Málsnúmer 2004006

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 544. fundur - 30.04.2020

Lagt fram erindi Jóns Péturs Péturssonar varðandi skógræktarmál ásamt gögnum varðandi staðsetningu "græna trefilsins" svokallaða.

Lagt til að fulltrúum Skógræktarfélagsins verði boðið á fund bæjarráðs í maí.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 545. fundur - 12.05.2020

Fulltrúar Skógræktarfélags Eyrarsveitar, Gunnar Njálsson, Sunna Njálsdóttir, Signý Gunnarsdóttir og Þórunn S. Kristinsdóttir, sátu fundinn undir þessum lið.

M.a. var rætt um aðalskipulag og fyrirhugað deiliskipulag fyrir ofan þéttbýli Grundarfjarðar, græn svæði í bænum og möguleg samstarfsverkefni. Bæjarstjóra falið að leita eftir tillögum frá bæjarbúum um svæði til gróðursetningar trjáa innan þéttbýlis.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð þakkar fulltrúum Skógræktarfélags Eyrarsveitar fyrir komuna og góðar umræður.