237. fundur 07. apríl 2020 kl. 16:30 - 19:47 á fjarfundi
Nefndarmenn
 • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK) forseti bæjarstjórnar
 • Hinrik Konráðsson (HK)
 • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
 • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
 • Eygló Bára Jónsdóttir (EBJ)
 • Vignir Smári Maríasson (VSM)
 • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
 • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
 • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Forseti setti fund.

Forseti bar fram tillögu þess efnis að tekinn verði með afbrigðum á dagskrá fundarins, dagskrárliðurinn Landssamband smábátaeigenda - Varðandi afleiðingar Covid-19 á strandveiðar, sem yrði liður 13 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Gengið var til dagskrár.

1.Minnispunktar bæjarstjóra

Málsnúmer 1808018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir minnispunkta sína. Hún ræddi almannavarnir, sagði frá fundum aðgerðastjórnar, sem fundar daglega, og almannavarnanefndar á Vesturlandi, sem fundar vikulega, tölur um smit og sóttkví koma daglega, fundir viðbragðsteymis bæjarins (forstöðumenn) eru haldnir reglulega. Settar hafa verið fram tvær útgáfur af aðgerðaáætlun ásamt viðbragðsáætlun. Hún ræddi einnig vinnu utan starfslýsingar fyrir starfsmenn, sem hafa ekki getað sinnt sínum störfum vegna ástandsins og daglega pistla bæjarstjóra. Bæjarstjóri lýsti yfir ánægju sinni með samstarf við Rauða krossinn og fleiri félagasamtök og einstaklinga.

Bæjarstjóri fór jafnframt yfir skipulags- og byggingarmál og sagði frá því að gerður hafi verið samningur um þjónustu við trúnaðarlækni. Hún nefndi að framkvæmdir sumarsins séu í undirbúningi og að endurskoðunarvinna sé í gangi.

2.Störf bæjarstjórnar á kjörtímabilinu - Umræða

Málsnúmer 1808012Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri upplýsti um fundi sem haldnir hafa verið, en fundur hafnarstjórnar var haldinn í gær, þar sem lögð var fram afkoma ársins 2019, farið yfir stöðu hafnarframkvæmda, viðhaldsverkefni o.fl. Á morgun mun menningarnefnd funda og ræða um menningu á tímum Covid-19.

Fljótlega eftir páska muni liggja fyrir áætlun um næstu fundi skipulags- og umhverfisnefndar, til að ljúka aðalskipulagsvinnunni, og fund í nefnd um stefnumótun, en vinna hennar hefur verið í bið síðustu vikur vegna anna.

Bæjarstjóri sagði frá því að HLH ráðgjöf sé farin af stað með sína vinnu, sbr. afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi í mars.

Fundartíma næstu funda bæjarráðs og bæjarstjórnar þarf að skoða nánar m.t.t. ársreiknings.

3.Atvinnumál - Umræða

Málsnúmer 1808013Vakta málsnúmer


Bæjarstjórn færir kærar þakkir til starfsfólks bæjarins, fyrir góða vinnu undanfarnar vikur við breyttar og krefjandi aðstæður.

Bæjarstjórn þakkar einnig bæjarbúum kærlega fyrir samheldni á sérstökum tíma.

Að öðru leyti vísað til umræðu um næstu liði og afgreiðslu undir lið nr. 12 á dagskrá fundarins.

4.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið - Breyting á sveitarstjórnarlögum vegna neyðarástands

Málsnúmer 2003030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um breytingu á sveitarstjórnarlögum, sem að heimila tímabundin frávik frá lögunum og samþykktum sveitarfélaga, vegna neyðarástands vegna Covid-19.

5.Samband íslenskra sveitafélaga - Fjarfundir leiðbeiningar

Málsnúmer 2003031Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna fjarfunda hjá sveitarfélögum. Alþingi hefur samþykkt breytingar á sveitarstjórnarlögum og veitt tímabundna heimild til að víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórnir séu starfhæfar við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku. Breytingarnar eru gerðar til að bregðast við aðstæðum sem hafa skapast vegna Covid-19 kórónaveirufaraldursins.

6.Samband íslenskra sveitarfélaga - Viðspyrna fyrir íslenskt atvinnulíf, mars 2020

Málsnúmer 2003048Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga með tillögum um aðgerðarpakka sveitarfélaga um viðspyrnu gegn samdrætti vegna áhrifa Covid-19.

7.Samband íslenskra sveitarfélaga - Um frestun á greiðslu fasteignaskatta

Málsnúmer 2004001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. apríl sl., varðandi heimild til frestunar greiðslu fasteignaskatta. Alþingi hefur samþykkt bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga sem heimilar gjaldendum fasteignaskatta í C-flokki (atvinnuhúsnæði), sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls, að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignaskatts sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020.

Til máls tóku JÓK, SÞ, UÞS, HK, BÁ og BS.

8.SSV - Aðgerðir vegna efnahagsáhrifa Covid-19, samantekt

Málsnúmer 2003049Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf 234 með samantekt SSV um aðgerðir stjórnvalda vegna efnahagsáhrifa af Covid-19.

9.SSV - Fundur landshlutasamtaka með sveitarstjórnarráðherra o.fl. 3. apríl 2020

Málsnúmer 2004002Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar minnispunktar framkvæmdastjóra SSV af fundi fulltrúa allra landshlutasamtakanna með samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra o.fl. þann 3. apríl sl.

10.Vesturlandsstofa ehf - Upplýsingar til ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi frá Markaðsstofu Vesturlands

Málsnúmer 2003047Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar minnispunktar Vesturlandsstofu dags. 30. mars sl., vegna aðgerða sem snerta ferðaþjónustu vegna áhrifa Covid-19.

11.SSV - Menningarstarf á tímum Covid-19

Málsnúmer 2003027Vakta málsnúmer

Lagðir fram til kynningar minnispunktar SSV um menningarstarf á tímum Covid-19.

Til máls tóku JÓK og BÁ.

12.Tillaga - Viðbrögð Grundarfjarðarbæjar vegna Covid-19

Málsnúmer 2004003Vakta málsnúmer

Eftirfarandi er tillaga að fyrstu aðgerðum bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar vegna áhrifa Covid-19 á samfélagið.

a) Fasteignagjöld
Þann 30. mars sl. var samþykkt á Alþingi bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga sem heimilar gjaldendum fasteignaskatta í C-flokki (atvinnuhúsnæði), sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls, að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignaskatts sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestun tekur til er 15. janúar 2021.

Í samræmi við þetta er lagt til að samþykkt verði heimild til frestunar greiðslna fasteignagjalda hjá Grundarfjarðarbæ sem hér segir:
- Fyrir gjalddendur sem hafa orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna áhrifa Covid-19.
- Frestun þriggja greiðslna fasteignagjalda frá mars-desember 2020 sem lögð eru á skv. flokki C, þannig að þeir komi til greiðslu síðar.
- Á næstu þremur mánuðum verði metið hvort fresta þurfi gjalddögum enn frekar.
- Fyrirkomulag greiðslna verði ákveðið í samvinnu við hvert og eitt fyrirtæki.
- Sækja skal um frestun á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is
- Að gjaldandi sé ekki í langvinnum vanskilum á opinberum gjöldum, sköttum og öðrum
greiðslum til sveitarfélagsins.
- Ef arði er úthlutað eða eigin hlutir keyptir á árinu 2020 eða úttekt eiganda innan ársins 2020 fer umfram reiknað endurgjald þeirra er heimilt að synja umsókn um frestun gjalda.

b) Þjónustugjöld
Í samræmi við áður birta auglýsingu um fyrirkomulag gjaldtöku þjónustugjalda, þann 25. mars sl. á vef bæjarins.

Þjónustugjöld vegna Leikskólans Sólvalla, Eldhamra og fæðisáskriftar verði ekki innheimt þegar börn eru heima af ástæðum eins og sóttkví, veikindum eða vegna ákvörðunar foreldra, skv. neðangreindu:

Foreldrum leikskólabarna (Sólvellir og Eldhamrar) býðst að hafa börnin sín heima, á meðan auglýsing heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar er í gildi. Gjöld falla þá niður fyrir þann tíma sem barn er heima og nýtir ekki þjónustuna. Miðað er við heilar vikur. Barn heldur leikskólaplássi sínu á meðan. Tilkynna þarf það til stjórnenda skólanna.

Tekið er tillit til þessa við reikningagerð strax um mánaðamótin mars/apríl, og gjöld maímánaðar lækkuð með hliðsjón af dvalartíma í mars/apríl, eftir atvikum.

Ekki verða sendir út reikningar vegna heilsdagsskóla, meðan sú starfsemi liggur niðri og inneign látin ganga upp í aðra reikninga.

Verði veruleg röskun á ofangreindri starfsemi og þjónustu, verður fyrirkomulag á útsendingu reikninga endurskoðað.

c) Viðspyrna í ferðaþjónustu og menningarlífi
Lagt er til að farið verði í sérstakar aðgerðir/verkefni til að styðja við frekari markaðssetningu svæðisins og undirbúning þess að taka á móti ferðafólki, bæði til skemmri tíma (síðar á árinu) og lengri (almennt) og styðja við menningu, með ráðstöfunum í fjárhagsáætlun bæjarins 2020 og með því að leita eftir samvinnu fyrir fyrirtæki og félagasamtök.

Bæjarráði og bæjarstjóra falin nánari útfærsla, með hliðsjón af eftirfarandi:
- Fjárhagsáætlun 2020 - framkvæmdir/viðhald; skoða og útfæra mögulega flýtingu
framkvæmda eða viðbótarfjárframlög á árinu, s.s. við tjaldsvæði, opin svæði o.fl.
- Sögumiðstöð: leita samstarfs við félagasamtök og fyrirtæki, um starfsemi til skemmri tíma.
- Svæðisgarðurinn Snæfellsnes; leita eftir upplýsingum um framgang áhersluverkefna, sem samþykkt voru 2. desember sl. í fulltrúaráði, einkum verkefnis um branding/ferðaleið á Snæfellsnesi og matarverkefnis (sælkeraferðir á Snæfellsnesi), sem ætti að koma ferðaþjónustu og framleiðendum á svæðinu verulega til góða.
- Samstarf við ferðaþjónustuaðila og félagasamtök; sjá einnig lið d) en leita eftir
hugmyndum um viðburð/viðburði, til að þjappa íbúum enn frekar saman og til að laða fólk til bæjarins þegar samkomur og ferðalög verða heimil og örugg.

d) Samtal við fulltrúa fyrirtækja
Bæjarstjórn bjóði fulltrúum fyrirtækja til samtals (í fjarfundum) á næstunni, um stöðu mála og horfur, vegna ástands af völdum Covid-19, og um frekari aðgerðir.

e) Greining á þróun tekna
Í framhaldi af lið d) - og í samræmi við óskir Grundarfjarðarbæjar og fundi bæjarstjóra, Sambandsins og SSV með RSK, sem og erinda til RSK í kjölfarið, um betri upplýsingagjöf um útsvarstekjur sveitarfélagsins/sveitarfélaga, verði rýnt í þróun útsvarstekna á síðustu misserum og reynt að greina mögulegt tekjutap nú, m.v. stöðu atvinnugreina, sérstaklega ferðaþjónustunnar.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu um viðbrögð Grundarfjarðarbæjar vegna Covid-19.

13.Landssamband smábátaeigenda - Varðandi afleiðingar Covid-19 á strandveiðar

Málsnúmer 2004005Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Landssambands smábátaeigenda, móttekið 6. apríl 2020 varðandi afleiðingar Covid-19 á strandveiðar.

Til máls tóku JÓK, BÁ, UÞS, SÞ, EBJ, BS og HK.

Í tilefni af erindi Landssambands smábátaeigenda, beinir bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar þeim tilmælum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að skapað verði svigrúm, á grunni laga um stjórn fiskveiða og reglugerða sem fjalla um strandveiði, til að bregðast við aðstæðum sem geta skapast ef áhrif af Covid-19 munu gera strandveiðibátum erfitt um vik að nýta auðlindina á venjubundnu veiðitímabili.

Samþykkt samhljóða.

14.Skipulags- og umhverfisnefnd - 214

Málsnúmer 2003002FVakta málsnúmer

Til máls tóku JÓK, SÞ, UÞS og VMS.
 • Valdimar Ásgeirsson sækir um lóðina Fellabrekku 5.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 214 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Valdimari Ásgeirssyni lóðinni að
  Fellabrekku 5.

  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Guðbjörg Soffía Magnúsdóttir sækir um lóð við Ölkelduveg 23.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 214 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Guðbjörgu Soffíu lóðinni við
  Ölkelduveg 23.

  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Marta Magnúsdóttir sækir um lóð við Ölkelduveg 19.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 214 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Mörtu Magnúsdóttur lóðinni við
  Ölkelduveg 19.

  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Davíð Magnússon sækir um lóð við Hellnafell 1.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 214 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Davíð Magnússyni lóðinni við
  Hellnafell 1.

  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Fastafl ehf. sækir um lóðirnar við Ölkelduveg 29-31.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 214 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að úthluta Fastafli ehf. lóðunum við
  Ölkelduveg 29-31.

  Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa og/eða bæjarstjóra að leiðbeina umsækjanda um framhaldið, sbr. fyrirspurn hans í umsókn.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, UÞS, BÁ og BS.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

15.Alþingi - Tillögur um endurskoðun kosningalaga í opið samráðsferli

Málsnúmer 2003034Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar drög að frumvarpi til kosningalaga sem lögð hafa verið á vef Alþingis í opið samráð. Lagt er til að lögin gildi um kosningar til Alþingis og sveitarstjórna, um framboð og kjör forseta Íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Meginefni frumvarpsins snýst um breytta stjórnsýslu kosninga og einföldun regluverks. Frestur til athugasemda er til 8. apríl nk.

Til máls tóku JÓK, HK, UÞS, SÞ, BÁ, BS og EBJ.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma á framfæri áður framsettum kröfum bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar um að tryggt verði í lögum að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar geti farið fram í öllum sveitarfélögum í öllum kosningum, sem og öðrum þeim ábendingum sem þörf er á.

Samþykkt samhljóða.

16.EBÍ - Styrktarsjóður EBÍ 2020

Málsnúmer 2003041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf EBÍ - Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands dags. 16. mars sl. Styrktarsjóður EBÍ auglýsir frest til aprílloka fyrir sveitarfélög að sækja um vegna sérstakra framfaraverkefna.

Til máls tóku JÓK, SÞ, UÞS, BÁ og EBJ.

17.Byggðasafn Snæfellinga - Öndvegisstyrkur úr Safnasjóði 2020

Málsnúmer 2003040Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla dags. 24. mars sl., þar sem fram kemur að byggðasafnið fékk öndvegisstyrk úr Safnasjóði, til að vinna nýja aðalsýningu í Norska húsinu.

Til máls tóku JÓK, BÁ og EBJ.

18.Jeratún ehf. - Fundargerð stjórnarfundar og ársreikningur 2019

Málsnúmer 2003050Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Jeratúns ehf. sem haldinn var 27. mars sl. ásamt ársreikningi ársins 2019.

Til máls tóku JÓK, SÞ og SRS.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:47.