Málsnúmer 2004017

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 215. fundur - 05.05.2020

Lóðarhafi leggur fram fyrirspurn um fyrirhugaða niðursetningu á skjólbelti úr Strandavíði fyrir utan lóðarmörk norðanmegin sem snýr út að sjó.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við gerð skjólbeltis utan lóðarmarka neðan Sæbóls 16 en bendir á að eins og lóðarhafi tekur fram er fyrirhugaður göngustígur meðfram sjóvarnargarði og því nauðsynlegt að tryggja honum pláss. Nefndin bendir einnig á að skjólbeltið sé ávallt víkjandi ef þurfa þykir.