Málsnúmer 2004005

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 237. fundur - 07.04.2020

Lagt fram erindi Landssambands smábátaeigenda, móttekið 6. apríl 2020 varðandi afleiðingar Covid-19 á strandveiðar.

Til máls tóku JÓK, BÁ, UÞS, SÞ, EBJ, BS og HK.

Í tilefni af erindi Landssambands smábátaeigenda, beinir bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar þeim tilmælum til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að skapað verði svigrúm, á grunni laga um stjórn fiskveiða og reglugerða sem fjalla um strandveiði, til að bregðast við aðstæðum sem geta skapast ef áhrif af Covid-19 munu gera strandveiðibátum erfitt um vik að nýta auðlindina á venjubundnu veiðitímabili.

Samþykkt samhljóða.