Málsnúmer 2003040

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 237. fundur - 07.04.2020

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla dags. 24. mars sl., þar sem fram kemur að byggðasafnið fékk öndvegisstyrk úr Safnasjóði, til að vinna nýja aðalsýningu í Norska húsinu.

Til máls tóku JÓK, BÁ og EBJ.

Menningarnefnd - 26. fundur - 08.04.2020

Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla fékk úthlutað Öndvegisstyrk úr safnasjóði 2020, til nýrrar sýningar í Norska húsinu.
Forstöðumaður Byggðasafnsins hefur óskað eftir tilnefningum sveitarfélaganna á svæðinu á fulltrúum í samtal vegna undirbúnings að hönnun nýrrar aðalsýningar.
Nefndin leggur til að Eygló Jónsdóttir formaður menningarnefndar verði fulltrúi Grundarfjarðarbæjar í þetta samtal.

Menningarnefnd - 28. fundur - 22.03.2021

Eygló Bára formaður menningarnefndar hefur tekið þátt í undirbúningi nýrrar grunnsýningar Byggðasafns Snæfellinga í Norska húsinu. Ný grunnsýning er gerð á 10-20 ára fresti.
Eygló sagði frá vinnu á vegum Byggðasafns Snæfellinga og Hnappdæla um nýja grunnsýningu í Norska húsinu, sem hún hefur tekið þátt í.

Eygló sagði einnig frá því að nú sé í undirbúningi að yfirfara menningarstefnu Vesturlands. SSV fer af stað með fundaherferð til að leita efniviðar og hugmynda við mótun stefnunnar. Eygló hefur tekið þátt f.h. Grundarfjarðarbæjar í fundi til undirbúnings þessari vinnu.