Málsnúmer 2005003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 239. fundur - 11.06.2020

 • Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 96 Gestur fundarins var Sigursteinn Sigurðsson, menningarfulltrúi SSV.

  Farið var yfir hugmyndir að uppbyggingu í Þríhyrningi og hvað þyrfti að hafa í huga við áframhaldandi vinnu, en verkefnið hefur fengið styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til að láta gera söguskilti um starfsemi í Þríhyrningi á árum áður. Skiltið verður hluti af framkvæmdum á svæðinu.

  Rætt um verkefnið.

  Eftir að Sigursteinn vék af fundi var rætt um næstu skref í vinnunni.

  Nauðsynlegt er að teikna upp hugmyndirnar, sbr. minnisblöð nefndarinnar, en einnig að boðað verði til opins fundar þegar kemur að frágangi hönnunar. Nefndin samþykkir að fela bæjarstjóra að leita eftir aðstoð arkitekta við að grófvinna á þessum nótum úr hugmyndum nefndarinnar, sem m.a. hafa verið unnar með áhugasömum aðilum og fulltrúum félagasamtaka, á fundum.

  Bókun fundar Bæjarstjórn lýsir yfir ánægju sinni með frumkvæði og vinnu nefndarinnar.