Málsnúmer 2004001

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 237. fundur - 07.04.2020

Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 2. apríl sl., varðandi heimild til frestunar greiðslu fasteignaskatta. Alþingi hefur samþykkt bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga sem heimilar gjaldendum fasteignaskatta í C-flokki (atvinnuhúsnæði), sem eiga við tímabundna rekstrarörðugleika að stríða vegna tekjufalls, að óska eftir frestun á allt að þremur greiðslum fasteignaskatts sem eru á gjalddaga 1. apríl 2020 til og með 1. desember 2020.

Til máls tóku JÓK, SÞ, UÞS, HK, BÁ og BS.