550. fundur 08. júlí 2020 kl. 14:00 - 16:05 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund.

Formaður lagði til að tekinn yrði inn með afbrigðum nýr dagskrárliður: "Grundarfjarðarbær - Uppbygging fjarskiptainnviða í þéttbýliskjörnum", sem yrði liður nr. 9 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða

Málsnúmer 2001004Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2020

Málsnúmer 2002001Vakta málsnúmer


Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júní 2020. Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 0,3% lægra en á sama tímabili í fyrra.

Bæjarstjóri sagði frá því að fyrirhugaður væri fundur fulltrúa sveitarfélaga með Skattinum, eftir verslunarmannahelgi, til að ræða óskir sveitarfélaga um haldbetri upplýsingagjöf Skattsins um útsvar sveitarfélaga.

3.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1909023Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að viðbótarfjárveitingu vegna yfirbreiðslu yfir sundlaug, sem nauðsynlegt er að endurnýja.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að keypt verði yfirbreiðsla yfir sundlaug. Aukafjárframlagi verði mætt með lækkun annarra liða fjárfestingaáætlunar.

4.Framkvæmdir 2020

Málsnúmer 1912003Vakta málsnúmer

Farið yfir helstu framkvæmdir.

Bæjarstjóri sagði frá úttekt á ástandi gangstétta, stíga, tenginga o.fl. Marta Magnúsdóttir tók að sér að vinna með bænum að ástandsúttekt gangstétta, sem bæjarráð samþykkti nýlega að láta vinna.

Ennfremur rætt um framkvæmdir á austanverðri Grundargötu og nokkur svæði innanbæjar, sem forstöðumenn hjá bænum og bæjarstjóri hafa áhuga á að planta í trjám. Bæjarstjóri hefur óskað eftir samstarfi við Skógræktarfélagið.

5.Grundarfjarðarbær - Skiltastefna

Málsnúmer 2007002Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skiltastefnu Grundarfjarðarbæjar. Grundarfjarðarbær fékk styrk, til að vinna að öryggismálum (m.a. skiltastefnu) út frá Kirkjufelli og ferðafólki.

Rætt hvar unnt sé að sinna öryggismálum ferðafólks með skilaboðum, m.a. á skiltum og hvar setja eigi slík skilti. Sett hefur verið upp skilti vegna öryggismála (viðvörunarskilti) við Kirkjufell. Rætt um næstu skilti sem væru endurnýjuð við innkomina í bæinn, við snúningsplan vestast og við hafnargarðinn við Suðurgarð.

Bæjarráð samþykkir samhljóða skiltastefnu Grundarfjarðarbæjar.

6.Jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar, endurskoðuð

Málsnúmer 2005042Vakta málsnúmer

Framhald umræðu um jafnréttisáætlun bæjarins.

Jafnréttisstofa hefur lagt hart að Grundarfjarðarbæ að skila inn endurskoðaðri jafnréttisáætlun á yfirstandandi kjörtímabili. Til stóð að ljúka þeirri vinnu í haust, að aflokinni yfirferð með forstöðumönnum stofnana bæjarins o.fl.
Í ljósi erindis Jafnréttisstofu í tölvupósti dags. 6. júlí sl. er lagt til að fyrirliggjandi drög að jafnréttisáætlun verði samþykkt núna og send Jafnréttisstofu.

Í samræmi við umræður bæjarráðs/jafnréttisnefndar á síðasta fundi sínum, er jafnframt lagt til að þeirri vinnu sem hafin var við umbætur á áætluninni, verði fram haldið og áætlunin sem nú er samþykkt verði endurskoðuð, með aðkomu forstöðumanna stofnana varðandi framkvæmd jafnréttismála.

Samþykkt samhljóða.

7.Golfklúbburinn Vestarr - Ósk um viðbótarframlag

Málsnúmer 2004033Vakta málsnúmer

Í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar þann 14. maí sl. Starfsmaður var ráðinn með liðsinni Vinnumálastofnunar, en bærinn greiðir viðbótarframlag. Lagður fram útreikningur á framlagi miðað við mismunandi fjölda mánaða.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að greiða framlag í þrjá mánuði. Kostnaður verði færður milli liða í launaáætlun bæjarins.

8.Reykhólahreppur - Verkefnalýsing vegna endurskoðunar Aðalskipulags Reykhólahrepps 2006-2018 - Umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2006039Vakta málsnúmer

Lögð fram verkefnislýsing vegna aðalskipulags Reykhólahrepps, sem send var til umsagnar nágrannasveitarfélaga og gefinn frestur til umsagna til 10. ágúst nk.

Bæjarráð óskar eftir umsögn frá umhverfis- og skipulagsnefnd um erindið.

Samþykkt samhljóða.

9.Grundarfjarðarbær - Uppbygging fjarskiptainnviða í þéttbýliskjörnum

Málsnúmer 2007009Vakta málsnúmer

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við frumdrög að markaðsgreiningu á heildsölumörkuðum fyrir staðaraðgang með fasttengingu og miðlægan aðgang með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur.

Markaðsgreiningin er grundvöllur ákvörðunar um það hvort leggja skuli á, viðhalda eða fella niður sérstakar kvaðir á fjarskiptafyrirtæki sem útnefnd hafa verið með umtalsverðan markaðsstyrk.

Hefur stofnunin óskað eftir viðbrögðum fjarskiptafyrirtækja og annarra hagsmunaaðila við þeim frumdrögum sem hér eru lögð fyrir bæjarráð.

---
Nú er lokið lagningu ljósleiðaranets í dreifbýli Grundarfjarðarbæjar og tengingar komnar á í dreifbýli víðast hvar á landinu.

Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar telur mikilvægt að skapað verði umhverfi sem styður við áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðaranets í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni, til að ekki skerðist enn frekar samkeppnisstaða þeirra gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð hvetur Póst- og fjarskiptastofnun til þess að leggja ekki kvaðir á fjarskiptafyrirtæki sem gætu verið hamlandi fyrir frekari uppbyggingu á landsbyggðinni.

Mikilvægt er að skapað verði umhverfi sem styður við áframhaldandi uppbyggingu í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni í samræmi við stefnu Alþingis í fjarskiptum fyrir árin 2019-2033, þar sem stefnt er að því að ljósleiðaravæðing verði áfram forgangsverkefni og að ljósleiðaravæðingu allra lögheimila og vinnustaða á Íslandi verði lokið árið 2025.

Samþykkt samhljóða.

10.VÍS - Samningur um tryggingar 2020

Málsnúmer 2006034Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar undirritaður samningur við tryggingafélagið VÍS, sem gerður er á grunni niðurstöðu úr útboði á tryggingamálum bæjarins.

11.Heilbrigðisnefnd Vesturland - Fundargerð 161. stjórnarfundar

Málsnúmer 2006014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 161. fundar stjórnar Heilbrigðisnefndar Vesturlands sem haldinn var 27. maí sl.

12.Jafnréttisstofa - Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga

Málsnúmer 2006032Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning um landsfund um jafnréttismál sveitarfélaga og 20 ára afmælisráðstefnu Jafnréttisstofu sem haldin verða á Akureyri 15. og 16. september í samstarfi Akureyrarbæjar, Jafnréttisstofu og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

13.Félagsmálaráðuneytið - Félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020 vegna COVID-19

Málsnúmer 2006036Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf félags- og barnamálaráðherra dags 22. júní sl., um aukið félagsstarf fyrir fullorðið fatlað fólk sumarið 2020 vegna Covid-19.

14.Skipulagsstofnun - Torgið

Málsnúmer 2007001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fréttabréf Skipulagsstofnunar, Torgið, sem kemur út tvisvar á ári og er ætlað að miðla upplýsingum um starf Skipulagsstofnunar og kynna um leið nýjungar og fagleg efni á sviði skipulagsmála.

15.Grundarfjarðarbær - Götukort 2020

Málsnúmer 2006031Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar nýtt götukort Grundarfjarðarbæjar 2020.

16.Þjóðskrá Íslands - fjöldi eftir sveitarfélögum

Málsnúmer 2007003Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar skjal Þjóðskrár Íslands með töflu eftir sveitarfélögum, sem sýnir íbúafjölda 1. desember 2018 og 2019, og 1. júlí 2020 og mismun þar á milli. Íbúafjöldi 1. des. 2018 var 876, fjöldi íbúa 1. des. 2019 var 877, en íbúar þann 1. júlí 2020 voru 874.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 16:05.