215. fundur 05. maí 2020 kl. 16:15 - 19:30 í Samkomuhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS)
  • Helena María Jónsdóttir (HMJ)
  • Runólfur J. Kristjánsson (RJK)
Starfsmenn
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulags- og byggingafulltrúi
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) aðstoðarmaður skipulags- og byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir starfsmaður embættis skipulags- og byggingarfulltrúa
Dagskrá
Formaður setti fund. Gengið var til dagskrár.

1.Gröf 1 - Umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2003025Vakta málsnúmer

Lögð fram umsókn um byggingarleyfi vegna sólhýsis sem viðbygging við hús að Gröf - Innri.
Skráningartafla mun berast.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

2.Hlíðarvegur 8 - Breyting á glugga

Málsnúmer 2004019Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn vegna breytingar á glugga sem snýr út að Þríhyrningi.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

3.Borgarbraut 2 - Endurnýjun á gluggum

Málsnúmer 2004031Vakta málsnúmer

Lögð er fram umsókn þar sem ætlunin er að skipta út gluggum á efri hæð.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.

4.Iðnaðar- og athafnarsvæði vestan Kvernár - Óveruleg deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2001026Vakta málsnúmer

Á 211. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 28. janúar 2020 var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi vegna stækkunar á húsnæði Vélsmiðju Grundarfjarðar við Ártún, en sú framkvæmd samræmist ekki byggingarreit og krefst því óverulegrar deiliskipulagsbreytingar.
Að ósk umsækjanda hefur Verkís unnið tillögu fyrir Grundarfjarðarbæ að óverulegri deiliskipulagsbreytingu, dagsett. 23. apríl 2020 sem felur í sér stækkun á byggingarreit.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir óverulega deiliskipulagsbreytingu á iðnaðar- og athafnarsvæði vestan Kvernár, með vísan í 2. mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu.

5.Sæból 16 - Skjólbelti við lóðarmörk

Málsnúmer 2004017Vakta málsnúmer

Lóðarhafi leggur fram fyrirspurn um fyrirhugaða niðursetningu á skjólbelti úr Strandavíði fyrir utan lóðarmörk norðanmegin sem snýr út að sjó.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við gerð skjólbeltis utan lóðarmarka neðan Sæbóls 16 en bendir á að eins og lóðarhafi tekur fram er fyrirhugaður göngustígur meðfram sjóvarnargarði og því nauðsynlegt að tryggja honum pláss. Nefndin bendir einnig á að skjólbeltið sé ávallt víkjandi ef þurfa þykir.

6.Ölkelduvegur 19 - Fyrirspurn

Málsnúmer 2003023Vakta málsnúmer

Lagðar fram fyrirspurnir vegna lóða við Ölkelduveg 19 og Fellasneið 3 er varðar framtíðaruppbyggingu svæðisins.
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að í gildandi aðalskipulagi bæjarins, auk aðalskipulagstillögu, má finna það sem fyrir liggur um fyrirhugaða uppbyggingu íbúðarsvæðis í Grundarfirði.
Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við fyrirspyrjanda.

7.Lóðarblöð vegna lóðarleigusamninga/ endurnýjun

Málsnúmer 2004016Vakta málsnúmer

Lögð eru fram lóðarblöð til kynningar fyrir nefnd vegna endurnýjunar á útrunnum lóðarleigusamningum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð lóðarblöð unnin af Verkís fyrir eftirfarandi lóðir:
Fellasneið 4, Fákafell 2, Fákafell 9, Eyrarvegur 3, Nesvegur 13, Hrannarstígur 5 og Hamrahlíð 4.

8.Rútuferðir ehf. - Umsókn um stöðuleyfi, Sólvellir 5

Málsnúmer 1905025Vakta málsnúmer

Rútuferðir ehf. sækja um endurnýjun á stöðuleyfi gáma við Sólvelli 5.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsskoðun við fyrsta tækifæri.

9.Sólvellir 6 - Lóðarblað

Málsnúmer 2005001Vakta málsnúmer

Lagt fram til afgreiðslu lóðarblað fyrir Sólvelli 6 unnið af Verkís 23. mars 2020.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna húsfélagi Sólvalla 6 framlögð drög að lóðarblaði.

10.Stöðuleyfi

Málsnúmer 1902034Vakta málsnúmer

Nefndin ræddi líkt og á 198. fundi nefndarinnar 15. febrúar 2019 um gáma án stöðuleyfis og lausamuni í þéttbýli Grundarfjarðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að taka saman upplýsingar um gáma og lausamuni sem ekki eru með stöðuleyfi skv. gr. 2.6.1 í byggingarreglugerð nr. 112/2012.

11.Grund 2 - Hótel

Málsnúmer 2004020Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar teikningar af fyrirhugaðri byggingu hótels í landi Grundar ásamt tillögu Alta að málsmeðferð.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við framkvæmdaraðila.

12.Matvælastofnun - Smitandi lifrardrep í kanínum

Málsnúmer 2003052Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

13.Svæði í Torfabót fyrir listaverk ofl.

Málsnúmer 1907026Vakta málsnúmer

Fulltrúi skipulags- og umhverfisnefndar ásamt fulltrúa menningarnefndar áttu fund með listamanninum Liston vegna hugmynda um afmarkað svæði í Torfabót undir listaverk. Málið var einnig tekið fyrir á 201. fundi nefndarinnar þann 11. júlí 2019.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afmarka svæði í Torfabót í samræmi við framkomnar óskir menningarnefndar.
Nefndin leggur áherslu á við menningarnefnd að tryggt verði að svæðið verði ávallt snyrtilegt, öruggt og að listaverkin séu víkjandi ef til þess kæmi.
Fundargerð lesin upp og samþykkt. Fundargerð þessi er birt með fyrirvara um afgreiðslu í bæjarstjórn.

Fundi slitið kl. 19.30.

Fundi slitið - kl. 19:30.