Málsnúmer 2004033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 544. fundur - 30.04.2020

Lagt fram erindi Golfklúbbsins Vestarrs, sem óskar eftir viðbótarframlagi frá Grundarfjarðarbæ vegna lægri framlaga fyrirtækja.

Bæjarráð frestar afgreiðslu erindisins til næsta fundar bæjarráðs og óskar eftir því að kannað verði með sérstök úrræði Vinnumálastofnunar vegna sumarstarfa.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að skoða málið.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 550. fundur - 08.07.2020

Í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar þann 14. maí sl. Starfsmaður var ráðinn með liðsinni Vinnumálastofnunar, en bærinn greiðir viðbótarframlag. Lagður fram útreikningur á framlagi miðað við mismunandi fjölda mánaða.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að greiða framlag í þrjá mánuði. Kostnaður verði færður milli liða í launaáætlun bæjarins.