Málsnúmer 2006001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 239. fundur - 11.06.2020

 • Grundarfjarðarbær sækir um byggingarleyfi til uppsetningar felliveggs í miðrými húsnæðis Leikskólans Sólvalla.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 217
  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
  Bókun fundar Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .2 2003010 Frisbígolf
  Óskað er eftir umsögn og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar vegna niðursetningar og staðsetningar fyrir frisbígolfvöll á Paimpolsvæði, við ölkeldu og tjaldsvæði. Skipulags- og umhverfisnefnd - 217
  Lagðar voru fram tillögur að staðsetningu frisbígolfvallar ofan við ölkelduna, að skógræktarsvæði frá tjaldsvæði.

  Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og samþykkir framkomnar hugmyndir íþrótta- og æskulýðsnefndar fyrir frisbígolfvöll í Grundarfirði.
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK, UÞS, HK og BÁ.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • .3 2004016 Lóðarblöð 2020
  Lögð fram ný lóðarblöð til kynningar fyrir nefnd.
  Um er að ræða enduruppmælingu lóða með tilliti til byggingarreits og annarra nærliggjandi lóða.
  Skipulags- og umhverfisnefnd - 217 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð lóðarblöð unnin af Verkís:

  Ölkelduveg 21, Ölkelduveg 29 og Ölkelduveg 31
  Bókun fundar Til máls tóku JÓK og UÞS.

  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
 • Lögð fram handbók um algilda hönnun gefin út af Samgöngustofu. Skipulags- og umhverfisnefnd - 217
  Lagt fram til kynningar.