Málsnúmer 2005045

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 239. fundur - 11.06.2020

Lagt fram til kynningar bréf samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til sveitarfélaga landsins, dags. 25. maí sl., um áhrif Covid-19 faraldursins á fjármál, þ.e. afkomu og efnahag sveitarfélaga. Í bréfinu er m.a. sagt frá því að til standi að safna saman samtímaupplýsingum um fjárhagsstöðu einstakra sveitarfélaga á árinu 2020, til að fá sem besta mynd af fjárhagslegri stöðu þeirra eins og hún hefur þróast það sem af er ári.