Málsnúmer 2005002F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 553. fundur - 02.09.2020

  • Hafnarstjóri gerir grein fyrir stöðu verksins.
    Hafnarstjórn - 10 Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við lengingu Norðurgarðs.

    Verkáfangi um rekstur stálþils og sjóvörn:
    Keyrsla á görðum er nánast lokið, en niðurrekstur stálþils hefur gengið erfiðlega, m.a. vegna tíðarfars í vetur. Verkið er á eftir áætlun.

    Dæluskip er væntanlegt í byrjun júlí, til að dýpka meðfram nýja hluta Norðurgarðs. Dýpkunarefninu verður dælt inní landfyllinguna austanvert við Nesveg. Sjá lið nr. 2 á dagskrá.

    Næsti áfangi er "Norðurgarður; þekja, lagnir og raforkuvirki". Þann 26. maí sl. voru opnuð tilboð í útboði þess áfanga og átti Almenna umhverfisþjónustan ehf. lægsta tilboð, 83.990.350 kr. Hafnarstjórn hafði áður veitt hafnarstjóra umboð til að ganga til samninga við lægstbjóðanda, í samræmi við tillögu Vegagerðarinnar þar að lútandi, eftir yfirferð tilboða.

    Helstu verkþættir felast í að steypa upp rafbúnaðarhús, stöpla undir ljósamöstur og brunna, að leggja ídráttarrör fyrir rafmagn og leggja vatnslögn, ennfremur jarðvegsvinna og steypt þekja, auk raforkuvirkis.

    Þessi verkáfangi er háður framgangi stálþilsrekstursins og er áætlað að framkvæmdir við hann geti hafist í ágústmánuði nk.

    Verkið er tvískipt, annarsvegar verkáfangi sem unninn verður fram á komandi haust, en síðari verkáfangi verður unninn vorið 2021 og er með verklok 1. júní 2021.


  • Hafnarstjóri fór yfir stöðu verksins. Hafnarstjórn - 10 Framkvæmdir við gerð sjóvarnar á hafnarsvæði, austan við Nesveg, hafa gengið vel. Garðurinn er nánast fullbúinn.

    Dæluskip er væntanlegt í byrjun júlí, til að dýpka meðfram nýja hluta Norðurgarðs og verður dýpkunarefninu verður dælt inní landfyllinguna.

  • Hafnarstjórn - 10 Lagður fram ársreikningur Hafnarsjóðs Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2019. Samkvæmt ársreikningnum eru heildartekjur 111,4 millj. kr. og laun og rekstrargjöld eru 55,8 millj. kr. Rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði er því 48,2 millj. kr. Að teknu tilliti til fjármagnsgjalda að fjárhæð 0,6 millj. kr. er rekstrarniðurstaða hafnarsjóðs jákvæð um 47,6 millj. kr., en var jákvæð um 17,2 millj. árið áður. Fjárfest var fyrir 121,3 millj. kr. árið 2019.
  • Horfur varðandi tekjur hafnarinnar. Framkvæmdir ársins, aðrar en lenging Norðurgarðs, sjóvörn og landfylling.
    Hafnarstjórn - 10 Rætt um horfur varðandi tekjur hafnarinnar á árinu.

    Tekjur hafnarinnar, sem og rekstrarkostnaður, fyrstu fimm mánuði ársins eru mjög svipaðar því sem var á sama tímabili í fyrra.

    Áhrif af Covid-19 valda því að af 38 bókuðum komum skemmtiferðaskipa ársins, hafa nú 26 komur verið afbókaðar, sem jafngildir um 76% af áætluðum tekjum hafnarinnar af komum skemmtiferðaskipa.

    Rætt um framkvæmdir ársins, aðrar en hafnargerð, og kostnað við þær.

    Á síðasta fundi hafnarstjórnar, þann 6. apríl sl., kynnti hafnarstjóri yfirlit um brýn viðhaldsverkefni og framkvæmdir, aðrar en lengingu Norðurgarðs. Rætt var um þak hafnarhúss, sem brýnt er að skipta um. Gerð var verðkönnun í nýtt þak, skv. hönnun og byggingarnefndarteikningum sem W7 slf., Sigurbjartur Loftsson, vann fyrir Grundarfjarðarhöfn. Eitt tilboð barst, frá Eyrarsveit ehf., að fjárhæð kr. 5.499.375 kr. m.vsk. Hafnarstjóri gekk til samninga við bjóðanda og er áætlað að verkið verði unnið í júlímánuði nk.

    Framhald umræðna á síðasta hafnarstjórnarfundi, um bágborið ástand þekju á elsta hluta Norðurgarðs: hafnarstjóra falið að vinna áfram að úrlausn þessa verks.

  • Hafnarstjórn - 10 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Hafnarstjórn - 10 Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
  • Hafnarstjórn - 10 Lagt fram til kynningar.
  • Hafnarstjórn - 10 Lagt fram til kynningar.