Málsnúmer 2003034

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 237. fundur - 07.04.2020

Lögð fram til kynningar drög að frumvarpi til kosningalaga sem lögð hafa verið á vef Alþingis í opið samráð. Lagt er til að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Meginefni frumvarpsins snýst um breytta stjórnsýslu kosninga og einföldun regluverks. Frestur til athugasemda er til 8. apríl nk.

Til máls tóku JÓK, HK, UÞS, SÞ, BÁ, BS og EBJ.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma á framfæri áður framsettum kröfum bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar um að tryggt verði í lögum að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar geti farið fram í öllum sveitarfélögum í öllum kosningum, sem og öðrum þeim ábendingum sem þörf er á.

Samþykkt samhljóða.