Málsnúmer 2003008

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 95. fundur - 04.03.2020

Nefndin fór yfir greinargerð umsjónarmanns sumarnámskeiða 2019, einkum um þau atriði sem ástæða er til að vinna betur í.

Samþykkt að félagasamtökum verði skrifað bréf, þar sem leitað verði samstarfs um ákveðna þætti á svipuðum nótum og í fyrra, auk þess sem allar góðar hugmyndir eru vel þegnar. Bæjarstjóra falin framkvæmd þess.

Stefnt að því að fá fulltrúa UMFG sérstaklega til samtals við nefndina, vegna skipulags sumarnámskeiðanna, til að hægt sé að tryggja góða samfellu í sumarnámskeiðum og íþróttastarfi UMFG yfir sumarið.

Til frekari vinnslu á næsta fundi.