðsáætlun vegna Covid-19 og þörf á breytingum á fjárhagsáætlun 2020 hvað varðar fjárfestingar.

    Verkstjóri áhaldahúss kom inn á fundinn sem gestur.

    Farið yfir verkefni áhaldahúss, götur, umhirðu opinna svæða og grassvæða. Jafnframt rætt um mögulega uppsetningu frisby golfvallar.

    Farið yfir ástand gangstétta og framlagða greinargerð áhaldahúss um þær gangstéttar sem verst eru farnar. Verkstjóri áhaldahúss mun vinna áætlun vegna gangstéttaviðgerða, sem verði tekin fyrir á næsta fundi bæjarráðs.

    Verkstjóri áhaldahúss yfirgaf fundinn og var honum þakkað fyrir komuna.

    Umsjónarmaður fasteigna kom inn á fundinn sem gestur.

    Farið var yfir ýmsar framkvæmdir eignasjóðs.

    Rætt um vaðlaug, sem þörf er á að lagfæra með dúkklæðningu.

    Rætt um tjaldsvæði og viðhald þess. Þörf er á að setja fjármagn í að endurbæta rafmagn, hreinlætisaðstöðu/vatnsaðstöðu ferðavagna og veginn að tjaldsvæði og í gegnum það.

    Umsjónarmaður fasteigna yfirgaf fundinn og var honum þakkað fyrir komuna.
  • Bæjarráð - 544 Lögð fram fjárfestingaáætlun ársins 2020 og ræddar tillögur að breytingum og áherslum, í framhaldi af umræðum í lið 4. Einnig lögð fram kostnaðaráætlun vegna framkvæmda á tjaldsvæði og við vaðlaug, og auk þess yfirlit yfir ástand gangstétta vorið 2020. Jafnframt lagt fram vinnuskjal vegna áætlaðra breytinga á fjárhagsáætlun 2020 vegna áhrifa Covid-19.

    Rætt um tekjur og mögulegt tekjutap bæjar- og hafnarsjóðs árið 2020, sbr. gögn og umræðu undir lið 3 á dagskrá. Bæjarráð mun fylgjast með framvindu mála, tölum um atvinnuleysi og leggja mat á hver áhrifin verði á tekjur sveitarfélagsins. Bæjarráð mun jafnframt fylgjast náið með útgjöldum ársins og hvetur forstöðumenn til árvekni í útgjöldum.

    Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun þar sem aukið sé fé í sundlaug vegna vaðlaugar, tjaldsvæði og opin svæði vegna frisby golfvallar. Auk þess verði bætt við fjármagni til lagfæringar á gangstéttum.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 544 Lagt fram erindi Fastafls ehf. sem óskar eftir 50% afslætti af gatnagerðargjöldum á báðum lóðum sem fyrirtækið hefur fengið úthlutað, að Ölkelduvegi 29 og 31.

    Með tilliti til þess efnahagslega ástands sem rekja má til Covid-19, þá telur bæjarráð mikilvægt að ýta sem hægt er undir húsbyggingar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á skilmálum/vinnureglum um úthlutun lóða með tímabundnum afslætti gatnagerðargjalda, sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar í febrúar sl., þess efnis að aðilum, sem hyggjast byggja og selja íbúðarhúsnæði á almennum markaði, sé gert kleyft að sækja um fleiri en eina lóð með 50% afslætti.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingu á skilmálum vegna gatnagerðargjalda, lið 3, frá febrúar sl.

    3.
    Mögulegur fjöldi lóða
    Einstaklingi (hjón eða sambúðaraðilar talin saman) og lögaðila er heimilt að sækja um eina byggingarlóð/byggingarframkvæmd (þ.e. eitt einbýlishús, eitt parhús (2 íbúðir), eitt raðhús/ fjölbýlishús) sem afsláttur nær til.

    Við bætist:
    "Aðilum sem hyggjast byggja og selja íbúðarhúsnæði á almennum markaði, er þó heimilt að sækja um fleiri en eina lóð sem afsláttur nær til."

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 544 Í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar í lok ársins 2019 var auglýst eftir umsóknum um rafhleðslustöð sem bærinn fékk að gjöf.

    Ein umsókn barst um rafhleðslustöðuna, frá Bjargarsteini - mathúsi.

    Bæjarráð samþykkir samhljóða að úthluta Bjargarsteini rafhleðslustöðinni til uppsetningar og felur bæjarstjóra að gera samning þar að lútandi í samræmi við umræður á fundinum.
  • Bæjarráð - 544 Lagt fram erindi Jóns Péturs Péturssonar varðandi skógræktarmál ásamt gögnum varðandi staðsetningu "græna trefilsins" svokallaða.

    Lagt til að fulltrúum Skógræktarfélagsins verði boðið á fund bæjarráðs í maí.

    Samþykkt samhljóða.
  • Bæjarráð - 544 Lagt fram erindi Golfklúbbsins Vestarrs, sem óskar eftir viðbótarframlagi frá Grundarfjarðarbæ vegna lægri framlaga fyrirtækja.

    Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar bæjarráðs og óskar eftir því að kannað verði með sérstök úrræði Vinnumálastofnunar vegna sumarstarfa.

    Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að skoða málið.

    Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Forseti vísar í lið 21 á fundinum, um sumarstörf, en af viðbótarsumarstörfum er gert ráð fyrir starfi/störfum við golfvöllinn.

    Forseti leggur til að kostnaður bæjarins á móti framlagi Vinnumálastofnunar með viðkomandi starfi/störfum, greiðist af Grundarfjarðarbæ.

    Gengið verði frá nánari samningi um þetta milli bæjarins og Vestarrs.
  • Bæjarráð - 544 Lagt fram til kynningar minnisblað SSV frá fjarfundi stjórnar SSV með þingmönnum Norðvesturkjördæmis og framkvæmdastjórum sveitarfélaga á Vesturlandi, sem fór fram 14. apríl sl.
  • Bæjarráð - 544 Lagt fram til kynningar minnisblað frá fjarfundi um stöðu vinnumarkaðar á Vesturlandi sem haldinn var með fulltrúum Vinnumálastofnunar, Markaðsstofu Vesturlands og Samtökum sveitarfélaga á Vesturlandi þann 24. apríl sl.
  • Bæjarráð - 544 Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar frá Samhæfingarstöð almannavarna fyrir grunnskóla, tónlistarskóla og leikskóla vegna Covid-19 eftir frá og með 4. maí.

  • Bæjarráð - 544 Lagt fram svarbréf Umhverfisstofnunar varðandi endurvinnsluhlutfall heimilisúrgangs í sveitarfélaginu vegna leiðréttingar á áður gefnum upplýsingum.

  • Bæjarráð - 544 Lögð fram til kynningar ársskýrsla Bókasafns Grundarfjarðar 2019.

    Bæjarráð þakkar skilmerkilega og góða skýrslu.
  • Bæjarráð - 544 Lögð fram til kynningar ýmis gögn frá Vesturlandsstofu ehf. til samstarfsaðila Markaðsstofu Vesturlands.

  • Bæjarráð - 544 Lögð fram til kynningar samantekt Meðbyrs ehf. varðandi árangur stóra plokkdagsins 25. apríl sl., þar sem tugir tonna af rusli voru týnd á landinu öllu.

    Bæjarráð þakkar Grundfirðingum fyrir góða þátttöku í átakinu.
  • Bæjarráð - 544 Lagt fram til kynningar ársuppgjör Listvinafélags Grundarfjarðarkirkju vegna ársins 2019.